385. fundur bæjarstjórnar

Home/bæjarstjórn/385. fundur bæjarstjórnar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

385. fundur
bæjarstjórnar,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
5. desember 2017 og hófst hann kl. 17:00

 

Fundinn sátu:
Ólafur Þór Ólafsson forseti, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Sigursveinn B. Jónsson, Fríða Stefánsdóttir, Guðmundur Skúlason, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Þ. Kristjánsson.

Dagskrá: 

1.   Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018-2021: síðari umræða – 1707006
Frá 384. fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn 7. nóvember 2017, 1. mál (sjá 17. mál í þessari fundargerð).
Frá 684. fundi bæjarráðs þriðjudaginn 28. nóvember 2017, 2. mál (sjá 16. mál í þessari fundargerð).
Fjögurra ára áætlun Sandgerðisbæjar 2018 – 2021 er vísað til síðari umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 5. desember nk.

Bæjarstjóri fór yfir breytingar á fjárhagsáætlun á milli umræðna.

Til máls tóku: SÁ, HS, SBJ, MSM, GS, ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018 – 2022 er samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá Sandgerðisbæjar árið 2018 er samþykkt.
Gjaldskrá Sandgerðishafnar 2018 er samþykkt.

Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar stendur saman að eftirfarandi bókun:

Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar fyrir árið 2018 og árin 2019-2022 er unnin með hliðsjón af 10 ára aðlögunaráætlun bæjarins 2012 til 2022. Við gerð aðlögunaráætlunar árið 2012 var gert ráð fyrir að ákvæðum sveitarstjórnarlaga um rekstrarjöfnuð og skuldaviðmið yrði náð á tímabilinu. Sú áætlun sem nú er afgreidd sýnir að á árinu 2018 nást ákvæði um rekstrarjöfnuð og skuldaviðmið og er það nokkru fyrr en upphaflega var áætlað.
Rekstrartekjur ársins 2018 eru áætlaðar 2.146 mkr. og rekstrarútgjöld eru áætluð 1.835 mkr. Fjármagnsliðir eru áætlaðir 166 mkr. og afskriftir 127 mkr. Þannig er áætluð rekstrarniðurstaða jákvæð um tæpar 18 mkr.
Breytingar á gjaldskrám taka mið af verðlagsbreytingum og hækka að jafnaði um 2,7%. Fasteignaskattur lækkar úr 0,5% í 0,4% og er þetta annað árið í röð sem bæjarstjórn ákveður að lækka fasteignagjöld, en síðasta ár var fráveitugjald lækkað um 16%.
Meðal þeirra nýframkvæmda sem ráðist verður í á árinu 2018 eru framkvæmdir við nýtt íbúðahverfi ofan við Stafnesveg, umferðaröryggi við grunnskólann verður bætt með betri aðkomu bíla við Suðurgötu, endurbótum á suðurbryggju Sandgerðishafnar verður haldið áfram, lokið verður við útrás fráveitu sem mun uppfylla umhverfiskröfur, auk malbikunar göngustíga.
Þá er áætlað að ljúka við gerð fjölmenningarstefnu, umhverfisstefnu og lýðheilsustefnu.
Eins og undanfarin ár hefur ríkt góð samvinna og samstaða innan bæjarstjórnar við vinnslu fjárhagsáætlunar og um þær áherslur sem þar koma fram.
Bæjarstjórn þakkar bæjarstjóra og öðrum starfsmönnum Sandgerðisbæjar vönduð og góð vinnubrögð við gerð fjárhagsáætlunarinnar.
Bæjarstjórn og bæjarstjóri fagna því sérstaklega að fjárhagslegum markmiðum skuli náð nú við framlagningu síðustu fjárhagsáætlunar Sandgerðisbæjar.

2.   Sameining sveitarfélaga: Skilabréf samstarfsnefndar um sameiningu Garðs og Sandgerðis – 1707003
Fyrir fundinum liggur skilabréf Samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs dagsett 14. nóvember 2017 þar sem fram kemur að sameining sveitarfélaganna tveggja var samþykkt í atkvæðagreiðslu í báðum sveitarfélögunum þann 11. nóvember 2017.
Atkvæðagreiðslunni lyktaði sem hér segir:

Sandgerðisbær
Á kjörskrá voru alls: 1.200
Atkvæði greiddu: 662, eða 55,20%
Já sögðu: 369, eða 56,10%
Nei sögðu: 289, eða 43,90%
Tiilaga um sameiningu sveitarfélaganna var samþykkt.

Sveitarfélagið Garður
Á kjörskrá voru alls 1.134
Atkvæði greiddu: 601, eða 53%
Já sögðu: 430, eða 71,50%
Nei sögðu: 171, eða 28,50%
Tiilaga um sameiningu sveitarfélaganna var samþykkt

Til máls tóku: ÓÞÓ, MSM, FS.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn þakkar samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs fyrir þeirra góðu vinnu.
3.   Sameining sveitarfélaga: nýtt sveitarfélag: stjórn til undirbúnings sbr. 122 gr. sveitarstjórnarlaga – 1711028
Fyrir fundinum liggur að skipa fulltrúa Sandgerðisbæjar í stjórn til undirbúnings sameiningu sveitarfélaganna Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs sbr. 122 gr. sveitarstjórnarlaga.

Til máls tóku: ÓÞÓ, GS, MSM.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn felur bæjarráði að afgreiða erindisbréf fyrir stjórn til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs sbr. 122 gr. sveitarstjórnarlaga.
Bæjarstjórn skipar Ólaf Þór Ólafsson, Hólmfríði Skarphéðinsdóttur og Daða Bergþórsson sem fulltrúa Sandgerðisbæjar í stjórn til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs sbr. 122 gr. sveitarstjórnarlaga.
4.   Skipan í embætti, nefndir, ráð og stjórnir, kjörnir fulltrúar 2014-2018. – 1706042
Tilkynnt er um breytingar á skipan í nefndir ráð og stjórnir hjá Sandgerðisbæ.

Til máls tók: ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
D-listi tikynnir um breytingu á skipan í atvinnu-, ferða- og menningarráð. Eydís Eiríksdóttir verður aðalmaður og Davíð Smári Árnason varamaður.
5.   Bjarg: Húsnæði: stofnframlag – 1711008
Frá 683. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 14. nóvember 2017, 4. mál (sjá 15. mál í þessari fundargerð).
Fyrir fundinum liggur tillaga Sigrúnar Árnadóttur, bæjarstjóra og Jóns Ben Einarssonar, sviðsstjóra húsnæðis-, skipulags- og byggingarmála þar sem; „ Lagt er til að bæjarstjórn veiti Bjargi húsnæðisfélagi stofnframlag til bygging 5 íbúða raðhúss og úthluti Bjargi lóð fyrir húsinu í nýju hverfi sunnan Sandgerðisvegar.”

Bæjarstjóri fór yfir málið.

Til máls tóku: SÁ, MSM, HS.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarstjóra og sviðsstjóra húsnæðis- skipulags- og byggingasviðs um 12% stofnframlag og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir fyrir hönd Sandgerðisbæjar.
Bæjarstjórn fagnar þessum áfanga í uppbyggingu á húsnæði í Sandgerðisbæ.
6.   Tjarnargata 4: Skýlið – 1706116
Frá 683. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 14. nóvember 2017, 6. mál (sjá 15. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að samningi um afnot af efri hæð Tjarnargötu 4 og leggja fyrir bæjarráð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að húsið að Tjarnargötu 4 njóti hverfisverndar í samræmi við húsakönnun og að húsið verði áfram í eigu bæjarins.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um að húsið að Tjarnargötu 4 njóti hverfisverndar í samræmi við húsakönnun og að húsið verði áfram í eigu bæjarins.
7.   Lögreglusamþykkt: sveitarfélög á Suðurnesjum – 1711004
Frá 683. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 14. nóvember 2017, 7. mál (sjá 15. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð leggur við bæjarstjórn til að Sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum verði samþykkt.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir Sameiginlega lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Samþykktin er sett með vísan í reglugerð um lögreglusamþykktir nr. 1127/2007 og 1. gr. laga nr. 36/1988 um lögreglusamþykktir.
8.   Stígamót: fjárbeiðni fyrir árið 2018 – 1710034
Frá 683. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 14. nóvember 2017, 8. mál (sjá 15. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Sandgerðisbær leggi kr. 50.000 til starfsemi Stígamóta.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um að Sandgerðisbær leggi kr. 50.000 til starfsemi Stígamóta.
9.   Náttúrustofa Suðvesturlands: samningur Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Sandgerðisbæjar – 1711017
Frá 684. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 28. nóvember 2017, 4. mál (sjá 16. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð leggur til að gildistími samnings Sandgerðisbæjar við Náttúrustofu Suðvesturlands verði framlengdur til ársloka 2018.

Til máls tóku: HS, FS.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um að gildistími samnings Sandgerðisbæjar við Náttúrustofu Suðvesturlands verði framlengdur til ársloka 2018.
10.   Grunnskólinn í Sandgerði: kynningar: auglýsingar: gjafir: reglur – 1711005
Frá 684. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 28. nóvember 2017, 5. mál (sjá 16. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Reglur um kynningar, auglýsingar og gjafir í Grunnskólanum í Sandgerði verði samþykktar.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn staðfestir Reglur um kynningar, auglýsingar og gjafir í Grunnskólanum í Sandgerði.
11.   CareOn heimaþjónustukerfi – 1711023
Frá 684. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 28. nóvember 2017, 6. mál (sjá 16. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að taka upp CareOn kerfið um heimaþjónustu og hefja innleiðingu þess.

Til máls tók: FS.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir að taka upp CareOn kerfið um heimaþjónustu og hefja innleiðingu þess hjá félagsþjónustu.
12.   Kjörstjórn: Fundir haldnir 13. október, 27. október, 8. nóvember og 10. nóvember 2017 – 1711006
Fundargerð kjörstjórnar Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram föstudaginn 13. október 2017.
Fundargerð kjörstjórnar Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram föstudaginn 17. október 2017.
Fundargerð kjörstjórnar Sandgerðisbæjar með kjörstjórn Sveitarfélagsins Garðs. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 8. nóvember 2017.
Fundargerð kjörstjórnar Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram föstudaginn 10. nóvember 2017.
Afgreiðsla:
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
13.   Fræðsluráð: 310. fundur – 1706312
Fundargerð 310. fundar fræðsluráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram mánudaginn 13. nóvember 2017.

9. mál: Önnur mál – Skólastjórnendur fóru yfir reglur um kynningar, auglýsingar og gjafir til barna Grunnskólans í Sandgerði. Sjá 10. mál í þessari fundargerð.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.
14.   Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga: 133. og 134. fundir – 1706326
Fundargerð 133. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 16. nóvember 2017.
Fundargerð 134. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 16. nóvember 2017.
2. mál: 1711012 – CareON. Sjá 11. mál í þessari fundargerð.
Afgreiðsla:
Fundargerðir staðfestar samhljóða.
15.   Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 683. fundur – 1706323
Fundargerð 683. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 14. nóvember 2017.

4. mál: Bjarg: Húsnæði: stofnframlag – 1711008. Sjá 5. mál í þessari fundargerð.
5. mál: Meðhöndlun úrgangs: sameiginleg svæðisáætlun – 1711009.
Bæjarstjórn staðfestir skipan Einars Friðriks Brynjólfssonar sem fulltrúa Sandgerðisbæjar í samráðsnefnd.
6. mál: Tjarnargata 4: Skýlið – 1706116. Sjá 6. mál í þessari fundargerð.
7. mál: Lögreglusamþykkt: sveitarfélög á Suðurnesjum. – 1711004. Sjá 7. mál í þessari fundargerð.
8. mál: Stígamót: fjárbeiðni fyrir árið 2018 – 1710034. Sjá 8. mál í þessari fundargerð.

Til máls tóku:

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.
16.   Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 684. fundur – 1706323
Fundargerð 684. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 28. nóvember 2017.

1. mál: Sameining sveitarfélaga – 1707003. Sjá 2. mál í þessari fundargerð
2. mál: Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018-2021: seinni umræða – 1707006. Sjá 1. mál í þessari fundargerð.
4. mál: Náttúrustofa Suðvesturlands: samningur – 1711017. Sjá 9. mál í þessari fundargerð.
5. mál: Grunnskólinn í Sandgerði: reglur um gjafir – 1711005. Sjá 10. mál í þessari fundargerð.
6. mál: CareOn heimaþjónustukerfi – 1711023. Sjá 11. mál í þessari fundargerð.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.
17.   Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar: 384. fundur – 1708016
Fundargerð 384. fundar bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 7. nóvember 2017.
3. mál: Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018-2021: fyrri umræða. – 1707006. Sjá 1. mál í þessari fundargerð.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar
 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:55

Ólafur Þór Ólafsson sign
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign
Fríða Stefánsdóttir sign
Guðmundur Skúlason sign
Daði Bergþórsson sign
Magnús S. Magnússon sign
Sigrún Árnadóttir sing