381. fundur bæjarstjórnar

Home/bæjarstjórn/381. fundur bæjarstjórnar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

381. fundur
bæjarstjórnar,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
29. ágúst 2017 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu:
Fríða Stefánsdóttir varaforseti, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Guðmundur Skúlason, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon, Kristinn Halldórsson og Sæunn Guðjónsdóttir í forföllum Ólafs Þórs Ólafssonar og Sigursveins Bjarna Jónssonar og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jóna María Viktorsdóttir

Aukafundur

Dagskrá:
1. 1707003 Sameining sveitarfélaga: fyrri umræða

Samstarfsnefnd hefur skilað áliti sínu til bæjarstjórnanna með skilabréfi og greinargerð um störf nefndarinnar dags. 17. ágúst 2017. Greinargerðinni fylgja eftirtalin gögn: Skýrsla KPMG sem unnin var að beiðni samstarfsnefndar; Sameining sveitarfélaga, sviðsmyndir um mögulega framtíðarskipan sveitarfélaganna. Tillaga um atkvæðaseðil vegna atkvæðagreiðslu íbúanna um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna. Tillaga að auglýsingu í Lögbirtingarblaði og fjölmiðlum um atkvæðagreiðsluna. Samstarfsnefndin kom saman á fjórum bókuðum fundum og hafa fundargerðir nefndarinnar komið til umfjöllunar í bæjarráðum sveitarfélaganna. Samstarfsnefnd leggur til að atkvæðagreiðsla meðal íbúa um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna fari fram laugardaginn 11. nóvember 2017. Kynning á tillögunni byggi á efni framangreindrar skýrslu KPMG.

Til máls tóku: SÁ, DB, HS, MSM, FS.

Afgreiðsla: Bæjarstjórn vísar málinu til seinni umræðu í bæjarstjórn sbr. 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16.20

Fríða Stefánsdóttir sign
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign
Guðmundur Skúlason sign
Daði Bergþórsson sign
Magnús Sigfús Magnússon sign
Kristinn Halldórsson sign
Sæunn Guðjónsóttir sign
Sigrún Árnadóttir sign