377. fundur bæjarstjórnar

Home/bæjarstjórn/377. fundur bæjarstjórnar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

377. fundur
bæjarstjórnar,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 4. apríl 2017 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Ólafur Þór Ólafsson forseti, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Sigursveinn B. Jónsson, Fríða Stefánsdóttir, Guðmundur Skúlason, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jóna María Viktorsdóttir.

Dagskrá:
1. 1703094 – Ársreikningur Sandgerðisbæjar 2016: fyrri umræða
Gestir í þessu máli voru Anna Birgitta Geirfinnsdóttir og Elísabet Þórarinsdóttir.
Drög að ársreikningi Sandgerðisbæjar fyrir árið 2016 lagður fram til fyrri umræðu. Sjá 1. mál frá 666. fundi bæjarráðs. Endurskoðandi Sandgerðisbæjar Anna Birgitta Geirfinnsdóttir frá Deloitte fór yfir reikninginn og kynnti helstu niðurstöður og lykiltölur.
Til máls tóku: HS, MSM, SÁ.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi Sandgerðisbæjar til seinni umræðu á næsta bæjarstjórnarfundi 2. maí 2017.

2. 1702057 – HS Veitur: aðalfundur 2017: hlutabréf
Frá 666. fundi bæjarráðs, sjá 3. mál. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tilboð frá HS Veitum verði samþykkt.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tilboð frá HS Veitum.

3. 1611086 – Deiliskipulag:Hólahverfi-suður:Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Frá 490. fundi húsnæðis-, skipulags- og byggingarráðs, sjá 1. mál. Fyrir fundinum liggur tillaga ráðsins að deiliskipulagsbreytingu á Hólahverfi-suður. Lóðum við Fagurhól verður skv. tillögunni breytt úr 16 parhúsalóðum í 28 raðhúsalóðir. Til máls tóku: HS, DB, SÁ, MSM. Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir með 7. greiddum atkvæðum að auglýsa breytingartillögu á deiliskipulagi Hólaverfis-suður. Daði Bergþórsson gerði grein fyrir atkvæði sínu.

4. 1702077 – Loftmyndir: kortasjá: gagnasjá
Frá 666. fundi bæjarráðs, sjá 5. mál. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerður verði samningur við Loftmyndir um loftmyndakerfi fyrir
bæjarfélagið.
Til máls tók: SÁ.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að gerður verði samningur við Loftmyndir um loftmyndakerfi fyrir bæjarfélagið og að samningurinn verði lagður fram til staðfestingar í bæjarráði.

5. 1703085 – Alþjóðlega samvinna sveitarfélaga: Evrópuverkefnið Connect
Frá 666. fundi bæjarráðs, sjá 7. mál. Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samning um þátttöku Sandgerðisbæjar í alþjóðlegu
samvinnuverkefni sveitarfélaga sem fram fer á vegum Evrópusambandsins og alþjóðasamtökum sveitarfélaga undir heitinu Connect.
Til máls tóku: SÁ, HS.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn staðfestir undirritaðan samning um þátttöku í verkefninu Connect.

6. 1703107 – Sorpeyðingarstöð Suðurnesja: Sorpa: kynning á sameiningarhugmyndum
Gestir í þessu máli voru Þröstur Sigurðsson og Snædís Helgadóttir fulltrúar Capacent, Jón Norðfjörð framkvæmdarstjóri Kölku, Birgir Bragason formaður stjórnar SS og Elín B.Gissurardóttir fulltrúi Sandgerðis í stjórn SS.
Kynntar voru viðræður milli Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja (SS) og Sorpu og hugmyndir um sameiningu stöðvanna. Þröstur Sigurðsson og
Snædís Helgadóttir fulltrúar Capacent fóru yfir úttekt sem þeim var falið að vinna um málið.
Afgreiðsla: Mál til kynningar.

7. 1703082 – Ungmennaráð 2017: 7. fundur
Fundargerð 7. fundar ungmennaráðs. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 08. mars 2017.
Til máls tók: FS.
Afgreiðsla: 4. lið vísað til bæjarráðs til umfjöllunar. Fundargerð staðfest samhljóða.

8. 1702017 – Fræðsluráð: 307. fundur
Fundargerð 307. fundar fræðsluráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram
fimmtudaginn 16. mars 2017.
Til máls tók: ÓÞÓ
Afgreiðsla: 1. 2. og 5. mál vísað til bæjarráðs til kynningar.
Fundargerð staðfest samhljóða.

9. 1702073 – Húsnæðis- skipulags- og byggingarráð Sandgerðisbæjar: 490. fundur
Fundargerð 490. fundar húsnæðis- skipulags- og byggingaráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 29. mars 2017.
1. mál – 1611086 Deiliskipulag:Hólahverfi-suður: Tillaga að deiliskipulagsbreytingu. Sjá 4. mál í þessari fundargerð.
Til máls tóku: MSM, HS
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

10. 1702021 – Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga: fundargerðir 2017
Fundargerð 125. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar,
Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 16. mars 2017.
Til máls tók: FS.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

11. 1702020 – Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 665. fundur
Fundargerð 665. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 14. mars 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

12. 1702020 – Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 666. fundur
Fundargerð 666. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 28. mars 2017.
1. mál. 1703094 – Ársreikingur Sandgerðisbæjar 2016. Sjá 1. mál í þessari fundargerð.
3. mál. 1702057 – HS Veitur: hlutabréf. Sjá 3. mál í þessari fundargerð.
5. mál. 1702077 – Loftmyndir: kortasjá: gagnasjá. Sjá 5. mál í þessari fundargerð.
7. mál. 1703085 – Alþjóðlega samvinna sveitarfélaga: Evrópuverkefnið Connect. Sjá 6. mál í þessari fundargerð.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

13. 1702025 – Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar: 376. fundur
Fundargerð 376. fundar bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 07. mars 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19.35

Ólafur Þór Ólafsson sign
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign
Sigursveinn B. Jónsson sign
Fríða Stefánsdóttir sign
Guðmundur Skúlason sign
Daði Bergþósson sign
Magnús S. Magnússon sign
Sigrún Árnadóttir sign