375. fundur bæjarstjórnar

Home/bæjarstjórn/375. fundur bæjarstjórnar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

375. fundur
bæjarstjórnar,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 7. febrúar 2017 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Ólafur Þór Ólafsson forseti, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Sigursveinn B. Jónsson, Fríða Stefánsdóttir, Guðmundur Skúlason, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.

Dagskrá:

1. 1506161 – Varabæjarfulltrúi: lausn frá embætti
Valgerður Guðbjörnsdóttir varafulltrúi í bæjarstjórn Sandgerðisbæjar hefur óskað eftir að verða leyst undan störfum vegna flutninga í annað sveitarfélag.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn staðfestir ósk Valgerðar Guðbjörnsdóttur um lausn frá skyldum hennar sem varabæjarfulltrúa og vísar frekari afgreiðslu málsins til kjörstjórnar Sandgerðisbæjar samkvæmt 95. gr. laga nr. 5/1998 um kosningar til sveitarstjónar.

2. 1506161 – Skipan í embætti, nefndir, ráð og stjórnir
Fyrir fundinum liggur yfirlit yfir núverandi skipan í bæjarstjórn, bæjarráð og önnur ráð og nefndir Sandgerðisbæjar. Eftirfarandi breytingar hafa verið tilkynntar á skipan nefnda og ráða: Atvinnu- ,ferða-, og menningarráð: Thelma Guðlaug Arnarsdóttir S- lista víkur sæti sem varamaður í ráðinu og Thelma Dís Eggertsdóttir tekur sæti hennar. Frrístunda: Ingibjörg Oddný Karlsdóttir D- lista víkur sæti sem varaáheyrnarfulltrúi í ráðinu og Særún Sif Ársælsdóttir tekur sæti hennar. Fræðsluráð: Ingibjörg Oddný Karlsdóttir D- lista víkur sæti sem varamaður í ráðinu og Særún Sif Ársælsdóttir tekur sæti hennar. Hafnarráð: Tyrfingur Andrésson D- lista víkur sæti sem varamaður í ráðinu og Reynir Þór Ragnarsson tekur sæti hans. Kjörstjórn: Svava Fuglö Hlöðversdóttir D- lista víkur sæti sem varamaður í kjörstjórn og Hermann Jónsson tekur sæti hennar. Aðalmaður í stjórn Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Tyrfingur Andrésson D- lista víkur sæti sem aðalmaður í stjórn Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja og Hermann Jónsson tekur sæti hans. Varamaður í stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja: Tyrfingur Andrésson D- lista víkur sæti sem varamaður í stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja og Hermann Jónsson tekur sæti hans. Til máls tóku: ÓÞÓ, MSM.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn staðfestir framangreindar breytingar á skipan nefnda og ráða.

3. 1506088 – Landssamtökin Þroskahjálp og Sandgerðisbær: íbúðir fyrir fatlaða
Frá 661. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 10. janúar 2017, 3. mál. (sjá 15. mál í þessari fundargerð). Bæjarráð fagnar afgreiðslu Íbúðalánsjóðs á umsókn Landssamtakanna Þroskahjápar vegna byggingar almennra íbúða að Lækjamótum 61-65, Sandgerði og leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði 16% stofnframlag Sandgerðisbæjar til bygginga íbúða á Lækjamótum 61 til 65 sem taki mið af áætluðum byggingarkostnaði sbr. samþykkt Íbúðalánasjóðs dags. 30. desember 2016 um stofnframlög sjóðsins til verksins. Hólmfríður Skarphéðinsdóttir lagði fram tillögu að eftirfarandi bókun vegna málsins. Var hún samþykkt samhljóða af bæjarstjórn. Það er fagnaðarefni að þeim áfanga skuli hafa verið náð að unnt verði á þessu ári að ráðast í byggingu 5 íbúða fyrir fólk með fötlun að Lækjamótum 61-65 í Sandgerði. Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar lýsir yfir þakklæti til Landssamtakanna Þroskahjálpar sem mun hafa veg og vanda að byggingu og rekstri íbúðanna í samstarfi við Sandgerðisbæ. Með þessu hefur náðst að tryggja fólki í brýnni þörf húsnæði í heimabyggð. Til máls tóku: SÁ, HS, MSM, FS, DB.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar samþykkir samhljóða að leggja til 16% stofnframlag til bygginga íbúða fyrir fólk með fötlun í samræmi við samþykkt Íbúðalánasjóðs um stofnframlag sjóðsins til verkefnisins.

4. 1701018 – Sandgerðisbær: Húsnæðisáætlun
Frá 662. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 24. janúar 2017, 1. mál (sjá 16. mál í þessari fundargerð). Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að húsnæðisáætlun fyrir Sandgerðisbæ verði unnin til til 10 ára í samstarfi við VSO. Bæjarráð felur bæjarstjóra og starfsmönnum bæjarins að vinna drög að reglum fyrir Sandgerðisbæ um stofnframlög. Til máls tók: SÁ.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um að húsnæðisáætlun til 10 ára verði unnin fyrir Sandgerðisbæ í samstarfi við VSO.

5. 1701047 – Örn KE 114: forkaupsréttur sveitarfélags
Frá 662. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 24. janúar 2017, 2. mál (sjá 16. mál í þessari fundargerð). Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar. Til máls tóku: SÁ, MSM, ÓÞÓ.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að nýta ekki forkaupsrétt sinn samkvæmt 11. gr. laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða.

6. 1701064 – Styrkbeiðnir 2017: kór eldri borgara
Frá 662. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 24. janúar 2017, 4. mál (sjá 16. mál í þessari fundargerð). Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði styrkur að upphæð kr. 30.000,-. Til máls tók: HS.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um að veita Eldeyjarkórnum kr. 30.000,- í styrk vegna kóramóts.

7. 1701074 – Íþróttamiðstöð Sandgerðis: reglur
Frá 37. fundi frístunda- forvarna- og jafnréttisráðs Sandgerðisbæjar miðvikudaginn 1. febrúar 2017 (sjá 13. mál í þessari fundargerð). FFJ leggur til að þær viðmiðunarreglur verði hafðar að fólki beri skylt að klæðast sundskýlu og á það við um bæði kynin. Til máls tóku: MSM, HS, FS, ÓÞÓ.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir þá viðmiðunarreglu að í Sundmiðstöð Sandgerðisbæjar skuli sundgestir að lágmarki kæðast sundskýlu eða sundbuxum.

8. 1702018 – Leikskólinn Sólborg: starfsdagar
Frá 306. fundi fræðsluráðs Sandgerðisbæjar miðvikudaginn 25. janúar 2017, 3. mál (sjá 12. mál í þessari fundargerð). Fræðsluráð styður tillögu um fimmta starfsdaginn. Það má benda á að leikskólar í Reykjanesbæ og Garðinum hafa tvö síðustu skólaár fengið aukadag með tilliti til auka vinnu vegna Þjóðarsáttmálans. Til máls tóku: MSM, HS, FS.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir tillögu fræðsluráðs Sandgerðisbæjar um fimmta starfsdaginn í leikskólanum Sólborgu vegna aukinnar vinnu við Þjóðarsáttmála.

9. 1606037 – Grunnskólinn í Sandgerði: skólaárið 2016-2017: aukning stöðugildis
Frá 306. fundi fræðsluráðs Sandgerðisbæjar miðvikudaginn 25. janúar 2017, 9. mál, b- liður (sjá 12. mál í þessari fundargerð). Skólastjórnendur óska eftir auknu stöðuhlutfalli deildarstjóra úr 100% í 140% vegna fjölgunar nemenda og þungs nemendahóps. Fræðsluráð Sandgerðisbæjar styður þessa umleitan skólastjórnenda. Til máls tóku: SÁ, HS.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn vísar málinu til úrvinnslu hjá bæjarráði Sandgerðisbæjar.

10. 1701057 – Félagsþjónusta: sérstakur húsnæðisstuðningur
Frá 122. fundi fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga fimmtudaginn 19. janúar 2017, 5. mál (sjá 14. mál í þessari fundargerð). Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðis, Sv. Garðs og Sv. Voga samþykkir drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning að því undanskildu að lagðar eru til breytingar á 4. gr. reglnanna þannig að fyrir hverjar 1000 kr. fær leigjandi greiddar 700 kr. í sérstakan húsnæðisstuðning í stað 600 kr. Einnig leggur nefndin til að hámarksbætur geti aldrei orðið hærri en 70.000 kr. Tilgangur þessara tillagna er að samræma reglur um sérstakan húsnæðisstuðning á milli sveitarfélaga á Suðurnesjum. Frá 662. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 24. janúar 2017, 7. mál (sjá 16. mál í þessari fundargerð). Lagt fram til kynningar. Til máls tóku: SÁ, HS.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga um framlagðar reglur með áorðnum breytingum nefndarinnar.

11. 1606007 – Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga: reglur um könnun og meðferð
Frá 122. fundi fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga fimmtudaginn 19. janúar 2017, 4. mál (sjá 14. mál í þessari fundargerð). Lagðar eru til minniháttar breytingar á 4. gr. reglna um könnun og meðferð einstakra barnaverndarmála eða málaflokka og framsal valds til starfsmanna fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga. Hjálagðar breytingar á reglum um könnun og meðferð einstakra barnaverndarmála eða málaflokka og framsal valds til starfsmanna fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga samþykktar. Til máls tóku: SÁ, HS.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn staðfestir samhljóða þær breytingar sem lagðar eru til á 4. gr. reglna um könnun og meðferð einstakra barnaverndarmála eða málaflokka og framsal valds til starfsmanna fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga.

12. 1702017 – Fræðsluráð: fundargerðir: 306. fundur
Fundargerð 306. fundar fræðsluráðs Sandgerðisbæjar. fundurinn fór fram miðvikudaginn 25. janúar 2017. 2. mál: Faglegar áherslur/breytingar 2017-2018 – Tónlistarskólinn. Bæjarstjórn fagnar framtakksemi og lífi í kring um starf Tónlistarskólans. 3. mál: Beiðni Leikskóli. Sjá 8. mál í þessari fundargerð. 9. mál: Önnur mál b). Sjá 9. mál í þessari fundargerð. Til máls tók: ÓÞÓ.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

13. 1702022 – Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráð: 37. fundur
Fundargerð 37. fundar frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 1. febrúar 2017. 2. mál: 1701074 – Reglur um sundfatnað í Íþróttamiðstöð Sandgerðis. Sjá 7. mál í þessari fundargerð.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

14. 1702021 – Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga: 122. fundur
Fundargerð 122. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 19. janúar 2017. 4. mál: 1605012 – Reglugerðir barnaverndar SGV. Sjá 11. mál í þessari fundargerð. 5. mál: 1306014 – Sérstakar húsaleigubætur – uppfærsla og breytingar. Sjá 10. mál í þessari fundargerð.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

15. 1702020 – Bæjarráð Sandgerðisbæjar:661. fundur
Fundargerð 661. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 10. janúar 2017. 3. mál: 1506088 – Landssamtökin Þroskahjálp og sandgerðisbær: stofnframlög til bygginga íbúða að Lækjamótum. Sjá 3. mál í þessari fundargerð.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

16. 1702020 – Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 662. fundur
Fundargerð 662. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 24. janúar 2017. 1. mál: 1701018 – Sandgerðisbær: a. Húsnæðisáætlun b. Reglur um stofnframlög. Sjá 4. mál í þessari fundargerð. 2. mál: 1701047 – Örn KE 114: forkaupsréttur sveitarfélags. Sjá 5. mál í þessari fundargerð. 4. mál: 1701064 – Styrkbeiðnir 2017: kór eldri borgara. sjá 6. mál í þessari fundargerð. 7. mál: 1701057 – Félagsþjónusta: sérstakur húsnæðisstuðningur reglur. Sjá 11. mál í þessari fundargerð 13. mál: 1701065 – Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: 711. fundur. Bæjarstjórn staðfestir samhljóða tillögu bæjarráðs um 50.000,- kr, styrk til Öldungaráðs Suðurnesja. Til máls tóku:
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

17. 1601037 – Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar: 373. fundur
Fundargerð 373. fundar bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 6. desember 2016.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

18. 1702025 – Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar: 374. fundur
Fundargerð 374. fundar bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 3. janúar 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30

Ólafur Þór Ólafsson sign.
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign.
Sigursvein B. Jónsson sign.
Fríða Stefánsdóttir sign.
Guðmundur Skúlason sign.
Daði Bergþórsson sign.
Magnús S. Magnússon sign.
Sigrún Árnadóttir sign.