376. fundur bæjarstjórnar

Home/bæjarstjórn/376. fundur bæjarstjórnar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

376. fundur
bæjarstjórnar,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 7. mars 2017 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Ólafur Þór Ólafsson forseti, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Sigursveinn B. Jónsson, Fríða Stefánsdóttir, Guðmundur Skúlason, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.
Forseti óskaði heimildar fundarins til að taka 4. mál á dagskrá á undan öðrum málum þar sem fundurinn fengi gest í því máli. Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá:
1. 1702053 – Lóðir í Sandgerði: Úthlutunarskilmálar
Frá 489. fundi húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 21. febrúar 2017, 10. mál (sjá 6. mál í þessari fundargerð). Ráðið samþykkir tillögu að úthlutunarskilmálum og vísar málinu jafnframt til umfjöllunar í bæjarstjórn. Fyrir fundinum liggur tillaga húsnæðis- skipulags- og byggingaráðs Sandgerðisbæjar: Lóðir fyrir íbúðarhúsnæði – úthlutunarskilmálar. Til máls tóku: HS, ÓÞÓ, SÁ. Afgreiðsla: Tillögu húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs Sandgerðisbæjar um úthlutunarskilmála fyrir lóðir undir íbúðahúsnæði í Sandgerðisbæ er vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.

2. 1506170 – Samgönguáætlun 2015 – 2018: framlög í Hafnabótasjóð 2017
Frá 664. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 28.febrúar 2017, 2. mál (sjá 10. mál í þessari fundargerð). Bæjarráð leggur til að fjárhagsáætlun vegna endurbóta á Suðurbryggju Sandgerðishafnar verði endurskoðuð með tilliti til fyrirliggandi áætlana frá Vegagerðinni fyrir 2017 – 2018. Bæjarstjóri fór yfir málið. Til máls tóku: SÁ, HS, DB, ÓÞÓ.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir áætlun um fjármagn til viðgerða á Suðurbryggju við Sandgerðishöfn. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að vinna nýja fjárfestingaáætlun fyrir árið 2017 og leggja hana fyrir bæjarráð Sandgerðisbæjar.

3. 1702062 – Sandgerðisdagar 2017
Frá 15. fundi atvinnu- ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar miðvikudaginn 1. mars 2017, 2. mál (sjá 5. mál í þessari fundargerð).
Atvinnu-, ferða- og menningarráð leggur til að gengið verði frá samningi um framkvæmdastjórn fyrir Sandgerðisdaga 2017 samkvæmt drögunum. Fyrir fundinum liggja drög að samningi um framkvæmdastjórn vegna Sandgerðisdaga 2017.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Til máls tóku: SÁ, HS, FS, MSM, DB, ÓÞÓ.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ganga frá samningi um framkvæmdastjórn vegna Sandgerðisdaga 2017 og leggja hann fyrir
bæjarráð til fullnaðarafgreiðslu. Bæjarstjórn óskar Guðnýju Snæbjörnsdóttur velfarnaðar í undirbúningi fyrir Sandgerðisdaga 2017.

4. 1702056 – Húsnæðismál í Sandgerði: Gestur í þessu máli er Jón Ben Einarsson
Frá 489. fundi húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 21. febrúar 2017, 11. mál (sjá 6 mál í þessari fundargerð). Gestur fundarins í þessu máli var Jón Ben Einarsson sviðsstjóri húsnæðis-, skipulags- og byggingasviðs. Jón Ben fór yfir stöðuna í húsnæðismálum í Sandgerðisbæ og svaraði spurningum bæjarstjórnarmanna.
Afgreiðsla: Til kynningar. Bæjarstjórn vísar málinu til vinnslu og umræðu í bæjarráði.

5. 1703080 – Atvinnu-, ferða- og menningarráð: fundargerðir 2017
Fundargerð 15. fundar atvinnu-, ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 1. mars 2017.
2. mál. 1702062 – Sandgerðisdagar 2017. Sjá 3. mál í þessari fundargerð.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

6. 1702073 – Húsnæðis- skipulags- og byggingarráð Sandgerðisbæjar: 489. fundur
Fundargerð 489. fundar húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 21. febrúar 2017.
6. mál. 1610031 – Nátthgi 4: Umsókn um lóð. Umræða fór fram um bókun mála af þessu tagi.
10. mál. 1702053 – Lóðir í Sandgerði: Úthlutunarskilmálar. Sjá 1. mál í þessari fundargerð.
Til máls tóku: DB, SÁ, HS.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

7. 1702021 – Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs

og Sv. Voga: 123. fundur
Fundargerð 123. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 16. febrúar 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

8. 1702021 – Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs
og Sv. Voga: 124. fundur
Fundargerð 124. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 16. febrúar 2017.
Til máls tók: HS.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

9. 1702020 – Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 663. fundur
Fundargerð 663. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 14. febrúar 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

10. 1702020 – Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 664. fundur
Fundargerð 664. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 28. febrúar 2017.
2. mál. 1506170 – Samgönguáætlun 2015 – 2018: framlög í Hafnabótasjóð 2017. Sjá 2. mál í þessari fundargerð.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

11. 1702025 – Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar: 375. fundur

Fundargerð 375. fundar bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 07. febrúar 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:45
Ólafur Þór Ólafsson sign.
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign.
Sigursveinn B. Jónsson sign.
Fríða Stefánsdóttir sign.
Guðmundur Skúlason sign.
Daði Bergþórsson sign.
Magnús S. Magnússon sign.
Sigrún Árnadóttir sign.