370. fundur bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar

Home/bæjarstjórn/370. fundur bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

370. fundur
bæjarstjórnar,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 6. september 2016 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:

Ólafur Þór Ólafsson forseti, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Sigursveinn B. Jónsson, Fríða Stefánsdóttir, Guðmundur Skúlason, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.

Dagskrá:

1. 1506161 – Skipan í embætti, nefndir, ráð og stjórnir
S- listi tilkynnir um breytingu á skipan í nefndir og ráð. Lúðvík Júlíusson víkur sæti sem formaður atvinnu- frða- og menningarráðs vegna brottflutnings úr sveitarfélaginu. Sæti hans tekur Andri Þór Ólafsson og verður hann formaður ráðsins.

Til máls tók: ÓÞÓ.

2. 1608134 – Fjárhagsáætlun 2017 – 2020
Frá 651. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 23. ágúst 2016, 1. mál. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að markmið og vinnutilhögun við gerð fjárhagsáætlunar Sandgerðisbæjar 2017-2020 verði samþykkt.

Bæjarstjóri fór yfir málið.

Til máls tóku: SÁ, SBJ, DB, MSM, HS, ÓÞÓ.

Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir samhljóða markmið og vinnutilhögun við gerð fjárhagsáætlunar Sandgerðisbæjar 2017-2020.

3. 1508020 – Starfsmannamál: trúnaðarmál
Frá 650. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 9. ágúst 2016, 3.mál. Málið kynnt og skráð í trúnaðarbók bæjarstjórnar á bls. 25.

Trúnaðarmál Guðjón Þ. Kristjánsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Forseti lokaði fundi þar sem um trúnaðarmál er að ræða.

Bæjarstjóri lagði fram gögn málsins og fór yfir þau.

Til máls tóku: SÁ, FS, DB, MSM, HS, ÓÞÓ.

Afgreiðsla: Niðurstaða málsins er skráð á bls. 26 í trúnaðarbók bæjarstjórnar. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2016.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15
Ólafur Þór Ólafsson sign.
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign.
Sigursveinn B. Jónsson sign.
Fríða Stefánsdóttir sign.
Guðmundur Skúlason sign.
Daði Bergþórsson sign.
Magnús S. Magnússon sign.
Sigrún Árnadóttir sign.