374. fundur bæjarstjórnar

Home/bæjarstjórn/374. fundur bæjarstjórnar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

374. fundur bæjarstjórnar
bæjarstjórnar,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 3. janúar 2017 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Ólafur Þór Ólafsson forseti, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Sigursveinn B. Jónsson, Fríða Stefánsdóttir, Guðmundur Skúlason, Daði Bergþórsson, Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri og Svavar Grétarsson í forföllum Magnúsar S. Magnússonar..
Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.
Forseti óskaði heimildar fundarins til að leggja fyrir fundinn mál nr. 1701006: Ályktun um kjaradeilu útgerðarmanna og sjómanna 2017. Var það samþykkt samhljóða og tekið inn í dagskrá sem 7. mál. Önnur mál færast aftur í númeraröð sem því nemur.
Dagskrá:

1 .1507008 – Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2016 – 2019: Viðaukar 12. og 13.
Frá 660. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 27. desember 2016, 1. mál (sjá 11. mál í þessari fundargerð). Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukar við fjárhagsáætlun 2016 nr. 12 og nr. 13 verði samþykktir. Bæjarstjóri fór yfir málið. Til máls tók. SÁ. Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir samhljóða viðauka nr. 12. við fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2016. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða viðauka nr. 13. við fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2016.

2. 1511033 – Félagslegar íbúðir Sandgerðisbæjar
Frá 660. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 27. desember 2016, 2. mál (sjá 11. mál í þessari fundargerð). Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga bæjarstjóra verði samþykkt. Bæjarstjóri fór yfir málið. Til máls tók. SÁ.
Afgreiðsla: Niðurstaða málsins er bókuð á bls. 28 í trúnaðarbók bæjarstjórnar.
(Tillaga bæjarráðs og bæjarstjóra er staðfest samhljóða.)

3. 1611094 – Heilsuvika 2017: tillaga um breytingu á tímasetningu á heilsuviku
Frá 659. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 13. desember
2016, 1. mál (sjá 10. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga um breytingu á tímasetningu heilsuviku verði samþykkt. Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við stefnumótun í lýðheilsumálum og heilsueflandi samfélagi.
Bæjarstjóri fór yfir málið.
Til máls tók. SÁ.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs um breytingu á tímasetningu heilsuviku. Bæjarstjórn vísar vinnu við stefnumótum í lýðheilsumálum og heilsueflandi samfélagi til frístunda- forvarna- og jafnréttisráðs Sandgerðisbæjar.

4. 1612046 – Þjónustusamningur: fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar
Frá 659. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 13. desember
2016, 4. mál (sjá 10. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur. Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn með fyrirvara um
samþykki bæjarstjórnar og leggur til að honum verði vísað til kynningar í fræðsluráði Sandgerðisbæjar.
Bæjarstjóri fór yfir málið.
Til máls tóku DB, HS, SÁ, FS, GS.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn staðfestir þjónustusamning við fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar samhljóða með fyrirvara um að ákvæði um framlengingu samningsins í 1. málsgrein 3. greinar hans falli niður og vísar honum til kynningar í fræðsluráði Sandgerðisbæjar.

5. 1611087 – Kvennaathvarf: umsókn um rekstrarstyrk 2017
Frá 659. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 13. desember, 7. mál (sjá 10. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindinu verði hafnað.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs samhljóða.

6. 1612110 – Íþróttamaður ársins 2016
Fyrir fundinum liggja reglur vegna kjörs á Íþróttamanni ársins í Sandgerði. Samkvæmt reglunum skal bæjarstjórn skipa tvo fulltrúa úr hópi kjörinna bæjarfulltrúa og skal annar þeirra vera formaður hópsins.
Til máls tók: ÓÞÓ.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn skipar Elínu Björgu Gissurardóttur og Eyjólf Ólafsson sem fulltrúa sína í nefnd um kjör íþróttamanns ársins 2016 og skal Elín Björg Gissurardóttir starfa sem formaður nefndarinnar.

7. 1701006 – Ályktun um kjaradeilu Útgerðarmanna og sjómanna 2017
Sigursveinn B. Jónsson lagði fram tillögu að ályktun bæjarstjórnar um
kjaradeilu útgerðarmanna og sjómanna 2017.
Til máls tók: SBJ.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar skorar á útgerðarmenn og sjómenn að einhenda sér í að ná samningum og binda endi á verkfall sjómanna svo flotinn komist til veiða á ný. Langvarandi verkfall skaðar íslenskan efnahag; útgerð, sjómenn, fólk í fiskvinnslu, flutningsaðila og samfélögin við sjávarsíðuna. Ábyrgð þeirra sem fara með samningsumboð er mikil og krafan á samningsaðila er að gera allt það sem mögulegt er til að ná samningum.

8. 1601038 – Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs
og Sv. Voga: fundargerð 120. og 121. fundar
Fundargerð 120. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 15. desember 2016.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.
Fundargerð 121. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 15. desember 2016.
Dagskrá:
1. mál: 1306014 – Sérstakar húsaleigubætur – uppfærsla og breytingar.
2. mál: 1611003 – Mælitæki:vinna málastjóra í barnavernd.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ræða við forsvarmenn samstarfssveitarfélaganna um hvernig bregðast megi við þeim
upplýsingum sem fram koma í þessu máli.
Til máls tóku: HS.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

9. 1605030 – Umhverfisráð Sandgerðisbæjar: 78. fundur
Fundargerð 78. fundar umhverfisráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 20. desember 2016.
Dagskrá:
1. mál: 1612089 – Jólahús 2016.
Bæjarstjórn óskar verðlaunahöfum til hamingju með viðurkenninguna.
Til máls tók: ÓÞÓ.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.
10. 1601036 – Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 659. fundur
Fundargerð 659. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 13. desember 2016.
Dagskrá:
1. mál: 1611094 – Heilsuvika 2017. Sjá 3. mál í þessari fundargerð.
4. mál: 1612046 – Þjónustusamningur: fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar.
Sjá 4. mál í þessari fundargerð.
7. mál: 1611087 – Kvennaathvarf: umskókn um rekstrarstyrk 2017. Sjá 5. mál í þessari fundargerð.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

11. 1601036 – Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 660. fundur
Fundargerð 660. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram
þriðjudaginn 27. desember 2016.
Dagskrá:
1. mál: 1507008 – Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2016 – 2019:
viðaukar, grunnskóli, Magmabréf. Sjá 1. mál í þessari fundargerð.
2. mál: 1511033 – Félagslegar íbúðir Sandgerðisbæjar. Sjá 2. mál í
þessari fundargerð.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30
Ólafur Þór Ólafsson sign
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign
Sigursveinn B. Jónsson sign
Fríða Stefánsdóttir sign
Guðmundur Skúlason sign
Daði Bergþórsson sign
Svavar Grétarsson sign
Sigrún Árnadóttir sign