378. fundur bæjarstjórnar

Home/bæjarstjórn/378. fundur bæjarstjórnar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

378. fundur
bæjarstjórnar,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 2. maí 2017 og hófst hann kl. 17:00

 

Fundinn sátu:
Ólafur Þór Ólafsson forseti, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Sigursveinn B. Jónsson, Fríða Stefánsdóttir, Guðmundur Skúlason, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Jóna María Viktorsdóttir.

Gestir fundarins voru Sunneva Ósk Þóroddsdóttir, Salka Lind Reinhardsdóttir, Ólafur Fannar Þórhallsson og Grétar Karlsson fulltrúar úr Ungmennaráði Sandgerðisbæjar.

Dagskrá:

1. 1703094 – Ársreikningur Sandgerðisbæjar 2016: seinni umræða
Frá 377. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 4. apríl 2017, 1. mál, sjá 14. mál í þessari fundargerð.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi Sandgerðisbæjar til seinni umræðu á næsta bæjarstjórnarfundi 2. maí 2017.

Fyrir fundinum liggja Ársreikningur Sandgerðisbæjar 2016 og Endurskoðunarskýrsla Sandgerðisbæjar 2016.
Bæjarstjóri fór yfir helstu niðurstöður: Rekstrarniðurstaða A og B hluta Sandgerðisbæjar fyrir árið 2016 er 36 millj. kr. betri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir þrátt fyrir að lífeyrisskuldbindingar hafi hækkað um 45 mkr. umfram áætlun.
Rekstrartekjur á árinu 2016 námu 1.919,4 milljón króna samkvæmt samanteknum rekstarreikningi fyrir A og B hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 1.850 milljónum króna. Rekstrartekjur A hluta námu 1.749,9 milljónum króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 1.544,5 milljónum króna.
Laun og launatengd gjöld námu um 799 milljónum króna en meðalfjöldi stöðugilda var á árinu 102.
Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstarreikningi A og B hluta var neikvæð að fjárhæð 5,8 milljónir króna en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 41,7 milljóna króna neikvæðri afkomu. Rekstarniðurstaða A hluta var neikvæð að fjárhæð 12,8 milljónum króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir neikvæðri afkomu um 69 milljónir króna.
Framlegð var rúm 15% í A og B hluta en um 11% í A hluta. Veltufé frá rekstri í A og B hluta var 244 millj. kr. sem er 42 millj. kr. umfram áætlun. Veltufjárhlutfallið hækkar milli ára úr 1,33 í 1,47.
Fjárfestingar námu 60 millj. kr. Handbært fé í árslok var 241 millj. kr.
Skuldir og skuldbindingar A og B hluta nema 3.473 millj. kr. Skuldaviðmið í árslok 2016 er tæpt 161% en var í árslok 2015 189%.
Eigið fé í árslok nam 902,8 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi en eigið fé A hluta 1.518,6 milljónum króna.
Íbúafjöldi 1. desember 2016 var 1.708 og var fjölgun um 138 einstaklinga frá fyrra ári.

Til máls tóku: HS, MSM, DB, SÁ, FS, GS, SBJ, ÓÞÓ

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða Ársreikning Sandgerðisbæjar fyrir árið 2016 og undirritar ársreikninginn því til staðfestingar.
Fyrir sex árum mótaði bæjarstjórn Sandgerðisbæjar sameiginlega stefnu um að vinna markvisst að því að lækka skuldir bæjarfélagsins, ná jafnvægi í rekstri og veita íbúum á sama tíma góða þjónustu. Með aðhaldi í rekstri og virkri fjármálastjórn auk ýmissa hagstæðra ytri þátta hefur góður árangur náðst. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins hefur styrkts jafnt og þétt eins og sjá má af því að í árslok var skuldaviðmið 161% og rekstrarniðurstaða neikvæð um 5,6 mkr. en í árslok árið 2011 var skuldaviðmið 310% og rekstrarniðurstaðan neikvæð um 447 millj. kr. Áætlað er að viðmiðum sveitarsjórnarlaga um skuldaviðmið og rekstrarjafnvægi verði náð árið 2019 sem er nokkru fyrr en langtímaáætlun frá árinu 2012 gerði ráð fyrir. Áfram verður haldið við að styrkja stöðu bæjarfélagsins.
Bæjarstjórn lýsir yfir ánægju með þann árangur sem náðst hefur í rekstri Sandgerðisbæjar og þakkar það sameiginlegu átaki allra þeirra sem að málum koma.

 
2. 1703082 – Ungmennaráð Sandgerðisbæjar 2017: helstu áherslumál
Frá 377. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 4. apríl 2017, 7. mál, sjá 11. mál og 14. mál í þessari fundargerð.
Gestir fundarins voru Sunneva Ósk Þóroddsdóttir, Salka Lind Reinhardsdóttir, Ólafur Fannar Þórhallsson og Grétar Karlsson fulltrúar úr Ungmennaráði Sandgerðisbær. Þau kynntu og fylgdu eftir áherslumálum Ungmennaráðsins.

Til máls tóku: SÓÞ, SLR, ÓFÞ, GK, HS, FS, DB, MSM, GS, SÁ, SBJ, ÓÞÓ

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn þakkar fulltrúum Ungmennaráðs Sandgerðisbæjar fyrir komuna á fundinn og þær tillögur sem frá þeim koma, tillögum ráðsins er vísað til bæjarráðs.

 
3. 1703104 – Fasteignagjöld: niðurfelling félagasamtaka
Frá 667. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 11. apríl 2017, sjá 12. mál í þessari fundargerð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindi þessara félaga verði samþykkt með fyrirvara um skil á ársreikningi og samkvæmt 2. málsgrein 5. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, 7. gr. reglugerðar um fasteignaskatt nr. 11/2005 og reglum bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts frá 10. janúar 2012.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts til Knattspyrnuflélagsins Reynis, Björgunarsveitarinar Sigurvonar, Lionsklúbbs Sandgerðis og Golfklúbbs Sandgerðis.

 
4. 1608134 – Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar: fjárfestingar 2017
Frá 667. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 11. apríl 2017, 1. mál, sjá 12. mál í þessari fundargerð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að varið verði allt að 135 mkr. til fjárfestinga og uppgreiðslu lána á árinu 2017.
Málið verður til áframhaldandi umfjöllunar og vinnslu í bæjarráði.

Fyrir fundinum liggja tillögur bæjarráðs um fjárfestingar og niðurgreiðslu skulda 2017.

Til máls tóku: DB, FS, HS, GS, ÓÞÓ, MSM, SÁ

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögur bæjarráðs um að verja kr. 135 mkr. til fjárfestinga og uppgreiðslu lána á árinu 2017 í samræmi við fyrirliggjandi tillögur bæjarráðs.

 
5. 1608134 – Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2017: viðauki 1
Frá 668. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 25. apríl 2017, 3. mál, sjá 13. mál í þessari fundargerð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn Sandgerðisbæjar að viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2017 verði samþykktur.

Bæjarstjóri fór yfir málið.

Til máls tóku: SBJ

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2017.

 
6. 1701018 – Sandgerðisbær: Húsnæðisáætlun
Frá 668. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 25. apríl 2017, 1. mál, sjá 13. mál í þessari fundargerð.
1. Bæjarráð þakkar Birni Traustasyni framkvæmdastjóra Bjargs og lýsir yfir áhuga á frekari samvinnu og samstarfi við uppbyggingu leiguíbúða í Sandgerði. Bæjarstjóra er falið að vinna áfram í málinu.
2. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að drög að reglum um stofnframlög verði staðfest.

Bæjarstjóri fór yfir málið

Til máls tóku: HS, MSM, ÓÞÓ

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn telur rétt að Sandgerðisbær verði í samstarfi við Leigufélagið Bjarg vegna uppbyggingu leiguíbúða í Sandgerði. Bæjarstjóra og bæjarráði er falið að vinna áfram í málinu og áhersla lögð á að það sé unnið hratt og vel.
Bæjarstjórn staðfestir reglur Sandgerðisbæjar um stofnframlög.

 
7. 1605034 – Sandgerðisbær: umhverfismál
Frá 668. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 25. apríl, 9. mál, sjá 13. mál í þessari fundargerð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði að þeim tillögum sem fram koma í minnisblaði umhverfis- og tækifulltrúa.

Bæjarstjóri fór yfir málið.

Til máls tóku: FS, SÁ, DB, ÓÞÓ, MSM

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn vísar málinu til umhverfisráðs til umsagnar en leggur áherslu á að hreinsunarverkefni verði unnin í maí í samræmi við framkomnar tillögur.
Afgreiðslu málsins er frestað til bæjarstjórnarfundar í júní 2017.

 
8. 1506161 – Skipan í embætti, nefndir, ráð og stjórnir: þekkingarsetur Suðurnesja
Frá 668. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 25. apríl, 11. mál, sjá 13. mál í þessari fundargerð.
S-listi og D-listi tilkynna breytingu í stjórn þekkingarseturs Suðurnesja.
Fríða Stefánsdóttir verður aðalmaður í stjórn Þekkingarseturs Suðurnesja og jafnframt formaður stjórnar, varamaður verður Ólafur Þór Ólafsson.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn staðfestir skipan Fríðu Stefánsdóttur sem aðalmanns í stjórn Þekkingarseturs Suðurnesja og jafnframt skipan hennar sem formanns stjórnar, varamaður verður Ólafur Þór Ólafsson.

 
9. 1703081 – Styrktarbeiðnir 2017: taekwondodeild Keflavíkur
Frá 668. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 25. apríl 2017, 8. mál, sjá 13. mál í þessari fundargerð.
Bæjaráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði styrkur að upphæð 100.000 krónur.

Til máls tóku: FS, DB, GS, HS, MSM, ÓÞÓ, SBJ,

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um styrk að upphæð kr. 100.000,- til taekwondodeildar Keflavíkur samhljóða. Bæjarstjórn óskar eftir að Taekvondodeildin kynni starfsemi sína fyrir ungmennum í Sandgerði.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að kanna og leggja fram upplýsingar um reglur annarra sveitarfélaga um veitingu styrkja til íþrótta- og tómstundastarfs utan sveitarfélagamarka.

 
10. 1702021 – Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga: 126. fundur
Fundargerð 126. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 26. apríl 2017.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.

 
11. 1703082 – Ungmennaráð Sandgerðisbæjar 2017: fundargerð 8. fundar
Fundargerð 8. fundar Ungmennaráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 26. apríl 2017.

2. mál: Áherslur ungmennaráðs. Sjá 2. mál í þessari fundargerð.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.

 
12. 1702020 – Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 667. fundur
Fundargerð 667. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 11. apríl 2017.

1. mál: 1608134 – Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar:fjárfestingar 2017. Sjá 4. mál í þessari fundargerð.
5. mál: 1703104 – Fasteignagjöld: niðurfelling félagasamtaka. Sjá 3. mál í þessari fundargerð.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.

 
13. 1702020 – Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 668. fundur
Fundargerð 668. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 25. apríl 2017.

1. mál: 1701018 – Sandgerðisbær: Húsnæðisáætlun 1. Kynning á starfssemi Bjargs byggingarfélags 2. Drög að reglum Sandgerðisbæjar um stofnframlög. Sjá 6. mál í þessari fundargerð.
2. mál: 1608134 – Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar: fjárfestingar 2017
3. mál: 1608134 – Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2017: viðauki 1. Sjá 5. mál í þessari fundargerð.
5. mál: 1703090 – Félag eldri borgara á Suðurnesjum: tillögur frá aðalfundi 3. mars 2017. Bæjarstjórn tekur undir þá skoðun bæjarráðs að sveitarfélögin á Suðurnesjum skulu sameiginlega stefna á uppbyggingu hjúkrunarrýma á Nesvöllum.
8. mál: 1703081 – Styrktarbeiðnir: taekwondodeild Keflavíkur. Sjá 9. mál í þessari fundargerð.
9. mál: 1605034 – Sandgerðisbær: umhverfismál. Sjá 7. mál í þessari fundargerð.
11. mál:1505081 – Skipan í embætti, nefndir, ráð og stjórnir: Þekkingarsetur Suðurnesja. Sjá 8. mál í þessari fundargerð.
14. mál: 1704010 – Fjárheimildir heilsugæslusviða heilbrigðisstofnanna árið 2017. Bæjarstjórn óskar eftir því að forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja komi á fund bæjarráðs.

Til máls tóku: ÓÞÓ, MSM, HS

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.

 
14. 1702025 – Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar: 377. fundur
Fundargerð 377. fundar bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 4. apríl 207.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21.10

 Ólafur Þór Ólafsson sign
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign
Sigursveinn B. Jónsson sign
Fríða Stefánsdóttir sign
Guðmundur Skúlason sign
Daði Bergþórsson sign
Magnús Sigfús Magnússon sign
Sigrún Árnadóttir sign