37. fundur Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs

Home/Frístunda-, forvarna-, jafnréttis/37. fundur Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

37. fundur
Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
miðvikudaginn 1. febrúar 2017 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu: Thelma S. Fuglö Hlöðversdóttir, Þorgeir Karl Gunnarsson, Gréta Ágústsdóttir, Andrea Dögg Færseth, Björn Ingvar Björnsson, Ástrós Jónsdóttir formaður og Rut Sigurðardóttir.
Fundargerð ritaði: Ástrós Jónsdóttir. formaður

Dagskrá:
1. 1612110 – Íþróttamaður ársins 2016
a) Fyrir fundinum liggja reglur vegna kjörs á Íþróttamanni ársins í Sandgerði. Samkvæmt reglunum skal Frístunda- forvarna og jafnréttisráð skipa einn fulltrúa í valnefnd um kjörið.
Afgreiðsla: FFJ skipar Þorgeir Karl Gunnarsson sem fulltrúa sinn í nefnd um kjör íþróttamanns ársins 2016. b) Fyrir fundinum liggja tilnefningar vegna Íþróttamanns Sandgerði 2016. Skv. 4 gr. reglugerðar um kjörið má Frístunda-, forvarna og jafnréttisráð tilnefna til kjörsins íþróttamenn búsetta í Sandgerði sem stunda íþrótt sína með félagi utan bæjarmarkanna en þó einungis einn í hverri íþróttagrein. Sex tilnefningar bárust. Afgreiðsla: FFJ tilnefnir Ástvald Ragnar Bjarnason, Birgir Þór Kristinsson og Victoríu Ósk Anítudóttir til kjörsins.

2. 1701074 – Reglur um sundfatnað í Íþróttamiðstöð Sandgerðis
Í kjölfar umræðna í samfélaginu að undanförnu voru ræddar reglur varðandi sundfatnað í Íþróttamiðstöð Sandgerðis. Afgreiðsla:FFJ leggur til að þær viðmiðunarreglur verði hafðar að fólki beri skylt að klæðast sundskýlu og á það við um bæði kynin.

3. 1611104 – Rannsóknir og greining: ungt fólk 2016: Forvarnir í Sandgerði
Farið var yfir forvarnaverkefnin sem skipulögð voru í kjölfarið á niðurstöðum úr könnunum Rannsóknar og greiningar sem bárust í lok síðasta árs. Ýmsir fyrirlestrar tengdir forvörnum hafa verið haldnir og fleiri eru á döfinni bæði fyrir börn og foreldra. Einnig voru kynnt drög að aðgerðaráætlun í forvarnamálum í Sandgerðisbæ.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. FFJ lýsir yfir ánægju sinni með það góða starf sem unnið er að í forvarnamálum.

4. 1701072 – Samsuð fundargerðir 2017
Fundargerðir Samsuð. Fundirnir fóru fram þriðjudagana 10. og 24. janúar 2017.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

5. 1701073 – Forvarnahópurinn Sunna; Fundargerðir 2017
Fundargerð Forvarnahópsins Sunnu. Fundurinn fór fram mánudaginn 16. janúar 2017.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.10

Thelma S. Fuglö Hlöðversdóttir sign.
Þorgeir Karl Gunnarsson sign.
Gréta Ágústsdóttir sign.
Andrea Dögg Færseth sign.
Björn Ingvar Björnsson sign.
Ástrós Jónsdóttir sign.
Rut Sigurðardóttir sign.