369. fundur bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar

Home/bæjarstjórn/369. fundur bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar
  • Varðan, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði

369. fundur bæjarstjórnar,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 31. maí 2016 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Ólafur Þór Ólafsson forseti, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Sigursveinn B. Jónsson, Fríða Stefánsdóttir, Guðmundur Skúlason, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.
Dagskrá:
1. 1605011 – Starfsmannamál: ráðning í stöðu skólastjóra Grunnskólans í Sandgerði
Fyrir fundinum liggur tillaga og greiðargerð vegna ráðningar skólastjóra við Grunnskólann í Sandgerði. Á 645. fundi bæjarráðs skipaði ráðið 3ja manna valnefnd þau Sigrúnu Árnadóttur bæjarstjóra, Helga Arnarsson fræðslustjóra Reykjanesbæjar og Guðjón Þ. Kristjánsson fræðslufulltrúa til þess að fara yfir umsóknir, ræða við umsækjendur og leggja niðurstöður fyrir fræðsluráð Sandgerðisbæjar til umsagnar og bæjarstjórn Sandgerðisbæjar til endanlegrar afgreiðslu. Umsækjendur voru þrír, en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Umsóknir voru því frá Drífu Lind Harðardóttur og Hólmfríði Árnadóttur.
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Sigursveinn B. Jónsson og Fríða Stefánsdóttir véku sæti af fundinum við afgreiðslu málsins vegan tengsla við málið. Sæti þeirra tóku Elín Björg Gissurardóttir, Kristinn Halldórsson og Sæunn G. Guðjónsdóttir.
Valnefndin leggur til að Hólmfríður Árnadóttir verði ráðin skólastjóri Grunnskólans í Sandgerði. Hólmfríður er grunnskólakennari að mennt og með M.Ed. í menntunarfræðum. Hún hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á sviði menntamála. Hún starfar nú sem sérfræðingur á Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og kennir í kennaradeild háskólans. Umsagnaraðilar veita Hólmfríði góð ummæli.
Fræðsluráð Sandgerðisbæjar fjallaði um málið á 301. fundi ráðsins þriðjudaginn 31. maí 2016 og tekur einróma undir tillögu valnefndar.
Bæjarstjóri fór yfir málið.
Til máls tóku: SÁ, DB, MSM, ÓÞÓ, GS.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða að Hólmfríður Árnadóttir verði ráðin skólastjóri Grunnskólans í Sandgerði.

2. 1605032 – Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar: Tillaga um niðurfellingu næsta reglulega fundar bæjarstjórnar
Fyrir fundinum liggur eftirfarandi tillaga forseta bæjarstjórnar:
Tillaga um að fella niður reglulega fundi bæjarstjórnar í júní 2016. Með vísan í 2. mgr. 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 3. mgr. 8. gr. Samþykkta um stjórn og fundarsköp Sandgerðisbæjar er lagt til að regluegur fundur bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar í júní 2016 sem ætti að fara fram 07.06. 2016 verði felldur niður. Ólafur Þór Ólafsson forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar.
Til máls tók: ÓÞÓ.
Afgreiðsla: Tillaga forseta bæjarstjórnar er samþykkt samhljóða.

3. 1605033 – Bæjarstjórn: kjör forseta bæjarstjórnar
Kjör um forseta bæjarstjórnar sbr. 7. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Sandgerðisbæjar nr. 813/2013. Fram kom tillaga frá meirihluta S- og D-lista um Ólaf Þór Ólafsson sem forseta bæjarstjórnar.
Afgreiðsla: Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum S- og D-lista, fulltrúar B- og H-lista sátu hjá.

4. 1605033 – Bæjarstjórn: kjör fyrsta og annars varaforseta
Kjör um fyrsta og annan varaforseta bæjarstjórnar sbr. 7. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Sandgerðisbæjar nr. 813/2013. Fram kom tillaga frá meirihluta S- og D-lista um Fríðu Stefánsdóttur sem fyrsta varaforseta og Hólmfríði Skarphéðinsdóttur sem annan varaforseta.
Afgreiðsla: Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum S- og D-lista, fulltrúar B- og H-lista sátu hjá.

5. 1605033 – Bæjarráð: kosning í ráðið
Kosning í bæjarráð sbr. 27. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Sandgerðisbæjar nr. 813/2013. Eftirtaldir listar komu fram: Frá S-lista og D-lista: 1. Hólmfríður Skarphéðinsdóttir D-lista. 2. Sigursveinn Bjarni Jónsson S-lista. 3. Elín Björg Gissurardóttir D-lista. 4. Ólafur Þór Ólafsson S-lista.
Í samræmi við 3. mgr. 47. gr. sveitarstjórnalaga nr. 138/2011 munu varamenn á listanum, sem eru þar fulltrúar sama flokks eða framboðslista og sá aðalmaður í nefnd sem um ræðir, taka sæti hans í nefndinni í þeirri röð sem þeir voru kosnir án tillits til þess hvar þeir annars eru í röð varamanna.
Frá B-lista: 1. Daði Bergþórsson. 2. Guðmundur Skúlason.
Frá H-lista: 1. Magnús Sigfús Magnússon. 2. Svavar Grétarsson.
Til máls tóku: ÓÞÓ, GS, MSM.
Afgreiðsla: Bæjarráð skipa Hólmfríður Skarphéðinsdóttir (D), Sigursveinn Bjarni Jónsson (S) og Daði Bergþórsson (B). Varamenn eru Elín Björg Gissurardóttir (D), Ólafur Þór Ólafsson (S) og Guðmundur Skúlason (B). H-listinn tilnefnir Magnús S. Magnússon sem áheyrnarfulltrúa í bæjarráði og Svavar Grétarsson sem varaáheyrnarfulltrúa.

6. 1605033 – Bæjarráð: kosning formanns
Kosning um formann bæjarráðs sbr. 27. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Sandgerðisbæjar nr. 813/2013. Lögð var fram tillaga S- og D-lista um að Hólmfríður Skarphéðinsdóttir verði formaður ráðsins.
Afgreiðsla: Tillagan er samþykkt með 4 atkvæðum S- og D-lista. Fulltrúar B- og Hlista sitja hjá.

7. 1605033 – Bæjarráð: kosning varaformanns.
Kosning um varaformann bæjarráðs sbr. 27. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Sandgerðisbæjar nr. 813/2013. Lögð var fram tillaga S- og D-lista um að Sigursveinn Bjarni Jónsson verði varaformaður ráðsins.
Afgreiðsla: Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum S- og D-lista. Fulltrúar B- og H-lista sátu hjá.

8. 1506161 – Skipan í embætti, nefndir, ráð og stjórnir
S- listi tilkynnir breytingu á skipan fulltrúa í frístunda- forvarna- og jafnréttisráði. Andri Þór Ólafsson víkur sæti úr ráðinu. Sæti hans tekur Ástrós Jónsdóttir. S- listi tilkynnir breytingu á skipan fulltrúa í fræðsluráði. Guðbjörg Eva Guðjónsdóttir tekur sæti sem aðalmaður í fræðsluráði í stað Ástrósar Jónsdóttur. S- listi tilkynnir breytingu á skipan fulltrúa í fræðsluráði. Þjóðbjörg Gunnarsdóttir tekur sæti sem varamaður í fræðsluráði í stað Guðbjargar Evu Guðjónsdóttur. B- listi tilkynnir breytingu á skipan fulltrúa í kjörstjórn Sandgerðisbæjar. Ester Grétarsdóttir víkur sæti sem 1. varamaður B- lista í kjörstjórn og Þorbjörg Bragadóttir tekur sæti í hennar stað.

9. 1605032 – Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar: tillaga um sumarleyfi
Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu um sumarleyfi bæjarstjórnar: Í samræmi við 14. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 8. gr samþykkta um stjórn og fundarsköp Sandgerðisbæjar er lagt til að fella niður reglubundna fundi bæjarstjórnar í júlí og ágúst 2016 vegna sumarleyfa. Í samræmi við 35. grein sveitarstjórnarlaga fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella á meðan sumarleyfi bæjarstjórnar stendur, eða fram að reglubundnum fundi bæjarstjórnar í september 2016. Ólafur Þór Ólafsson forseti bæjarstórnar.
Til máls tók: ÓÞÓ.
Afgreiðsla: Tillaga forseta er samþykkt samhljóða.

10. 1605031 – Sameining sveitarfélaga: umræðuskjal
Fyrir fundinum liggur umræðuskjal vegna hugsanlegra viðræðna um kosti og galla sameiningar Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs.
Bæjarstjóri fylgdi málinu eftir.
Til máls tóku: SÁ, ÓÞÓ, DB, GS, HS, MSM, SBJ, FS.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

11. 1511037 – Golfklúbbur Sandgerðis: viðauki
Frá 367. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 3. maí 2016, 7. mál. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að gera viðauka vegna málsins.
Fyrir fundinum liggur viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2016.
Afgreiðsla: Viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2016 er samþykktur samhljóða.

12. 1604031 – Leikskólinn Sólborg: breyting á innritunarreglum 2016
Frá 644. fundi bæjarráðs þriðjudaginn 10. maí 2016, 3. mál (sjá 21. mál í þessari fundargerð). Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fallið verði frá tillögu um breytingar á 4. gr., en tillaga að breytingum á 9. gr. verði samþykkt.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir að fallið verði frá tillögu um breytingar á 4. gr. með sex atkvæðum B- D- og S- lista, fulltrúi H- lista situr hjá. Bæjarstjórn samþykkir breytingar á 9. grein samhljóða.

13. 1511011 – Tjaldsvæði: samningur
Frá 644. fundi bæjarráðs þriðjudaginn 10. maí 2016, 2. mál (sjá 21. mál í þessari fundargerð). Bæjarráð felur bæjarstjóra að lagfæra samninginn við I- stay til samræmis við þær umræður sem fram fóru á fundinum og leggja hann fyrir bæjarstjórn.
Fyrir fundinum liggur: Samkomulag um úthlutun lóðar til uppbyggingar smáhýsa við tjaldsvæði Sandgerðisbæjar.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir samkomulaginu.
Til máls tóku: SÁ, MSM.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir Samkomulag um úthlutun lóðar til uppbyggingar smáhýsa við tjaldsvæði Sandgerðisbæjar samhljóða og felur bæjarstjóra að undirrita það fyrir hönd bæjarsins.

14. 1605023 – Knattspyrnufélagið Reynir: fasteignagjöld 2016: umsókn um styrk
Frá 645. fundi bæjarráðs þriðjudaginn 24. maí 2016, 2. mál (sjá 22. mál í þessari fundargerð). Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt samkvæmt 2. málsgrein 5. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, 7. grein reglugerðar um fasteignaskatt nr. 1160/2005 og reglum bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts frá 10. janúar 2012.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs samhljóða samkvæmt 2. málsgrein 5. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, 7. grein reglugerðar um fasteignaskatt nr. 1160/2005 og reglum bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts frá 10. janúar 2012.

15. 1601004 – Skipulagsmál norðan Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar: tillaga um samstarfsyfirlýsingu
Frá 645. fundi bæjarráðs þriðjudaginn 24. maí 2016, 1. mál (sjá 22. mál í þessari fundargerð). Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki samstarfsyfirlýsinguna og skipi Sigrúnu Árnadóttur bæjarstjóra og Ólaf Þór Ólafsson forseta bæjarstjórnar sem fulltrúa Sandgerðisbæjar í stýrihóp vegna málsins.

Afgreiðsla: Bæjarstjórn staðfestir samhljóða samstarfsyfirlýsingu Sveitarfélagsins Garðs, Sandgerðisbæjar og Reykjanesbæjar um samliggjandi skipulags- og/eða athafnasvæði umhverfis Keflavíkurflugvöll og skipan fulltrúa í starfshóp.

16. 1601038 – Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga: 114. fundur
Fundargerð 114. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 18. maí 2016.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

17. 1601038 – Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga: 115. fundur
Fundargerð 115. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 18. maí 2016.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

18. 1603001 – Húsnæðis- skipulags- og byggingarráð: 486. fundur
Fundargerð 486. fundar húsnæðis- skipulags- og byggingaráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram mánudaginn 2. maí 2016.
3. mál: 1511011 – Tjaldsvæði: fyrirhugaðar framkvæmdir. Sjá 13. mál í þessari fundargerð.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

19. 1605030 – Umhverfisráð Sandgerðisbæjar: 76. fundur
Fundargerð 76. fundar umhverfisráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 17. maí 2016.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

20. 1605009 – Bílastæðasjóður: fundargerðir 2016
Fundargerð 4. fundar Bílastæðasjóðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 20. apríl 2016.
1. mál: Ársreikningur bílastæðissjóðs Sandgerðisbæjar. Ársreikningnum er vísað til kynningar í bæjrráði.
Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.

21. 1601036 – Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 644. fundur
Fundargerð 644. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 10. maí 2016.
2. mál: 1511011 – Tjaldsvæði: fyrirhugaðar framkvæmdir. Sjá 13. mál í þessari fundargerð. 3. mál: 1604031 – Leikskólinn Sólborg: breyting á innritunarreglum 2016. Sjá 12. mál í þessari fundargerð. 5. mál: 1605011 – Starfsmannamál: skólastjóri Grunnskólans í Sandgerði. Bæjarstjórn færir Fanneyju Dóróthe Halldórsdóttur fráfarandi skólastjóra þakkir fyrir farsæl störf að fræðslumálum í Sandgerðisbæ sem skólastjóri.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

22. 1601036 – Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 645. fundur
Fundargerð 645. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 24. maí 2016.
1. mál: 1601004 – Skipulagsmál norðan Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar: samstarfsyfirlýsing. Sjá 15. mál í þessari fundargerð. 2. mál: 1605023 – Knattspyrnufélagið Reynir: fasteignagjöld 2016: umsókn um styrk. Sjá 14. mál í þessari fundargerð.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

23. 1601037 – Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar: 367. fundur
Fundargerð 367. fundar bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 3. maí 2016.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

24. 1601037 – Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar: 368. fundur (aukafundur)
Fundargerð 368. fundar bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar – Aukafundur. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 24. maí 2016.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:15
Ólafur Þór Ólafsson sign.
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign.
Sigursveinn B. Jónsson sign.
Fríða Stefánsdóttir sign.
Guðmundur Skúlason sign.
Daði Bergþórsson sign.
Magnús S. Magnússon sign.
Sigrún Árnadóttir sign.