383. fundur bæjarstjórnar

Home/bæjarstjórn/383. fundur bæjarstjórnar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

383. fundur
bæjarstjórnar,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
3. október 2017 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Ólafur Þór Ólafsson forseti, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Sigursveinn B. Jónsson, Fríða Stefánsdóttir, Guðmundur Skúlason, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson

Dagskrá:
1. Sameining sveitarfélaga: kosning 11. nóvember, kjörskrárstofn – 1707003
Frá 382. fundi bæjarstjórnar 5. september. sl. “Sameining sveitarfélaga: seinni umræða”. “Með vísan til 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga hafa farið fram tvær umræður í bæjarstjórn án atkvæðagreiðslu um álit samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar. Samkvæmt 3. mgr. 119. gr. skal fara fram atkvæðagreiðsla um tillögu að sameiningu meðal íbúa sveitarfélaganna og fer hún fram laugardaginn 11. nóvember 2017. …” Til máls tók: SÁ.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn felur bæjarráði að staðfesta kjörskrárstofn Þjóðskrár Íslands sem kjörskrá vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaganna Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs sem fram fara laugardaginn 11. nóvember 2017.

2. Alþingiskosningar 2017 – 1709014
Erindi Þjóðskrár Íslands, dags. 20. september 2017 vegna Alþingiskosninga þann 28. október nk. Upplýsingar um meðferð kjörskrárstofna vegna alþingiskosninga 28. október 2017. Samkvæmt a lið 1. mgr. 23 gr. laga um kosningar til Alþingis er viðmiðunardagur kjörskrárstofns 5 vikum fyrir kjördag sem þýðir að viðmiðunardagur að þessu sinni var laugardagurinn 23. september. Stefnt er að því að kjörskrárstofn verði tilbúinn til afhendingar í lok þessarar viku. Hvert sveitarfélag fær þrjú eintök. Kjörskrá skal liggja fram á skrifstofu sveitarfélags eða öðrum hentugum stað á almennum skrifstofutíma til kjördags. Til máls tóku: SÁ, HS.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn felur bæjarráði að staðfesta kjörskrárstofn Þjóðskrár Íslands sem kjörskrá vegna alþingiskosninganna sem fram fara laugardaginn 28. október 2017.

3. Skipan í embætti, nefndir, ráð og stjórnir – 1706042
Tikynnt er um breytingar á skipan í nefndir ráð og stjórnir hjá Sandgerðisbæ.
B- listi tilkynnir um breytingu á skipan í fræðsluráð. Hjördís Ýr Hjartardóttir víkur sæti sem fulltrúi í ráðinu og Lóa Björg Gestsdóttir tekur sæti hennar í ráðinu.
B- listi tilkynnir um breytingu á skipan í fjölskyldu- og velferðarnefnd. María Jóna Jónsdóttir víkur sæti sem fulltrúi í nefndinni og Hulda Ósk Jónsdóttir tekur sæti hennar í ráðinu. Hjördís Ýr Hjartardóttir tekur sæti sem fyrsti varamaður í fjölskyldu- og velferðarnefnd.
H- listi tilkynnir um breytingu á skipan í umhverfisráð. Björgvin Guðmundsson tekur sæti sem aðalmaður í ráðinu og Ragnar Veigar Helgason tekur sæti sem varamaður.
H- listi tilkynnir um breytingu á skipan áheyrnarfulltrúa í fræðsluráði. Svavar Grétarsson tekur sæti sem aðalmaður í ráðinu og Andrea Bára Andrésdóttir tekur sæti sem varamaður.
S- listi tilkynnir um breytingu á skipan í atvinnu- ferða- og menningarráð. Andri Þór Ólafsson víkur sæti sem aðalfulltrúi í ráðinu og Jónas Ingason tekur sæti hans. Andri Þór Ólafsson tekur sæti sem varamaður í ráðinu.
S- listi tilkynnir um breytingu á skipan í fræðsluráð. Þjóðbjörg Gunnarsdóttir tekur sæti sem aðalmaður og Sverrir Rúts Sverrisson tekur sæti sem varamaður.

4. Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2017-2020: viðaukar – 1706313
Frá 679. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar.
Fyrir fundinum liggja viðaukar við fjárhagsáætlun 2017:
Viðauki 4 Samningur við BS.
Viðauki 5 Fræðslu og uppeldismál.
Viðauki 6 Þreknámskeið í íþróttamiðstöð.
Viðauki 7 Hreinsunarátak.
Viðauki 8 Jöfnunarsjóður.
Viðauki 9 Breytingar samfara útkomuspá.
Viðauki 10 Breytingar milli deilda, launa og annars rekstarkostnaðar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fram lagðir viðaukar við fjárhagsáætlun 2017 verði samþykktir.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn staðfestir viðauka nr. 4, 5, 6, 7, 8, 9 og 10 við fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2017.

5. Sandgerðishöfn: Skýrsla um stöðu og framtíð. – 1706065
Frá 13. fundi hafnarráðs Sandgerðishafnar (sjá 8. mál í þessari fundargerð).
Hafnarráð leggur til að ráðist verði í frekari úttekt á starfsemi hafnarinnar, tækifærum, áhrifum starfsemi hennar á samfélagið, hvernig skjóta má styrkari stoðum undir reksturinn og horfa um leið til hinna hafnanna hér á Suðurnesjum.
Til máls tóku: SÁ, ÓÞÓ, DB, MSM, HS, SBJ.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að kalla bæjarstjóra og hafnarstjóra á Suðurnesjum saman til fundar um framtíð hafnarmála.

6. Sandgerðishöfn: suðurbryggja: stlálþil – 1708003
Frá 13. fundi hafnarráðs 19. september 2017
Hafnaráð styður þær tillögur sem fram koma í minnisblaði bæjarstjóra og fjármálastjóra um málið og afgreiðslu 678. fundar bæjarráðs í málinu.
Til máls tók: ÓÞÓ.
Afgreiðsla: Lagt fram.

7. Fræðsluráð: fundargerð 309. fundar – 1706312
Fundargerð 309. fundar fræðsluráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 13. september 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

8. Hafnarráð: fundargerð 13. fundar – 1707019
Fundargerð 13. fundar hafnarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 19. september 2017.
2. mál: Sandgerðishöfn: Skýrsla um stöðu og framtíð – 1702023 Sjá 5. mál í þessari fundargerð
6. mál: Byggðakvóti: tillögur um breytingar – 1709006
Bæjarstjórn tekur undir viðbrögð hafnarráðs Sandgerðishafnar við lokaskýrslu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um endurskoðun á framtíðarskipan byggðakvóta”, dags. 9. júní 2017 þar sem lýst er furðu á niðurstöðum skýrslunnar og þeim áhrifum sem þær kynnu að hafa á úthlutun til einstakra byggðarlaga. Einnig undrast hafnaráð að engum gestum frá Suðurnesjum eða úr Suðurkjördæmi skuli hafa verið boðið á fundi starfshópsins sem fékk til sín fjölmarga gesti.
Til máls tók: ÓÞÓ.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

9. Atvinnu-, ferða- og menningarráð: 17. fundur – 1706066
Fundargerð 17. fundar atvinnu- ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar.
Fundurinn fór fram miðvikudaginn 27. september 2017.
1. mál: Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018-2021 – 1707006 Vísað til vinnslu fjárhagsáætlunar í bæjarráði.
2. mál: Sandgerðisdagar 2017 – 1706245 Ábendingum atvinnu- ferða- og menningarráðs er vísað til gerðar skýrslu um
Sandgerðisdaga 2017.
3. mál: Jól og áramót 2018 – 1709011 Málinu var vísað til umfjöllunar í bæjarráði.
Til máls tóku: ÓÞÓ, SÁ, MSM, FS, HS, GS, DB, SBJ.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

10. Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga: 131. fundur – 1706326
Fundargerð 131. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga. Fundurinn fór fram
fimmtudaginn 21. september 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

11. Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 678. fundur – 1706323
Fundargerð 678. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 12. september 2017.
2. mál: Sandgerðishöfn: lög um framlög ríkisins vegna viðhalds – 1706065 Sjá 6. mál í þessari fundargerð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að unnið verði samkvæmt fram lögðu minnisblaði um tilfærslu lána og bæjarstjóra er falið að vinna að öðru leyti samkvæmt minnisblaðinu.
6. mál Samband íslenskra sveitarfélaga: lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila: fullnaðaruppgjör – 1709003.
Bæjarstjóra er falið umboð til að ganga frá málinu fyrir hönd Sandgerðisbæjar.
Til máls tóku: ÓÞÓ, SÁ, MSM.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

12. Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 679. fundur – 1706323
Fundargerð 679. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 26. september 2017.
2. mál: Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2017-2018: viðaukar.
Sjá 4. mál í þessari fundargerð.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

13. Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar: 382. fundur – 1708016
Fundargerð 382. fundar bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 5. september 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00
Ólafur Þór Ólafsson sign
Sigursveinn B. Jónsson sign
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign
Fríða Stefánsdóttir sign
Guðmundur Skúlason sign
Daði Bergþórsson sign
Magnús S. Magnússon sign
Sigrún Árnadóttir Sign