365. fundur bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar

Home/bæjarstjórn/365. fundur bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar
  • Varðan, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði


365. fundur
bæjarstjórnar,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 1. mars 2016 og hófst hann kl. 17:30

Fundinn sátu:
Ólafur Þór Ólafsson forseti, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Sigursveinn B. Jónsson, Fríða Stefánsdóttir, Guðmundur Skúlason, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Jóna María Viktorsdóttir.

Dagskrá:

1. 1601006 – Samþykktir um stjórn og fundarsköp Sandgerðisbæjar – síðari umræða
Frá 638. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 12. janúar 2016, 3. mál (sjá 11. mál í þessari fundargerð) og 364. fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn 2. febrúar 2015, 1. mál (sjá 13. mál í þessari fundargerð).
Tillaga um breytingu á stjórn og fundarsköpum Sandgerðisbæjar. Önnur umræða.
Bæjarstjórn vísar tillögunni samhljóða til frekari vinnslu í bæjarráði og annarrar umræðu hjá bæjarstjórn að því loknu.
Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tímasetning funda bæjarstjórnar og bæjarráðs verði ákveðin kl.17:00.
Vísað til til síðari umræðu á 365. fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn 3. mars 2016.Til máls tóku: HS.Afgreiðsla:
Tillaga bæjarráðs um eftirfarandi breytingu á stjórn og fundarsköpum Sandgerðisbæjar er samþykkt samhljóða:

8. grein hljóði svo:
”Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar heldur reglulega fundi bæjarstjórnar á bæjarskrifstofu Sandgerðisbæjar fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl. 17:00 í fundarsal bæjarins í Vörðunni, Miðnestorgi 3.
Aukafundi skal halda þegar forseti bæjarstjórnar eða bæjarstjóri telur það nauðsynlegt eða ef þriðjungur bæjarfulltrúa óskar þess…“
28. grein hljóði svo:
”Bæjarráð skal að jafnaði halda fund tvisvar sinnum í hverjum mánuði, annan og fjórða þriðjudag kl.17:00…“

2. 1507008 – Fjárhagsáætlun 2016 – 2019: fjárfestingar
Frá 639. fundi bæjarráðs þriðjudaginn 23. febrúar 2016, 1. mál (sjá 12.mál í þessari fundargerð).
Tillögur um fjárfestingaverkefni 2016-2019.
Afgreiðsla:
Meirihluti bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að samþykktir verði fyrstu 5 fyrstu liðir framlagðrar tillögu um fjárfestingaverkefni 2016-2019. Tillögur um ferkari fjárfestingar verða lagðar fram síðar. Fulltrúi B- lista situr hjá.Til máls tóku: SBJ, DB, HS, GS, FS, SG, Ó.Þ.Ó.Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykki tillögu meirihluta bæjarráðs samhljóða. Eftirfarandi fjárfestingaverkefni eru samþykkt.

1. Sjóvarnir við Norðurkotstjörn, Eyktarhólma og Hrossatjörn. 3,3 mkr
2. Fráveituframkvæmdir 3. Áfangi 16. mkr
3. Sjávarbraut – Bundið slitlag 14. mkr
4. Kaup á rými Landsbankans á jarðhæð í Vörðunni. 9. mkr
5. Uppfylling á gangstíg við Sandgerðistjörn. 2,5 mkr

3. 1511033 – Félagslegar íbúðir Sandgerðisbæjar
Frá 639. fundi bæjarráðs þriðjudaginn 23. febrúar 2016, 2. mál (sjá 12.mál í þessari fundargerð).
Fjallað var um leigu á félagslegum íbúðum í Sandgerðisbæ.
A) Leigusamningar.
B) Tekjuviðmið.
Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fram lagðar tillögur verði samþykktarTil máls tóku: DB, FS, SÁ.Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir samljóða eftirfarandi tillögur bæjarráðs.
A) Fermetraverð í félagslegu leiguhúsnæði Sandgerðisbæjar og íbúðum fyrir 60 ára og eldri, sem úthlutað er samkvæmt reglum félagsþjónustu Sandgerðisbæjar verði kr. 990.
Lagt er til að hækkunin fari fram í tveimur þrepum, fyrst um áramót 2016/2017 og um áramót 2017/2018. Ekki er lagttil að leiguverð verði lækkað í þeim íbúðum þar sem gert er ráð fyrir lækkun til að verðið samræmist heldur að látið verði hjá líða að hækka verð miðað við vísitölu þar til samræmdu fermetraverði hefur verið náð.
B) Við breytingar á tekju- og eignaviðmiðum í reglum um úthlutun félagslegra leiguíbúða, verði miðað við þær upphæðir sem tilgreindar eru í reglugerð nr. 1042/2013 uppreiknaðar til dagsins í dag. Einnig er lagt til að upphæðirnar verði endurskoðaðar árlega með tilliti til breytinga á reglugerð og samfélagslegra aðstæðna.
4. 1602021 – Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum: Rekstur 2016
Frá 639. fundi bæjarráðs þriðjudaginn 23. febrúar 2016, 3. mál (sjá 12.mál í þessari fundargerð).
Fyrir fundinum liggja skuldabréf vegna Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum, viðauki við skuldabréf nr. 0142-36-056964 vegna Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum.
Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðauki við skuldabréf nr. 0142-36-056964 vegna Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum verði samþykktur.Til máls tóku: FS, DB HS, Ó.Þ.Ó, GS.Afgreiðsla:
Tillaga bæjarráðs vegna viðauka við skuldabréf nr. 0142-36-056964 vegna Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum er samþykkt samhljóða.
5. 1510036 – Íþróttafélagið Nes: Íslandsmót fatlaðra 2016
Frá 639. fundi bæjarráðs þriðjudaginn 23. febrúar 2016, 6. mál og frá 33. fundi frístunda- forvarna- og jafnréttisráðs Sandgerðisbæjar miðvikudaginn 17. febrúar 2016 (Sjá 9. mál í þessari fundargerð).
Erindi Íþróttafélagsins Nes sem heldur Íslandsmót fatlaðra 11. – 13. mars 2016 þess efnis að þátttakendur í mótinu fái frítt í sund þá helgi. Þess er einnig óskað að fulltrúi sveitarfélagsins komi að verðlaunaafhendingu á mótinu og verði einn af heiðursgestum mótsins.
Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að þátttakendur í Íslandsmóti fatlaðra fái frítt í sund í sundlaug Íþróttamiðstöðvar Sandgerðis helgina 11. til 13. mars.
Bæjarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að bæjarstjóri verði fulltrúi Sandgerðisbæjar sem heiðursgestur á mótinu og við afhendingu verðlauna.Afgreiðsla:
Tillaga bæjarráðs er samþykkt samhjóða.
6. 1602026 – Knattspyrnufélagið Týndar stjörnur: styrkbeiðni 2016
Frá 639. fundi bæjarráðs þriðjudaginn 23. febrúar 2016, 7. mál.
Erindi knattspyrnufélagsins Týndar stjörnur dags. 19.02. 2016 þar sem sótt er um styrk til Sandgerðisbæjar vegan þátttöku félagsins í utandeildarkeppni í knattspyrnu.
Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði styrkur að upphæð kr. 25.000,- til knattspyrnufélagsins Týndar stjörnur. Styrkurinn verði greiddur af liðnum “Íþróttir: Aðrir styrkir og framlög” nr. 0692-9991.Afgreiðsla:
Tillaga bæjarráðs er samþykkt samhjóða.
7. 1601004 – Skipulagsmál í nágrenni FLE: tillögur vinnuhóps
Fyrir fundinum liggja greinargerð og tillögur vinnuhóps vegna skipulagsmála í landi Sandgerðisbæjar norðan við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Frá 639. fundi bæjarráðs 23. febrúar 2016 þar sem lagt er til að tillögur vinnuhópsins verði samþykktar og jafnframt að Ólafi Þór Ólafssyni, Guðmundi Skúlasyni og Sigrúnu Árnadóttur verði áfram falið að skipa vinnuhóp til eftirfylgni í málinu.

Til máls tóku: DB, HS, FS, GS, Ó.Þ.Ó.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi tillögur:

1. Að samvinna verði milli sveitarfélaganna þriggja, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Isavia og Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja um uppbyggingu og skipulag í nágrenni við flugvallarsvæðið. Sameiginleg heildarsýn verði mótuð hið fyrsta, skipulag taki mið af henni og verkefnum forgangsraðað. Þannig verði hagsmunum sveitarfélagana og svæðisins best borgið til skemmri og lengri tíma.
2. Að samkomulag í anda þess sem gert var árið 2010 um uppbyggingu, þróun og skipulag verði gert að nýju og ríkisvaldið verði aðili að slíku samkomulagi.
3. Að svetiarfélögin beiti sér fyrir því að ríkisvald veiti fjármagni sem fæst af sölu fasteigna á fyrrum varnarsvæði til uppbyggingarinnar í kringum alþjóðaflugvöllinn á Miðnesheiði.

8. 1602017 – Ungmennaráð: fundargerðir 2015
Fundargerð 5. fundar Ungmennaráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram mánudaginn 14. desember 2015.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.

9. 1510021 – Ungmennaráð: fundargerðir 2016
Fundargerð 6. fundar Ungmennaráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram laugardaginn 6. febrúar 2016.

3. mál: Ungmennráð Garðs og Sandgerðis, hópavinna. Fulltrúar hvers hóps kynntu niðustöður.

Til máls tóku: FS.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn fagnar þeirri umræðu sem farið hefur fram á vegum Ungmennaráðs og samþykkir að fram fari sameiginlegur fundur ráðsins og bæjarstjórnar.
Fundargerð staðfest samhljóða.

10. 1602003F – Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráð – 33
Fundargerð 33. fundar frístunda- forvarna- og jafnréttisráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 17. febrúar 2016.

3. mál: 1512025 – Íþróttamaður ársins 2015.

Til máls tóku: Ó.Þ.Ó

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.

11. 1602034 – Fjölsk. og velf. nefnd Sandg. Sv. G. og Sv V. Fundargerðir 2016
Fundargerð 110. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 18. febrúar 2016.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.

12. 1602004F – Bæjarráð – 639
Fundargerð 639. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 23. febrúar 2016.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.

12.1. 1507008 – Fjárhagsáætlun 2016 – 2019: a. fjárfestingar, b. endurkaup fasteigna
Sjá 2. mál í þessari fundargerð.
12.2. 1511033 – Félagslegar íbúðir Sandgerðisbæjar: a. leigusamningar, b. tekjuviðmið
Sjá 3. mál í þessari fundargerð.
12.3. 1602021 – Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum: viðauki við skuldabréf
Sjá 4. mál í þessari fundargerð.
12.4. 1510036 – Íþróttafélagið Nes: Íslandsmót fatlaðra 2016
Sjá 5. mál í þessari fundargerð.
12.5. 1602026 – Knattspyrnufélagið Týndar stjörnur styrkbeiðni
Sjá 6. mál í þessari fundargerð.
12.6. – Skipulagsmál í nágrenni FLE: Tillögur vinnuhóps
Sjá 7. mál í þessari fundargerð.
13. 1602001F – Bæjarráð – 638
Fundargerð 638. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 9. febrúar 2016.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.

13.1. 1601006 – Samþykktir um stjórn og fundarsköp Sandgerðisbæjar
Sjá 1. mál í þessari fundargerð.
14. 1601006F – Bæjarstjórn – 364
Fundargerð 364. fundar bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 2. febrúar 2016.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19.30

Ólafur Þór Ólafsson sign.
Hólmfríður Skarphéinsdóttir sign.
Sigursveinn B. Jónsson sign.
Fríða Stefánsdóttir sign.
Guðmundur Skúlason sign.
Daði Bergþórsson sign.
Magnús S. Magnússon sign.
Sigrún Árnadóttir sign.