38. fundur Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs

Home/Frístunda-, forvarna-, jafnréttis/38. fundur Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs

38. fundur
Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 30. maí 2017 og hófst hann kl. 18:00

Fundinn sátu:
Þorgeir Karl Gunnarsson (B), Gyða Björk Guðjónsdóttir (D), Andrea Dögg Færseth áheyrnarfulltrúi(H), Ástrós Jónsdóttir formaður (S) og Rut Sigurðardóttir starfsmaður.
Thelma S. Fuglö Hlöðversdóttir, Gréta Ágústsdóttir og Björn Ingvar Björnsson boðuðu forföll.
Fundargerð ritaði: Rut Sigurðardóttir, frístunda- og forvarnafulltrúi.

Dagskrá:

1. 1612110 – Viðurkenning FJJ á Íþróttamanni ársins 2016
Við afhendingu viðurkenningar Íþróttamanns ársins 2016 þá ákvað ráðið að veita Guðjóni Ólafssyni viðurkennigu Frístunda-forvarna og jafnréttisráðs fyrir störf sín að íþrótta- og æskulýðsmálum í Sandgerði.

Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar

2. 1704003 – Æskulýðsráð: stefnumótun
Mennta- og menningarmálaráðuneytið- Æskulýðsráð hefur sent frá sér Stefnumótun í æskulýðsmálum 2014-2018, tillögur um aðgerðir um framkvæmd stefnumótunar og Ábygð aðila sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga.

Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

3. 1705025 – Ný leiktæki í Sandgerði
Bæjarráð hefur ákveðið að settur verði niður hjólabrettagarður og hoppudýna í Sandgerði sumarið 2017 eftir góða og lýðræðislega undirbúningsvinnu hjá Ungmennaráði Sandgerðis. Málið kynnt frekar.

Afgreiðsla: FFJ lýsir yfir ánægju sinni með framtakið og hrósar Ungmennaráði Sandgerðisbæjar fyrir frábæra vinnu.

4. 1705010 – Sumarstörf og námskeið 2017
Farið var yfir dagskrá sumarsins í sumarstörfum og framboði á námskeiðum.

Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar

5. 1506072 – Samstarfssamningur við Golfklúbb Sandgerðis
Samstarfssamningur milli Sandgerðisbæjar og Golfklúbbs Sandgerðis sem gildir til lok árs 2018.

Afgreiðsla: lagt fram til kynningar.

6. 1703082 – Ungmennaráð Sandgerðisbæjar 2017, Fundagerðir 2017
Fundagerð 7. fundar Ungmennaráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 8. mars. Afgreiðsla: Fundagerð lög fram til kynningar.

Fundagerð 8. fundar Ungmennaráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 26. apríl. Afgreiðsla: Fundagerð lög fram til kynningar.

Fundagerð 9. fundar Ungmennaráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 10. maí. Afgreiðsla: Fundagerð lög fram til kynningar.

7. 1701073 – Forvarnahópurinn Sunna: Fundargerðir 2017
Fundagerð Forvarnahópsins Sunnu.Fundurinn fór fram 16. janúar 2017. Afgreiðsla: Fundagerð lögð fram til kynningar.

Fundagerð Forvarnahópsins Sunnu. Fundurinn fór fram 13. febrúar 2017. Afgreiðsla: Fundagerð lögð fram til kynningar.

Fundagerð Forvarnahópsins Sunnu. Fundurinn fór fram 13. mars 2017. Afgreiðsla: Fundagerð lögð fram til kynningar.

Fundagerð Forvarnahópsins Sunnu. Fundurinn fór fram 15. maí 2017. Afgreiðsla: Fundagerð lögð fram til kynningar.

8. 1701072 – Samsuð fundargerðir 2017
Fundagerð Samsuð. Fundurinn fór fram 10. janúar 2017. Afgreiðsla: Fundagerð lögð fram til kynningar.

Fundagerð Samsuð. Fundurinn fór fram 7. febrúar 2017. Afgreiðsla: Fundagerð lögð fram til kynningar.

Fundagerð Samsuð. Fundurinn fór fram 21. mars 2017. Afgreiðsla: Fundagerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50

Þorgeir Karl Gunnarsson sign.
Gyða B. Guðjónsdóttir sign.
Ástrós Jónsdóttir sign.
Andrea Dögg Færseth sign.