384. fundur bæjarstjórnar

Home/bæjarstjórn/384. fundur bæjarstjórnar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

384. fundur
bæjarstjórnar,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
12. október 2017 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Ólafur Þór Ólafsson forseti, Sigursveinn B. Jónsson, Fríða Stefánsdóttir, Guðmundur Skúlason, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon, Elín Björg Gissurardóttir í forföllum Hólmfríðar Skarphéðinsdóttur og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018-2021: ákvörðun um útsvarshlutfall – 1707006
Frá 680. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar 10. október 2017, 2. mál. Fyrir fundinum liggur tillaga um útsvarshlutfall árið 2018. Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Til máls tók: SÁ
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir að útsvarshlutfall á árinu 2018 skuli vera 14,52%

2. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: fjárhagsáætlun 2018 – 1710031
Frá 681. fundi bæjarráðs þriðjudaginn 24. október 2017, 2. mál. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Fjárhagsáætlun Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fyrir árið 2018 verði samþykkt. Fyrir fundinum liggur Fjárhagsáætlun Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fyrir árið 2018. Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Til máls tók: SÁ.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir Fjárhagsáætlun Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fyrir árið 2018 samhljóða.

3. Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018-2021: fyrri umræða. – 1707006
Frá 682. fundi bæjarráðs þriðjudaginn 31. október 2017, 1. mál. Vísað til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn 7. nóvember 2017.
Fyrir fundinum liggja: Sandgerðisbær: Drög að fjárhagsáætlun 2018-2021. Fjögurra ára áætlun 2019-2022 Gjaldskrá 2018 Sandgerðisbæjar: lokaeintak. Gjaldskrá Sandgerðishafnar 2018: lokaeintak. Starfsáætlanir 2018. Fjárhagsáætlun 2018-2021/2022 Greinargerð við fyrri umræðu. Bæjarstjóri fór yfir greinargerð með Fjárhagsáætlun 2018-2021/2022. Til máls tóku: SÁ, MSM, ÓÞÓ, FS.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn vísar Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018-2021/2022 til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn 5. desember 2018.

4. Öldungaráð Suðurnesja: beiðni um styrk – 1710026
Frá 681. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 24. október 2017, 9. mál. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði styrkur að upphæð kr. 50.000,-
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir að veita Öldungaráði Suðurnesja styrk að upphæð kr. 50.000,-

5. Miðnesheiði: samstarf Sandgerðisbæjar, Garðs og Reykjanesbæjar um skipulag og uppbyggingu – 1708006
Frá 682. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 31. október 2017, 3. mál. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Verkefnaáætlun um uppbyggingu atvinnuþróunarsvæðis: samstarf sveitarfélaganna þriggja og ríkisins verði samþykkt. Bæjarráð leggur til að Ólafi Þór Ólafssyni forseta bæjarstjórnar og Sigrúnu Árnadóttur bæjarstjóra verði falið að vera fulltrúar Sandgerðisbæjar í verkefninu. Til máls tók: ÓÞÓ.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir Verkefnaáætlun um uppbyggingu atvinnuþróunarsvæðis: samstarf sveitarfélaganna þriggja og ríkisins samhljóða. Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um að Ólafi Þór Ólafssyni forseta bæjarstjórnar og Sigrúnu Árnadóttur bæjarstjóra verði falið að vera fulltrúar Sandgerðisbæjar í verkefninu.

6. Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga: fundargerð 132. fundar – 1706326
Fundargerð 132. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 19. október 2017.
Afgreiðsla: Fundagreð staðfest samhljóða.

7. Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráð: 39. fundur – 1706325
Fundargerð 39. fundar frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 4. október 2017.
2. mál: 1709018 – Ósk um viðbótarstyrk, Barna- og unglingaráð Reynis. FFJ leggur til við bæjarstjórn að gert verði ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun 2018. Afgreiðsla: Vísað til vinnslu fjárhagsáætlunar. Til máls tók: ÓÞÓ
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

8. Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 680. fundur – 1706323
Fundargerð 680. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 10. október 2017. 2. mál: Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018-2021: tillaga um útsvarshlutfall. Sjá 1. mál í þessari fundargerð. Til máls tók: ÓÞÓ.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

9. Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 681. fundur – 1706323
Fundargerð 681. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 24. október 2017. 2. mál: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: fjárhagsáætlun 2018. Sjá 2. mál í þessari fundargerð. 15. mál: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: 41. aðalfundur – 1706236. Í kjölfar bilunar í flutningskerfi Landsnets sunnudagskvöldið 5. nóv sl. ítrekar bæjarstjórn Sandgerðisbæjar bókun sem gerð var á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2016 en þar var skorað á ráðherra að beita sér fyrir öryggi í raforkumálum á Suðurnesjum. Mikilvægt er að Suðurnesjalína 2 verði reist sem fyrst. Flutningsgeta núverandi línu er fullnýtt og hamlar núverandi kerfi uppbyggingu á svæðinu. Suðurnesjalína 1 er eina tenging Reykjanesskagans við meginflutningskerfi Landsnets og hafa bilanir á henni valdið straumleysi. Það er ekki ásættanlegt m.a. með tlliti til þess að eini alþjóðlegi flugvöllur landsins er staðsettur á Suðurnesjum. Mikið álag veldur enn frekari hættu á truflunum á raforkuflutningum sem og getur valdið tjóni hjá notendum. Það er brýnt hagsmunamál íbúa og atvinnulífs á Suðurnesjum að flutningskerfi raforku verði styrkt sem fyrst. Til máls tók: ÓÞÓ.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

10. Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 682. fundur – 1706323
Fundargerð 682. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar – aukafundur. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 31. október 2017. 3. mál: Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018-2022. Sjá 3. mál í þessari fundargerð.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

11. Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar: 383. fundur – 1708016
Fundargerð 680. fundar bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 3. október 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00
Ólafur Þór Ólafsson sign.
Sigursveinn B. Jónsson sign.
Fríða Stefánsdóttir sign.
Guðmundur Skúlason sign.
Daði Bergþórsson sign.
Magnús Sigfús Magnússon sign.
Elín Björg Gissurardóttir sign.
Sigrún Árnadóttir sign.