367. fundur bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar

Home/bæjarstjórn/367. fundur bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar
  • Varðan, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði

367. fundur
bæjarstjórnar,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 3. maí 2016 og hófst hann kl. 17:00

 

Fundinn sátu:
Ólafur Þór Ólafsson forseti, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Sigursveinn B. Jónsson, Fríða Stefánsdóttir, Guðmundur Skúlason, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Þ. Kristjánsson.

Dagskrá:

1. 1603007 – Ársreikingur Sandgerðisbæjar 2015: önnur umræða
Frá 366. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar, þriðjudaginn 5. apríl 2016, 1. mál (sjá 19. mál í þessari fundargerð) og 643. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 26. apríl 2016, 2. mál (sjá 18. mál í þessari fundargerð).
Vísað samhljóða til annarrar umræðu á fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 3. maí 2016 í samræmi við 61. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri gerði grein fyrir helstu niðurstöðum reikninganna.
Forseti lagði fram tillögu að sameiginlegri bókun bæjarstjórnar við ársreikninginnn.

Til máls tóku: SÁ, ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir ársreikning Sandgerðisbæjar fyrir árið 2015 samhljóða og undirritar ársreikninginn því til staðfestingar.
Ársreikningur Sandgerðisbæjar fyrir árið 2015 sýnir að vel hefur tekist að fylgja eftir langtímastefnu sem mörkuð var af bæjarstjórn fyrir rúmum fimm árum um að ná niður skuldum bæjarfélagsins, ná jafnvægi í rekstri og veita bæjarbúum á sama tíma góða þjónustu.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta fyrir afskriftir, fjármagnsliði og óreglulega liði var jákvæð um 238 mkr. en neikvæð um 17 mkr. að teknu tilliti til framangreindra liða. Niðurstaðan er 40 mkr. betri en áætlun ársins gerði ráð fyrir. Heildartekjur ársins námu 1.716 mkr., rekstrargjöld námu 1.478 mkr.
Handbært fé frá rekstri nam 196 mkr. Fjárfestingar námu 66 mkr. en árin á undan var litlu fé varið til fjárfestinga og nýframkvæmda. Framlegð ársins var 14% og veltufé frá rekstri nam 245 mkr.
Afborganir langtímalána, vaxta og verðbóta námu 252 mkr. Lífeyrisskuldbindingar hækkuðu um 71 mkr. eða 40 mkr. umfram það sem áætlun gerði ráð fyrir.
Skuldaviðmið í árslok nam 188 % fyrir A hluta bæjarsjóðs og B hluta stofnanir, en 133% þegar eingöngu er litið til A hluta bæjarsjóðs. Skuldahlutfallið hefur lækkað verulega ár frá ári en það var 201% fyrir A og B hluta árið 2014 og 227% árið 2013. Áætlað er að viðmiðum sveitarstjórnarlaga um skuldaviðmið og rekstrarjafnvægi verði náð árið 2019 sem er nokkru fyrr en langtímaáætlun frá 2012 gerði ráð fyrir.

2. 1507008 – Fjárhagsáætlun 2016: viðauki 1
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2016. Frá 642. fundi bæjarráðs Sandgerisbæjar þriðjudaginn 12. apríl 2016, 2. mál (sjá 17. mál í þessari fundargerð).
Forseti lokaði fundi við afgreiðslu málsins.Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

Til máls tók: SÁ,

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða viðauka 1 við fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2016 vegna félagsþjónustu.

3. 1508020 – Starfsmannamál 2015
Frá 643. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 26. apríl, 6. mál. (sjá 18. mál í þessari fundargerð).
Forseti lokaði fundi við afgreiðslu málsins.Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

Til máls tóku: SÁ, MSM, ÓÞÓ

Afgreiðsla:
Bæjarastjórn staðfestir samhljóðs tillögu bæjarráðs frá 643. fundi ráðsins um að Guðrún Björg Sigurðardóttir gegni tímabundið starfi félagsmálastjóra til loka árs 2016.

4. 1603006 – Starfsskóli Sandgerðisbæjar: sumarvinna: Sumar 2016
Frá 643. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 26. apríl 2016, 10. mál (sjá 15. og 18. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga um niðurfellingu á garðþjónustu verði samþykkt með þeirri breytingu að ákvæði um íbúðalánasjóð verði fellt út.Til máls tóku: DB, ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Tillaga bæjarráðs um niðurfellingu á garðþjónustu er staðfest samhljóða með þeirri breytingu að ákvæði um íbúðalánasjóð verði fellt út.

5. 1604014 – Refa- og minkaveiðar: umsókn um leyfi
Frá 643. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 26. apríl 2016, 4. mál (sjá 18. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.Afgreiðsla:
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða tillögu bæjarráðs um að erindi Páls Þórðarsonar dags. 12. apríl 2016 þar sem sótt er um leyfi til refa og minkaveiða í bæjarfélaginu verði samþykkt.
6. 1603005 – Upplýsing: styrkbeiðni vegna Landsfundar á Suðurnesjum 29. og 30. september 2016
Frá 642. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 12. apríl 2016, 4. mál (sjá 17. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt.Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða styrk til landsfundar Upplýsingar, félags bókasafns – og upplýsingafræða.
7. 1511037 – Golfklúbbur Sandgerðis: endurnýjun samstarfssamnings
Frá 642. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 12. apríl 2016, 3. mál (sjá 15. og 17. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að á þessu ári verði bætt við samning Sandgerðisbæjar og Golfklúbbs Sandgerðis vegna viðhalds og vinnu á golfvellinum.
Bæjarráð leggur jafnframt til að Golfklúbbnum verði færð afmælisgjöf af tilefni 30 ára afmælis klúbbsins.Til máls tóku: SÁ, DB, MSM.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða endurnýjun samstarfssamnings Sandgerðisbæjar og Golfklúbbs Sandgerðis fyrir árið 2016.
Bæjarstjórn óskar Golfklúbbi Sandgerðis til hamingju með afmælið og staðfestir jafnframt gjöf til Golfklúbbsins í tilefni af 30 ára afmælis klúbbsins.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að gera viðauka vegna málsins.

8. 1506072 – Íþróttafélög í Sandgerði: Björgunarsveitin Sigurvon: samstarfssamningar 2015 – 2018
Frá 643. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 26. apríl 2016, 9. mál (sjá 18. mál í þessari fundargerð).
Meirihluti bæjarráðs leggur til að beiðni um sumarstarfsmann verði hafnað, fulltrúi B – lista situr hjá.
Bæjarráð leggur til að kaupum á knattspyrnumörkum verði vísað til fjárfestingaáætlunar.
Þá felur bæjarráð bæjarstjóra og frístunda- og forvarnafulltrúa að eiga frekari viðræður við Björgunarsveitina Sigurvon.Bæjarstjóri fór yfir málið.

Til máls tóku: SÁ, GS, HS, MSM, DB, FS, SBJ.

Afgreiðsla:
Fulltrúar D-, S- og H- lista staðfesta tillögu meirihluta bæjarráðs um afgreiðslu á beiðni um sumarstarfsmann, fulltrúar B- lista sitja hjá.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að kaupum á knattspyrnumörkum verði vísað til fjárfestingaáætlunar.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra og starfsmönnum að vinna minnisblað um að skoða betur samning við Knattspyrnudeild Reynis og leggja fyrir bæjarráð.

9. 1604031 – Leikskólinn Sólborg: breyting á innritunarreglum 2016
Frá 300. fundi fræðsluráðs Sandgerðisbæjar mánudaginn 27.apríl 2016, 1. mál (sjá 13. mál í þessari fundargerð).
Fræðsluráð leggur til breytingar á innritunarreglum í leikskóla.Til máls tóku: HS, MSM, GS, ÓÞÓ, FS.

Afgreiðsla:
HS gerir grein fyrir atkvæði sínu, MSM gerir grein fyrir atkvæði sínu, GS gerir grein fyrir atkvæði sínu.
Bæjarstjórn frestar afgreiðslu málsins og vísar því til fekari skoðunar í bæjarráði.

10. 1511017 – Ferðamál í Sandgerðisbæ: opinn fundur
Frá 12. fundi atvinnu- ferða og menningarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 27. apríl 2016, 1. mál (sjá 14. mál í þessari fundargerð).
Atvinnu-ferða- og menningarráð vísar tillögum og leiðarljósi til kynningar í bæjarstjórn Sandgerðisbæjar.Afgreiðsla:
Bæjarstjórn þakkar AFM góðar tillögur og leiðarljós í ferðamálum og vísar þeim til umfjöllunar í bæjarráði Sandgerðisbæjar.
11. 1601013 – Menningarmál í Sandgerðisbæ: opinn fundur
Frá 12. fundi atvinnu- ferða og menningarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 27. apríl 2016, 2. mál (sjá 14.mál í þessari fundargerð) og 34. fundi frístunda- forvarna- og jafnréttisráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 27. apríl 2016, 1. mál (sjá 15. mál í þessari fundargerð).
Ráðin héldu sameiginlegan fund um þetta mál.
Atvinnu-ferða- og menningarráð vísar niðurstöðum fundar um menningarmál til kynningar í bæjarstjórn.
Sameiginleg niðurstaða frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs og atvinnu-ferða- og menningarráðs: Formönnum ráðanna og starfsmönnum er falið að vinna frekari tillögur að framkvæmd bæjarhátíða fyrir gerð fjárhagsáætlunar.Afgreiðsla:
Bæjarstjórn þakkar AFM og FFJ góðar ttillögur í menningarmálum og vísar þeim til umfjöllunar í bæjarráði Sandgerðisbæjar.
12. 1601034 – Fræðsluráð: 300. fundur 27. apríl 2016
Fundargerð 300. fundar fræðsluráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram mánudaginn 27.apríl 2016.

1. mál: Innritunarreglur leikskólans: breytingar á 4. gr og 9. gr.
Sjá 9. mál í þessari fundargerð.

Til máls tóku: FS, ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir að Skjöldur: eineltisáætlun Grunnskólans í Sandgerðpði verði kynnt fyrir bæjarráði.

13. 1601035 – Atvinnu-, ferða- og menningarráð: 12. fundur 27. apríl 2016
Fundargerð 12. fundar atvinnu- ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 27. apríl 2016.

1. mál: 1511017 – Ferðamál í Sandgerðisbæ: opinn fundur.
Sjá 10. mál í þessari fundargerð.

2. mál: 1601013 – Menningarmál í Sandgerðisbæ: opinn fundur.
Sjá 11. mál í þessari fundargerð.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.

14. 1601033 – Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráð: 34. fundur 27. apríl 2016
Fundargerð 34. fundar frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 27. apríl 2016.

1. mál: 1601013 – Menningarmál í Sandgerðisbæ: opinn fundur.
Sjá 11. mál í þessari fundargerð.

2. mál: 1511037 – Golfklúbbur Sandgerðis: endurnýjun samstarfssamnings.
Sjá 7 og 17. mál í þessari fundargerð.

3. mál: 1603006 – Starfsskóli Sandgerðisbæjar: Sumar 2016.
Sjá 4. og 18. mál í þessari fundargerð.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.

15. 1601038 – Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga: 113. fundur
Fundargerð 113. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 20. apríl 2016.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.

16. 1601036 – Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 642. fundur
Fundargerð 642. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 12. apríl 2016.

2. mál: 1507008 – Fjárhagsáætlun 2016: viðauki 1: trúnaðarmál.
Sjá 2. mál í þessari fundargerð.

3. mál: 1511037 – Golfklúbbur Sandgerðis: endurnýjun samstarfssamnings.
Sjá 7. mál í þessari fundargerð.

4. mál: 1603005 – Upplýsing: styrkbeiðni vegna Landsfundar á Suðurnesjum 29. og 30. september 2016.
Sjá 6. mál í þessari fundargerð.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.

17. 1601036 – Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 643. fundur
Fundargerð 643. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 26. apríl 2016.

2. mál: 1603007 – Ársreikingur Sandgerðisbæjar 2015.
Sjá 1. mál í þessari fundargerð.

4. mál: 1604014 – Refa- og minkaveiðar: umsókn um leyfi.
Sjá 5. mál í þessari fundargerð.

6. mál: 1604012 – Umsögn um rekstrarleyfi: Heimagisting: Bogabraut 18.
Málið var rætt.

8. mál: 1508020 – Starfsmannamál 2015.
Sjá 3. mál í þessari fundargerð.

9. mál: 1506072 – Íþróttafélög í Sandgerði: Björgunarsveitin Sigurvon: samstarfssamningar 2015 – 2018.
Sjá 8. mál í þessari fundargerð.

10. mál: 1603006 – Starfsskóli Sandgerðisbæjar: tillögur um breytingar á garðþjónustu.
Sjá 4. mál í þessari fundargerð.

Til máls tóku: DS, HS, MSM, ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.

18. 1601037 – Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar: 366. fundur
Fundargerð 366. fundar bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 5. apríl 2016.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:30
Ólafur Þór Ólafsson sign.
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign.
Sigursveinn B. Jónsson sign.
Fríða Stefánsdóttir sign.
Guðmundur Skúlason sign.
Daði Bergþórsson sign.
Magnús S. Magnússson sign.
Sigrún Árnadóttir sign.