366. fundur bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar

Home/bæjarstjórn/366. fundur bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar
  • Varðan, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði

366. fundur
bæjarstjórnar,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 5. apríl 2016 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Ólafur Þór Ólafsson forseti, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Sigursveinn B. Jónsson, Fríða Stefánsdóttir, Guðmundur Skúlason, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Þ. Kristjánsson.

Dagskrá:

1. 1603007 – Ársreikingur Sandgerðisbæjar 2015: fyrri umræða.
Frá 641. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 22.mars 2016, 1. mál (sjá 15. mál í þessari fundargerð).
Gestir fundarins í þessu máli voru Anna Birgitta Geirfinnsdóttir endurskoðandi frá Deloitte ehf. og Elísabet G. Þórarinsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Sandgerðisbæjar.
Fyrir fundinum liggur ársreikningur Sandgerðisbæjar 2015 undirritaður af óháðum endurskoðendum Deloitte ehf.Anna Birgitta Geirfinnsdóttir endurskoðandi fór yfir ársreikninginn.
Ársreikningurinn er gerður samkvæmt 61. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 fyrir sveitarsjóð, stofnanir sveitarfélagsins og fyrirtæki þess. Jafnframt er gerður samstæðureikningur fyrir sveitarfélagið, þ.e. sveitarsjóð, stofnanir þess og fyrirtæki með sjálfstætt reikningshald, sbr. 60. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ársreikningurinn er gerður samkvæmt lögum um ársreikninga, reglum settum samkvæmt þeim lögum og sveitarstjórnarlögum sem og góðri reikningsskilavenju.

Bæjarstjóri skýrði ársreikninginn frekar.

Til máls tóku: SÁ, MSM, HS, ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Ársreikningi Sandgerðisbæjar 2015 er vísað samhljóða til annarrar umræðu á fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 3. maí 2016 í samræmi við 61. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

2. 1508002 – Fjármál: afskriftir 2016 – trúnaðarmál
Frá 641. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 22.  mars 2016, 2. mál (sjá 15. mál í þessari fundargerð).
Forseti lokaði fundi við afgreiðslu þessa máls.
Bæjarstjóri lagði fram lista með tillögum til afskrifta. Gert er ráð fyrir afskriftunum á niðurfærslureikningi í efnahagsreikningi Sandgerðisbæjar.
Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðkomandi listi verði samþykktur.Bæjarstjóri fór yfir málið.

Til máls tók: SÁ.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs samhljóða.
Forseti opnaði fund að nýju að lokinni afgreiðslu þessa máls.

3. 1601022 – Sandgerðishöfn 2016
Frá 9. fundi hafnaráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 15. mars 2016, 1. mál (sjá 11. mál í þessari fundargerð) þar sem eftirfarandi var bókað:
Hafnaráð leggur til við bæjarstjórn að árlega verði hafnasjóði tryggt ákveðið fjárframlag til þess. Hafnaráð óskar eftir tillögum um endurskoðun á þjónustu og rekstri hafnarinnar með það að markmiði að ná niður rekstrarkostnaði.
Þá telur hafnaráð rétt að kannað verði hvort hagkvæmt geti reynst að sameinast öðrum höfnum. Einnig var rætt var um sölu eigna, breytingar á aflagjaldi og að finna þyrfti leiðir til þess að afla höfninni frekari tekna.
Frá 641. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 22. mars 2016, 3. mál (sjá 15. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð ræddi máið sem verður áfram til vinnslu.Til máls tóku: SÁ, SBJ, MSM, FS, HS, DB, ÓÞÓ, GS.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn vísar málinu til áframhaldandi vinnslu í bæjarráði og hafnaráði.

4. 1506170 – Samgönguáæltun 2015 – 2018: verkefni í hafnargerð og sjóvörnum.
Frá 9. fundi hafnarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 15. mars 2016, 1. mál (sjá 11. mál í þessari fundargerð) þar sem eftirfarandi var bókað:
Hafnaráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði í endurbætur á suðurbryggjunni og að farið verði að tillögu siglingasviðs um umfang viðgerðar og áfangaskiptingu verksins. Hafnaráð leggur til að farið verði fram á að dýpkun við löndunarkrana hafnarinnar verði sett á samgönguáætlun.
Frá 641. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 22. mars 2016, 3. mál (sjá 15. mál í þessari fundargerð).
Afgreiðsla: Málið er í vinnslu. Bæjarráð óskar eftir að lögð verði fram endurskoðuð áætlun um fjárfestingar og fjárfestingagetu Sandgerðisbæjar 2016-2019.Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

Til máls tók: SÁ.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn vísar málinu til áframhaldandi vinnslu í bæjarráði og hafnarráði.

5. 1512005 – Hjólastígur milli Sandgerðisbæjar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar
Frá 485. fundi Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs mánudaginn 29. febrúar 2016, 1. mál (sjá 10. mál í þesari fundargerð) og 640. fundi bæjarráðs þriðjudaginn 8. mars 2016, 8. mál (sjá 14. mál í þessari fundargerð).
Fjórar tillögur að staðsetningu göngu- og hjólastígs milli Sandgerðisbæjar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, ásamt tillögu húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs um val á staðsetningu stígs.Til máls tóku: GS, SÁ, MSM, ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn staðfestir að tillaga húsnæðis- skipulags- og byggingaráðs og bæjarráðs um staðsetningu göngu- og hjólastígs verði höfð að leiðarljósi við staðsetningu stígsins.

6. 1512016 – Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2015-2030: endurskoðun
Frá 485. fundi Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs mánudaginn 29. febrúar 2016, 2. mál (sjá 11. mál í þessari fundargerð).
Ráðið gerir ekki athugasemdir við drög að skipulags-og matslýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjanesbæjar 2015-2030.Afgreiðsla:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs samhljóða.
7. 1506089 – Keflavíkurflugvöllur: skipulagsmál: aðalskipulag 2013-2030
Frá 485. fundi Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs mánudaginn 29. febrúar 2016, 3. mál (sjá 11. mál í þessari fundargerð).
Ráðið gerir ekki athugasemdir við aðalskipulagstillöguna.Afgreiðsla:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs samhljóða.
8. 1601006 – Samþykktir um stjórn og fundarsköp Sandgerðisbæjar
Erindi innanríkisráðuneytisins dags. 29. mars 2016 þar sem breyting á samþykkt um stjórn og fundarsköp Sandgerðisbæjar nr. 813/2013 með síðari breytingu er staðfest, sbr. erindi Sandgerðisbæjar til ráðuneytisins dags. 7. mars 2016.
Samþykktin hefur verið send til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar
9. 1601034 – Fræðsluráð: 299. fundur
Fundargerð 299. fundar fræðsluráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram mánudaginn 14. mars 2016.

7. mál: Starfsmannamál.
Bæjarstjórn tekur undir þakkir fræðsluráðs til Önnu Kristjönu Egilsdóttur fyrir störf hennar við skólann.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest.

10. 1603001 – Húsnæðis- skipulags- og byggingarráð: 485. fundur
Fundargerð 485. fundar húsnæðis- skipulags- og byggingaráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram mánudaginn 29. febrúar 2016.

1. mál: 1512005 – Hjólastígur milli Sandgerðisbæjar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Sjá 5. mál í þessari fundargerð.

2. mál: 1512016 – Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2015-2030: endurskoðun.
Sjá 6. mál í þessari fundargerð.

3. mál: 1506089 – Keflavíkurflugvöllur: skipulagsmál: aðalskipulag 2013-2030.
Sjá 7. mál í þessari fundargerð.

4. mál: 1601008 – Keflavíkurflugvöllur: deiliskipulagstillögur.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við deiliskipulagslýsingarnar og leggur áherslu á góða samvinnu vegna tengingar á hjóla-/göngustígs milli Sandgerðisbæjar og Flugstöðvarsvæðis í skipulagi.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest.

11. 1603003 – Hafnaráð Sandgerðisbæjar: 9. fundur
Fundargerð 9. fundar hafnarráðs Sandgerðisbæjar. fundurinn fór fram þriðjudaginn 15. mars 2016.

1. mál: 1601022 – Sandgerðishöfn 2016.
Sjá 3. mál í þessari fundargerð.

4. mál: 1506170 – Samgönguáæltun 2015 – 2018: verkefni í hafnargerð og sjóvörnum – Fjármagn til Suðurbryggju.
Sjá 4. mál í þessari fundargerð.

5. mál: 1509015 – Byggðakvóti: vinnsla/rekjanleiki.
Málið var rætt.

Til máls tók: MSM.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest.

12. 1601038 – Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga: 111. fundur
Fundargerð 111. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga. Fundurinn fór fram föstudaginn 18. mars 2016.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest.

13. 1601038 – Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga: 112. fundur
Fundargerð 112. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 23. mars 2016.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest.

14. 1601036 – Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 640. fundur
Fundargerð 640. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 8. mars 2016.

8. mál: 1512005 – Hjólastígur milli Sandgerðisbæjar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Sjá 5. mál í þessari fundargerð.

12. mál: 1602030 – Þekkingarsetur Suðurnesja: fundargerðir 2016.
Málið var rætt.

Til máls tók: ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest.

15. 1601036 – Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 641. fundur
Fundargerð 641. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 22. mars 2016.

1. mál: 1603007 – Ársreikingur Sandgerðisbæjar 2015.
Sjá 1. mál í þessari fundargerð.

2. mál: 1508002 – Fjármál: afskriftir 2016 – trúnaðarmál.
Sjá 2. mál í þessari fundargerð.

3. mál: 1601022 – Sandgerðishöfn 2016.
Sjá 3. mál í þessari fundargerð.

6. mál: 1506170 – Samgönguáæltun 2015 – 2018: verkefni í hafnargerð og sjóvörnum.
Sjá 4. mál í þessari fundargerð.

9. mál: 1509052 – Gervigrasvellir: upplýsingar og samantekt.
Málið var rætt.

14. mál: 1512025 – Íþróttamaður ársins 2015.
Bæjarstjórn tekur undir hamingjuóskir bæjarráðs til Daníels Arnars Ragnarssonar Íþróttamanns ársins 2015.

Til máls tóku: DB, MSM, SÁ, ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest.

16. 1601037 – Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar: 365. fundur
Fundargerð 365. fundar bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 1. mars 2016.

Til máls tóku:

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:55

Ólafur Þór Ólafsson sign.
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign.
Sigursveinn B. Jónsson sign.
Fríða Stefánsdóttir sign.
Guðmundur Skúlason sign.
Daði Bergþórsson sign.
Magnús S. Magnússon sign.
Sigrún Árnadóttir sign.