373. fundur bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar

Home/bæjarstjórn/373. fundur bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

373. fundur
bæjarstjórnar,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 6. desember 2016 og hófst hann kl. 17:00

 
Fundinn sátu:
Ólafur Þór Ólafsson forseti, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Sigursveinn B. Jónsson, Fríða Stefánsdóttir, Guðmundur Skúlason, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jóna María Viktorsdóttir.

Dagskrá:
1. 1611066 – Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: fjárhagsáætlun 2017
Frá 658. fundi bæjarráðs þriðjudaginn 22. nóvember 2016, 2. mál (sjá 19. mál í þessari fundargerð). Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við áætlunina. Til máls tóku: SÁ
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og annarra samstarfsverkefna sveitarfélaganna fyrir árið 2017.

2. 1608134 – Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2017-2020: síðari umræða
Frá 372. fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn 1. nóvember 2016, 1. mál (sjá 19. mál í þessari fundargerð). Frá 658. fundi bæjarráðs þriðjudaginn 22. nóvember 2016, 2. mál. Fjárhagsáætlun, Fjögurra ára áætlun Sandgerðisbæjar 2017 – 2020 er vísað til síðari umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 6. desember nk. Til máls tóku: SÁ, MSM, HS, DB, FS, ÓÞÓ,
Afgreiðsla:
Gjaldskrá Sandgerðisbæjar árið 2017 er samþykkt.
Gjaldskrá Sandgerðishafnar 2017 er samþykkt.
Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2017 – 2020 er samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar stendur saman að eftirfarandi bókun:
Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar fyrir tímabilið 2017-2020 er unnin með hliðsjón af 10 ára langtímaáætlun 2012 til 2022. Fjárhagsáætlunin stenst ákvæði sveitarstjórnarlaga um rekstrarjöfnuð og skuldaviðmið en áætlað er að þessi viðmið náist á árinu 2019. Eins og undanfarin ár hefur ríkt góð samstaða innan bæjarstjórnar við vinnslu fjárhagsáætlunar og þau markmið sem sett hafa verið. Áætlunin ber þess merki að mikil áhersla er lögð á að stuðla að fjölskylduvænu samfélagi. Má í því sambandi nefna að haldið verður áfram með fyrirgreiðslu sem ætluð er fjölskyldum: Námsgögn verða foreldrum nemenda grunnskólans að kostnaðarlausu, veittur verður hvatastyrkur að fjárhæð 30 þúsund kr. á barn á aldrinum 4 til 18 ára til íþrótta- og frístundastarfs og niðurgreiðsla til dagforeldra verður 40 þúsund kr. á mánuði miðað við fulla vistun. Á árinu verður tekin upp sú nýjung að íbúar Sandgerðisbæjar fá aðgang að sundlaug bæjarins sér að kostnaðarlausu og útlán í Bókasafni Sandgerðis verða gjaldfrí. Þá er ánægjulegt að fráveitugjald, sem er hluti af fasteignagjöldum lækkar um 16% þar með er stigið áþreifanlegt skref í átt að því markmiði bæjarstjórnar að lækka álögur á íbúa bæjarfélagsins. Gert er ráð fyrir að rekstrartekjur Sandgerðisbæjar á árinu 2017 nemi 1.951 mkr. en rekstrarútgjöld nemi 1.778 mkr. án fjármagnsliða. Með fjármagnsliðum er rekstrarniðurstaðan neikvæð um rúmar 15 mkr. Stærsti útgjaldaliðurinn í rekstri Sandgerðisbæjar er fræðslu- og uppeldismál en í þann málaflokk fer um 47% af gjöldum aðalsjóðs, næst á eftir eru æskulýðs- og íþróttamál með 12% útgjaldanna og 9% fara til félagsþjónustu. Gert er ráð fyrir að varið verði 80 mkr. í fjárfestingar og framkvæmdir og um 50 mkr. til viðhaldsframkvæmda. Stærsti hluti framkvæmdafjárins fer að þessu sinni til lagnar nýrrar útrásar fyrir fráveitu bæjarins og er þá framkvæmdum við endurnýjun og viðbætur við hana lokið. Fyrirhugað er að hefja framkvæmdir við endurnýjun stálþils suðurbryggju Sandgerðishafnar og er áformað að þeim verði haldið áfram amk til ársins 2019. Gjaldskrár taka breytingum í takt við vísitölu neysluverðs og launa og hækka að jafnaði um 3%. Verðbólga og breytingar á kjarasamningum eru óvissuþættir sem geta haft áhrif á fjárhagsáætlunina en útgjöld vegna launa eru 47% af heildartekjum. Sem fyrr er lögð rík áhersla á gegnsæi og aðhald í rekstri bæjarfélagsins og áfram munu langtímamarkmið um bættan rekstur og lækkun skulda höfð að leiðarljósi. Bæjarstjórn þakkar bæjarstjóra sem og öðrum starfsmönnum Sandgerðisbæjar góða vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2017-2020. Styrkur Sandgerðisbæjar felst í þeim mannauð sem starfar hjá bæjarfélaginu.

3. 1507008 – Fjárhagsáætlun 2016 – 2019: viðauki nr. 11
Frá 658. fundi bæjarráðs þriðjudaginn 22. nóvember 2016, 3. mál (sjá 19. mál í þessari fundargerð). Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðauki nr. 11 við fjárhagsáætlun 2016. verði samþykktur. Til máls tóku: SBJ,
Afgreiðsla: Bæjarstjórn staðfestir samhljóða viðauka nr. 11 við fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2016

4. 1611069 – Endurskoðun 2016: framlag til B- hluta sjóða.

Frá 658. fundi bæjarráðs þriðjudaginn 22. nóvember 2016, 4. mál (sjá 19. mál í þessari fundargerð). Fyrir fundinum liggur tillaga bæjarráðs að bókun. Til máls tóku: ÓÞÓ, SÁ, MSM,
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir að í samræmi við 21. gr. reglugerðar nr 1212/2015 sem tók gildi 1. janúar 2016 veiti aðalsjóður hafnarsjóði og félagslegum íbúðum framlag sem nemur að minnsta kosti halla sjóðanna á árinu 2016 samkvæmt rekstrarreikningi. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að kröfur aðalsjóðs á hafnarsjóð og félagslegar íbúðir verði gefnar eftir. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að gera viðauka vegna málsins og leggja fyrir bæjarráð.

5. 1605031 – Sameining sveitarfélaga: verkefnislýsing og skipan í stýrihóp

Frá 657. fundi bæjarráðs þriðjudaginn 8. nóvember 2016, 2. mál (sjá 18. mál í þessari fundargerð). Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga bæjarstjóranna tveggja verði samþykkt. Bæjarráð leggur til að Ólafur Þór Ólafsson, Daði Bergþórsson og Sigrún Árnadóttir verði fulltrúar Sandgerðisbæjar í starfshópi um málið.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir tillögu Sigrúnar Árnadóttur og Magnúsar Stefánssonar um verksvið og skipan starfshóps vegan könnunar á hagkvæmni sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar Bæjarstjórn skipar Ólaf Þór Ólafsson, Daða Bergþórsson og Sigrúnu Árnadóttur sem fulltrúa Sandgerðisbæjar í starfshópi um málið.

6. 1611035 – Atvinnuumsóknir: staða félagsmálastjóra
Frá 658. fundi bæjarráðs þriðjudaginn 22. nóvember 2016, 5. mál (sjá 19. mál í þessari fundargerð). Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Guðrún Björg Sigurðardóttir verði ráðin félagsmálastjóri félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga. Til máls tóku: SÁ, HS, DB, MSM, ÓÞÓ,
Afgreiðsla: Bæjarstjórn staðfestir samhljóða ráðningu Guðrúnar Bjargar Sigurðardóttur sem félagsmálastjóra félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga.

7. 1611073 – Þjónustumiðstöð/áhaldahús: starfsmannahald.
Frá 658. fundi bæjarráðs þriðjudaginn 22. nóvember 2016, 6. mál (sjá 19. mál í þessari fundargerð). Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirkomulagi við mannafla og verkaskiptingu í Áhaldahúsi Sandgerðisbæjar verði haldið óbreyttu frá því sem nú er.
Afgreiðsla: Tillaga bæjarráðs um að fyrirkomulagi við mannafla og verkaskiptingu í Áhaldahúsi Sandgerðisbæjar verði haldið óbreyttu er samþykkt samhljóða.

8. 1610043 – Götulýsing: Bergraf: tillaga að nýjum viðhaldssamningi

Frá 657. fundi bæjarráðs þriðjudaginn 8. nóvember 2016, 4. mál (sjá 18. mál í þessari fundargerð). Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði að tillögu sviðsstjóra umhverfis-, skipulags-, og byggingarsviðs Sandgerðisbæjar og gengið til samninga við Bergraf ehf. Til máls tóku: SÁ,
Afgreiðsla: Bæjarstjórn heimilar sviðsstjóra umhverfis-, skipulags-, og byggingarsviðs Sandgerðisbæjar að undirrita f. h. Sandgerðisbæjar samning um viðhald götuljósakerfis Sandgerðisbæjar við Bergraf ehf.

9. 1510029 – Stígamót: fjárbeiðni fyrir árið 2017

Frá 657. fundi bæjarráðs þriðjudaginn 8. nóvember 2016, 3. mál. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Sandgerðisbær leggi kr. 50.000 til starfsemi Stígamóta (sjá 18. mál í þessari fundargerð).
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Sandgerðisbær leggi kr. 50.000 til starfsemi Stígamóta.

10. 1611074 – Félagsþjónusta: verklagsreglur
Frá 658. fundi bæjarráðs þriðjudaginn 22. nóvember 2016, 11. mál (sjá 19. mál í þessari fundargerð). Verklagsreglur fyrir sameiginlega félagsþjónustu Sandgerðis, Garðs og Voga. Verklagsreglurnar eru settar fram til að skýra ábyrgð í málaflokki 02 Félagsþjónusta, verkþáttum, ferli mála og til að auka samræmingu í félagsþjónustu bæjarfélaganna þriggja.
Til máls tóku: SÁ,
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir verklagsreglur fyrir sameiginlega félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garða og Sveitarfélagsins Voga (með fyrirvara um samþykki samstarfssveitarfélaganna).

11. 1611094 – Heilsuvika 2017
Frá 36. fundi Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs fimmtudaginn 1. desember 2016, 3. mál (sjá 17. mál í þessari fundargerð). FFJ tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt. Málinu fylgir minnisblað frístunda- og forvarnafulltrúa Sandgerðisbæjar. Fríða Stefánsdóttir lagði til að visa málinu til frekari skoðunar í bæjarráði. Til máls tóku: FS, SÁ
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að visa málinu til frekari skoðunar í bæjarráði.

12.1611095 – Íþróttamaður ársins 2016 – endurskoðun á reglum um kjör
Frá 36. fundi Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs fimmtudaginn 1. desember 2016, 4. mál (sjá 17. mál í þessari fundargerð). FFJ leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði endurskoðuð á næsta ári með það að markmiði að vera búin að tryggja það að nýr viðburður verði haldinn þann 5. mars ár hvert til að halda uppi minningu Magnúsar Þórðarsonar stofnanda Knattspyrnufélagsins Reynis. FFJ leggur til að kjör á íþróttamanni ársins 2016 verði óbreytt. Málinu fylgir minnisblað frístunda- og forvarnafulltrúa Sandgerðisbæjar. Hólmfríður Skarphéðinsdóttir lagði til að visa málinu til frekari skoðunar í bæjarráði. Til máls tóku: HS, SÁ, FS, DB, GS, ÓÞÓ Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að visa málinu til frekari skoðunar í bæjarráði.

13. 1611104 – Staðreyndir í stuttu máli R&G, minnisblað
Frá 36. fundi Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs fimmtudaginn 1. desember 2016, 6. mál (sjá 17. mál í þessari fundargerð). Málinu fylgir minnisblað frístunda- og forvarnafulltrúa Sandgerðisbæjar. Hólmfríður Skarphéðinsdóttir lagði til að visa málinu til frekari skoðunar í bæjarráði. Til máls tóku: FS, HS, ÓÞÓ,
Afgreiðsla: Bæjarstjórn vísar málinu til bæjarráðs og óskar eftir því að skýrsla Rannsóknar & Greiningar verði jafnframt lögð fram í ráðinu.

14. 1601035 – Atvinnu-, ferða- og menningarráð: 14. fundur
Fundargerð 14. fundar atvinnu- ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 15. nóvember 2016. 4. 1611028 – Jól og áramót 2016. Hólmfríður Skarphéðinsdóttir lagði til að visa 4. máli til frekari skoðunar í bæjarráði. Til máls tóku: DB, HS, SÁ, ÓÞÓ,
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

15. 1601034 – Fræðsluráð: 305. fundur
Fundargerð 304. fundar Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 16. nóvember 2016. 5. Starfsmannamál – Grunnskólinn. 7. Þjónustusamningur – endurnýjun Bæjarstjórn þakkar Maríu Rós Valgeirsdóttur, Hólmfríði Skarphéðinsdóttur, Guðrúnu Arthúrsdóttur og Sóleyju Gunnarsdóttur fyrir störf sín. Bæjarstjórn samþykkir tillögu Sigursveins Bjarna Jónssonar um að vísa 7. máli til bæjarráðs. Til máls tóku: SBJ,
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

16. 1601038 – Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga: fundargerð 119. fundar
Fundargerð 119. fundar fjölsyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarféagsins Voga. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 17. nóvember 2016.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

17. 1601033 – Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráð: 36. fundur
Fundargerð 36. fundar frístunda- forvarana- og jafnréttisráðs Sandgerðisbæjar. fundurinn fór fram miðvikudaginn 30. nóvember 2016.
3. 1611094 – Heilsuvika 2017. Sjá 11. mál í þessari fundargerð.
4. 1611095 – Íþróttamaður ársins 2016 – endurskoðun á reglum um kjör. Sjá 12. mál í þessari fundargerð.
6. 1611104 – Staðreyndir í stuttu máli R&G, minnisblað. Sjá 13. mál í þessari fundargerð.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

18. 1601036 – Bæjarráð Sandgerðisbæjar: fundargerð 657. fundar
Fundargerð 657. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 8. nóvember 2016. 2. 1605031 – Sameining sveitarfélaga. Sjá 5. mál í þessari fundargerð. 3. 1510029 – Stígamót: fjárbeiðni fyrir árið 2017. Sjá 9. mál í þessari fundargerð. 4. 1610043 – Götulýsing: Bergraf: tillaga að nýjum viðhaldssamningi. Sjá 8. mál í þessari fundargerð.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

19. 1601036 – Bæjarráð Sandgerðisbæjar: fundargerð 658. fundar
Fundargerð 658. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 22. nóvember 2016. 1. 1608134 – Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2017-2020. Sjá 2. mál í þessari fundargerð.
2. 1611066 – Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: fjárhagsáætlun 2017. Sjá 1. mál í þessari fundargerð.
3. 1507008 – Fjárhagsáætlun 2016 – 2019: 9. mánaða rekstraryfirlit: viðauki nr. 11. Sjá 3. mál í þessari fundargerð.
4. 1611069 – Endurskoðun: framlag til B- hluta sjóða. Sjá 4. mál í þessari fundargerð.
5. 1611035 – Ráðning félagsmálastjóra. Sjá 6. mál í þessari fundargerð.
6. 1611073 – Þjónustumiðstöð/áhaldahús: starfsmannahald. Sjá 7. mál í þessari fundargerð.
11. 1611074 – Félagsþjónusta: verklagsreglur. Sjá 10. mál í þessari fundargerð.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

20. 1601037 – Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar: 372. fundur
Fundargerð 372. fundar Bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 1. nóvember 2016.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20.25
Ólafur Þór Ólafsson sign.
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign.
Sigursveinn B. Jónsson sign.
Fríða Stefánsdóttir sign.
Guðmundur Skúlason sign.
Daði Bergþórsson sign.
Magnús S. Magnússon sign.
Sigrún Árnadóttir sign.