379. fundur bæjarstjórnar

Home/bæjarstjórn/379. fundur bæjarstjórnar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

379. fundur
bæjarstjórnar,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
miðvikudaginn 7. júní 2017 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Ólafur Þór Ólafsson forseti, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Sigursveinn B. Jónsson, Fríða Stefánsdóttir, Guðmundur Skúlason, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.

Dagskrá:
1. 1605033 – Bæjarstjórn: kjör forseta bæjarstjórnar
Kjör um forseta bæjarstjórnar sbr. 7. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Sandgerðisbæjar nr. 813/2013. Fram kom tillaga frá meirihluta S- og D-lista um Ólaf Þór Ólafsson sem forseta bæjarstjórnar. Til máls tók: ÓÞÓ.
Afgreiðsla: Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum S- og D-lista, fulltrúar B- og H-lista sátu hjá.

2. 1605033 – Bæjarstjórn: kjör fyrsta og annars varaforseta
Kjör um fyrsta og annan varaforseta bæjarstjórnar sbr. 7. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Sandgerðisbæjar nr. 813/2013. Fram kom tillaga frá meirihluta S- og D-lista um Fríðu Stefánsdóttur sem fyrsta varaforseta og Hólmfríði Skarphéðinsdóttur sem annan varaforseta. Til máls tók: ÓÞÓ.
Afgreiðsla: Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum S- og D-lista, fulltrúar B- og H-lista sátu hjá.

3. 1605033 – Bæjarráð: kosning í ráðið
Kosning í bæjarráð sbr. 27. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Sandgerðisbæjar nr. 813/2013. Eftirtaldir listar komu fram: Frá S-lista og D-lista: 1. Hólmfríður Skarphéðinsdóttir D-lista. 2. Fríða Stefánsdóttir S-lista. 3. Elín Björg Gissurardóttir D-lista. 4. Ólafur Þór Ólafsson S-lista. Í samræmi við 3. mgr. 47. gr. sveitarstjórnalaga nr. 138/2011 munu varamenn á listanum, sem eru þar fulltrúar sama flokks eða framboðslista og sá aðalmaður í nefnd sem um ræðir, taka sæti hans í nefndinni í þeirri röð sem þeir voru kosnir án tillits til þess hvar þeir annars eru í röð varamanna. Frá B-lista: 1. Daði Bergþórsson. 2. Guðmundur Skúlason. Frá H-lista: 1. Magnús Sigfús Magnússon. 2. Svavar Grétarsson. Til máls tók: ÓÞÓ.
Afgreiðsla: Bæjarráð skipa Hólmfríður Skarphéðinsdóttir (D), Fríða Stefánsdóttir (S) og Daði Bergþórsson (B). Varamenn eru Elín Björg Gissurardóttir (D), Ólafur Þór Ólafsson (S) og Guðmundur Skúlason (B). H-listinn tilnefnir Magnús S. Magnússon sem aðaláheyrnarfulltrúa í bæjarráði og Svavar Grétarsson sem varaáheyrnarfulltrúa.

4. 1605033 – Bæjarráð: kosning formanns
Kosning um formann bæjarráðs sbr. 27. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Sandgerðisbæjar nr. 813/2013. Lögð var fram tillaga S- og D-lista um að Hólmfríður Skarphéðinsdóttir verði formaður ráðsins. Til máls tók: ÓÞÓ.
Afgreiðsla: Tillagan er samþykkt með 4 atkvæðum S- og D-lista. Fulltrúar B- og Hlista sitja hjá.

5. 1605033 – Bæjarráð: kosning varaformanns
Kosning um varaformann bæjarráðs sbr. 27. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Sandgerðisbæjar nr. 813/2013. Lögð var fram tillaga S- og D-lista um að Fríða Stefánsdóttir verði varaformaður ráðsins. Til máls tók: ÓÞÓ.
Afgreiðsla: Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum S- og D-lista. Fulltrúar B- og H-lista sátu hjá.

6. 1605031 – Sameining sveitarfélaga: skil starfshóps
Fyrir fundinum liggur lokaskýrsla KPMG vegna úttektar á kostum og göllum sameiningar sveitarfélaganna Sandgerðis og Garðs, skilabréf
stýrihóps um sameiningu og fundargerð 9. fundar stýrihóps um sameiningu miðvikudaginn 24. maí 2017. Einnig tillaga stýrihóps um sameiningu frá 9. fundi hópsins. Til máls tóku: ÓÞÓ, SBJ, DB, FS, HS, MSM, GS.
Afgreiðsla:Bæjarstjórn samþykkir, skv. 1. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga, að skipuð verði samstarfsnefnd Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs til þess að kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaganna. Samstarfsnefnd verði skipuð þremur fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi og skal skila tillögum sínum til sveitarstjórnanna fyrir 30. júlí nk. Bæjarstjórn skipar Ólaf Þór Ólafsson, Daða Bergþórsson og Sigrúnu Árnadóttur í samstarfsnefnd Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs sem kanna á möguleika á sameiningu sveitarfélagnna.

7. 1705003 – Sorpeyðingarstöð Suðurnesja: flokkun heimilisúrgangs
Frá 669. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 9. maí 2017, 2. mál (sjá 25. mál í þessari fundargerð). Frá 79. fundi umhverfisráðs Sandgerðisbæjar fimmtudaginn 18. maí 2017, 1. mál (sjá 23. mál í þessari fundargerð). Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði að tillögu stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja um að tekið verði upp tveggja tunnu kerfi. Til máls tóku: SÁ, FS.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir tillögu stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja um að tekið verði upp tveggja tunnu kerfi og óskar jafnframt eftir svörum við þeim spurningum sem fram koma í fundargerð Umhverfisráðs.

8. 1704013 – Sandgerðisbær: samstarfssamningar 2017
Frá 669. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 9. maí 2017, 3. mál (sjá 25. mál í þessari fundargerð). Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samstarfssamningur við Golfklúbb Sandgerðis verði staðfestur.
Afgreiðsla: Tillaga bæjarráðs um staðfestingu samstarfssamnings við Golfklúbb Sandgerðis er samþykkt samhljóða.

9. 1612046 – Þjónustusamningur: fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar
Frá 669. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 9. maí 2017, 4. mál (sjá 25. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að undirbúningur að endunýjun þjónustusamnings við fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar verði hafinn.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ganga til samninga við fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar um nýjan þjónustusamning.

10. 1701018 – Sandgerðisbær: húsnæðisáætlun
Frá 671. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 23. maí 2017, 1. mál (sjá 27. mál í þessari fundargerð). Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að drög að Húsnæðisáætlun Sandgerðisbæjar verði samþykkt. Til máls tók: SÁ.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn vísar afgreiðslu Húsnæðisáætlunar Sandgerðisbæjar 2017- 2025 til bæjarráðs til afgreiðslu.

11. 1705017 – Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar: laun
Frá 671. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 23. maí 2017, 2. mál (sjá 27. mál í þessari fundargerð). Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu í bæjarstjórn. Til máls tóku: ÓÞÓ, DB, MSM, SBJ, FS, HS, SÁ, GS.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykktum um starfskjör kjörinna fulltrúa hjá Sandgerðisbæ með 6 atkvæðum B-, D-, H- og S- lista. Daði Berþórsson fulltrúi B- lista situr hjá.

12. 1705023 – Endurskoðun og reikningshald hjá Sandgerðisbæ: ákvörðun um endurskoðendur
Frá 671. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 23. maí 2017, 3. mál (sjá 27. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að efnt verði til útboðs á endurskoðun fyrir Sandgerðisbæ. Til máls tóku: SÁ, MSM, GS.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykir að samningur við Deloitte um endurskoðun verði framlengdur um eitt ár.

13. 1608134 – Fjárfestingaáætlun 2017: staðan
Frá 671. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 23.maí 2017, 4. mál (sjá 27. mál í þessari fundargerð). Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði upsetning hjólabrettabrautar og hoppidýnu á lóð Grunnskólans í Sandgerði. Til máls tók: SÁ.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir samhljóða uppsetningu hjólabrettapalla og hoppidýnu á lóð Grunnskólans í Sandgerði.

14. 1705016 – Skipulagsmál: aukafjárveiting
Frá 671. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 23. maí 2017, 5. mál (sjá 27. mál í þessari fundargerð). Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veitt verði 5 mkr. aukfjárframlag til kaupa á þjónustu við byggingar- og skipulagsmál.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að veitt verði aukfjárframlag til kaupa á þjónustu við byggingar- og skipulagsmál og að gerður verði viðauki þar um.

15. 1703098 – Deiliskipulag:Hólahverfi:Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Frá 491. fundi húsnæðis- skipulags- og byggingaráðs Sandgerðisbæjar miðvikudaginn 24 .maí 2017, 5. mál (sjá 19. mál í þessari fundargerð).
Afgreiðsla: Ráðið samþykkir tillögu að breytingu deiliskipulags af Hólahverfi.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn staðfestir tillögu húsnæðis- skipulags- og byggingaráðs Sandgerðisbæjar að breytingu deiliskipulags Hólahverfis þannig að raðhúsalóðunum Ásabraut 43-47 og 49-53 er breytt úr þriggja íbúða raðhúsalengjum í fjögurra íbúða raðhúsalengjur.
Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa breytingartillögu á deiliskipulagi Hólaverfis.

16. 1703099 – Deiliskipulag:Íbúðarsvæði við Lækjamót:Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Frá 491. fundi húsnæðis- skipulags- og byggingaráðs Sandgerðisbæjar miðvikudaginn 24. maí 2017, 5. mál (sjá 19. mál í þessari fundargerð).
Ráðið samþykkir tillögu að breytingu deiliskipulags af íbúðarsvæði við Lækjamót. Til máls tók: SÁ.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn staðfestir tillögu húsnæðis- skipulags- og byggingaráðs Sandgerðisbæjar að breytingu deiliskipulags á íbúðasvæði við Lækjamót þannig að lóðir 61 og 63 eru sameinaðar lóð nr. 65 til að byggja á henni raðhúsalengju með 5 einstaklingsíbúðum fyrir fatlaða.
Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa breytingartillögu á deiliskipulagi
íbúðarsvæðis við Lækjamót.

17. 1705033 – Bæjarstjórn: sumarleyfi 2017
Forseti lagði fram tillögu um sumarleyfi bæjarstjórnar. Til máls tóku: ÓÞÓ, DB.
Afgreiðsla: Eftirfarandi tillaga forseta bæjarstjórnar var samþykkt samhljóða: “Í samræmi við 14. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 8. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Sandgerðisbæjar er lagt til að fella niður reglubundna fundi bæjarstjórnar í júlí og ágúst 2017 vegna
sumarleyfa. Í samræmi við 35. grein sveitarstjórnarlaga fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella á meðan sumarleyfi bæjarstjórnar stendur.

18. 1703107 – Sorpeyðingarstöð Suðurnesja: Sorpa: kynning á sameiningarhugmyndum
Erindi Jóns Norðfjörð framkvæmdastjóra Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja dags. 23. maí 2017 um stöðu mála varðandi
sameiningarviðræður SS og Sorpu. Stjórn SS óskar þess að bæjarstjómir á Suðurnesjum taki formlega afstöðu til málsins eins og það liggur fyrir samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu Capacent og í kynningu á málinu. Einnig er óskað svara hvort vilji er til þess hjá sveitarfélögunum að boðað verði til sameiginlegs eigendafundar þar sem málið verði yfirfarið og rætt áður en sveitarfélögin taka afstöðu.
Til máls tók: ÓÞÓ
Afgreiðsla: Bæjarstjórn frestar afgreiðslu málsins og telur rétt að haldinn verði eigendafundur vegna samningaviðræðna milli Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja og Sorpu.

19. 1702073 – Húsnæðis- skipulags- og byggingarráð Sandgerðisbæjar: 491. fundur
Fundargerð 491. fundar húsnæðis- skipulags- og byggingaráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór frammiðvikudaginn 24. maí 2017.
Dagskrá:
1. 1703098 – Deiliskipulag:Hólahverfi: Tillaga að deiliskipulagsbreytingu.
Sjá 15. mál í þessari fundargerð.
2. 1703099 – Deiliskipulag:Íbúðarsvæði við Lækjamót:Tillaga að breytingu
á deiliskipulagi. Sjá 16. mál í þessari fundargerð.
Til máls tók: DB.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

20. 1702017 – Fræðsluráð: 308. fundur
Fundargerð 308. fundar fræðsluráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 17. maí 2017
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

21. 1702021 – Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga: 127. fundur
Fundargerð 127. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga. Fundurinn fór fram
miðvikudaginn 24. maí 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

22. 1703082 – Ungmennaráð Sandgerðisbæjar: 9. fundur
Fundargerð 9. fundar ungmennaráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 10. maí 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

23. 1705032 – Umhverfisráð Sandgerðisbæjar: 79. fundur
Fundargerð 79. fundar umhverfisráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 18. maí 2017.
Dagskrá: 1. mál: 1705003 – Sorpeyðingarstöð Suðurnesja: flokkun heimilisúrgangs. Sjá 7. mál í þessari fundargerð.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

24. 1702022 – Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráð: 38. fundur
Fundargerð 38. fundar frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 30. maí 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

25. 1704004F – Bæjarráð – 669
Fundargerð 669. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 9. maí 2017.
Dagskrá: 2. mál: 1705003 – Sorpeyðingarstöð Suðurnesja: flokkun heimilisúrgangs. Sjá 7. mál í þessari fundargerð. 3. mál: 1704013 – Sandgerðisbær: samstarfssamningar 2017: Golfklúbbur Sandgerðis. Sjá 8. mál í þessari fundargerð. 4. mál: 1612046 – Þjónustusamningur: fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar. Sjá 9. mál í þessari fundargerð.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

26. 1702020 – Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 670. fundur: aukafundur
Fundargerð 670. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram mánudaginn 15. maí 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

27. 1702020 – Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 671. fundur
Fundargerð 671. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 23. maí 2017.
Dagskrá: 1. mál: 1701018 – Sandgerðisbær: Húsnæðisáætlun. Sjá 10. mál í þessari fundargerð.
2. mál: 1705017 – Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar: laun. Sjá 11. mál í þessari fundargerð.
3. mál: 1705023 – Endurskoðun og reikningshald hjá Sandgerðisbæ: ákvörðun um endurskoðendur. Sjá 12. mál í þessari fundargerð.
4. mál: 1608134 – Fjárfestingaáætlun 2017: staðan. Sjá 13. mál í þessari fundargerð.
5. mál: 1705016 – Starfsmannamál: aukafjárframlag til ráðningar í skipulags- og byggingarmálum. Sjá 14. mál í þessari fundargerð.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

28. 1702025 – Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar: 378. fundur
Fundargerð 378. fundar bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 2. maí 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:20
Ólafur Þór Ólafsson sign
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign
Sigursveinn B. Jónsson sign
Fríða Stefánsdóttir sign
Guðmundur Skúlason sign
Daði Bergþórsson sign
Magnús S. Magnússon sign
Sigrún Árnadóttir sign