363. fundur bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar

Home/bæjarstjórn/363. fundur bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar
  • Varðan, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði

363. fundur

bæjarstjórnar,

haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,

þriðjudaginn 5. janúar 2016 og hófst hann kl. 17:30

Fundinn sátu:

Ólafur Þór Ólafsson forseti, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Sigursveinn B. Jónsson, Fríða Stefánsdóttir, Daði Bergþórsson, Eyjólfur Ólafsson í forföllum Guðmundar Skúlasonar, Svavar Grétarsson í forföllum Magnúsar S. Magnússonar og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.

Dagskrá:

1. 1506169 – Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2015 – 2018: viðaukar
Frá 635. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 22. desember 2015, 3. mál (sjá 10. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðauki nr. 12 verði samþykktur.
Viðauki nr. 12 er tillaga bæjarstjóra og fjármálastjóra Sandgerðisbæjar um hvernig brugðist skuli við meiri launahækkunum á árinu 2015 en gert hafði verið ráð fyrir.
Tillögurnar gera ráð fyrir að málið verði leyst innan ramma gildandi fjárhagsáætlunar.Bæjarstjóri fór yfir málið.

Til máls tóku: SÁ, HS, ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 12 við fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2015 samhljóða.
Bæjarstjórn vísar frekari umræðum um launakostnað vegna ársins 2015 til vinnslu í bæjarráði.

2. 1506133 – Fluglestin
Frá 635. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 22. desember 2015, 1. mál (sjá 10. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samstarfssamningurinn verði samþykktur.
Til máls tóku: HS, DB, ÓÞÓ.Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrir hönd Sandgerðisbæjar samstarfssamning milli Fluglaestarinnar þróunarfélags ehf. og sveitarfélaganna á Suðurnesjum; Reykjanesbæjar, Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga um skipulagsmál vegna hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins.
Bæjarstjórn vísar samningnum til kynningar í húsnæðis- skipulags og byggingarráði Sandgerðisbæjar.
3. 1512003 – Kvennaathvarf: umsókn um rekstarstyrk
Frá 634. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 8. desember 2015, 1. mál (sjá 9. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindinu verði hafnað.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs samhljóða.
4. 1507016 – Þjónustusvæði um málefni fatlaðs fólks á Suðurnesjum.
Frá 635. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 22. desember 2015, 5. mál (sjá 10. mál í þessari fundargerð).
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar sameiginlegum tillögum bæjarstjóra sveitarfélaganna á Suðurnesjum til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjóri fór yfir málið.Tillögur bæjarstjóra sveitarfélaganna á Suðurnesjum að fyrirkomulagi þjónustu við fatlað fólk á Suðurnesjum voru ræddar.

Til máls tóku: SÁ, DB, HS, ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi tillögur:
1. Sveitarfélögin haldi áfram að reka þjónustuna með sama hætti og verið hefur, m.a. með vísan til þess að endurskoðun laga hefur ekki farið fram og ekki liggur fyrir hvort ákvæði um lágmarksstærð þjónustusvæða verði í lögunum og þá með hvaða hætti.
2. Stjórn málaflokks fólks með fötlun færist frá stjórn SSS til sveitarfélaganna til samræmis við niðurstöðu stjórnar SSS frá 17. nóvember 2014 þar sem fram kemur að samningur um þjónustusvæði í málefnum fatlaðs fólks renni út í lok árs 2014 og þar sem ekki liggi fyrir vilji til að koma á byggðasamlagi um þjónustuna vísi stjórn SSS verkefninu til sveitarfélaganna. Stjórn og ábyrgð á rekstri og þróun þjónustunnar liggi þannig hjá hverri bæjarstjórn fyrir sig.
3. Sveitarfélögin eða félagsþjónustusvæðin geri með sér samkomulag um þjónustuúrræði eins og þjónustu Hæfingarstöðvarinnar og Heiðarholts.
4. Sveitarfélögin munu stofna samráðsvettvang sem hefur það hlutverk að miðla þekkingu og upplýsingum, ræða sameiginlega rekin þjónustuúrræði og leita leiða til að reka þjónustuna með sem hagkvæmustum hætti.

5. 1512025 – Íþróttamaður ársins 2015: fulltrúar í nefnd
Fyrir fundinum liggur reglugerð vegna kjörs á íþróttamanni ársins í Sandgerði.
Samkvæmt reglugerðinni skulu tveir fulltrúar skipaðir úr hópi kjörinna bæjarfulltrúa í nefnd um val íþróttamann ársins og skal annar þeirra vera formaður hópsins. Skipa skal árlega í nefndina og skal það gert fyrir 1. febrúar ár hvert.
Fram kom tillaga S-, D- og B- lista um að Bæjarstjórn skipi Hólmfríði Skarphéðinsdóttur og Eyjólf Ólafsson í nefnd um val íþróttamanns ársins 2015 og skal Hólmfríður Skarphéðinsdóttir vera formaður hópsins.
Fríða Stefánsdóttir lagði fram tillögu þess efnis að bæjarstjórn feli frístunda- forvarna- og jafnréttisráði að endurskoða reglurnar og senda bæjarstjórn til samþykktar fyrir lok ársins 2016Til máls tóku: FS, DB, HS, ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Fram lögð tillaga um skipan í nefnd um kjör íþróttamanns ársins var samþykkt samhljóða
Tillaga Fríðu Stefánsdóttur var samþykkt samhljóða.

6. 1506054 – Fræðsluráð: fundargerð 297. fundur 14. desember 2015
Fundargerð 297. fundar fræðsluráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram mánudaginn 14. desember 2015.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.

7. 1506143 – Fjölskyldu- og velferðarnefnd: fundargerð 108. fundur 17. desember 2015
Fundargerð 108. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga. Fundurinn fór fram fimmtrudaginn 17. desember 2015.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.

8. 1512002F – Umhverfisráð – 75. fundur 16. desember 2015
Fundargerð 75. fundar umhverfisráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 16. desember 2015.

1. mál: Jólahús Sandgerðisbæjar.
Bæjarstjórn óskar íbúum að Lækjamótum 71 til hamingu með viðurkenningu fyrir Jólahús Sandgerðisbæjar 2015.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.

9. 1512001F – Bæjarráð – 634
Fundargerð 634. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 8. desember 2015.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.

9.1. 1512003 – Kvennaathvarf: umsókn um rekstarstyrk
Sjá 3. mál í þessari fundargerð.
10. 1512003F – Bæjarráð – 635
Fundargerð 635. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 22. desember 2015.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.

10.1. 1506133 – Fluglestin
Sjá 2. mál í þessari fundargerð.
10.2. 1506169 – Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2015 – 2018
Sjá 1. mál í þessari fundargerð.
10.3. 1507016 – Þjónustusvæði um málefni fatlaðs fólks á Suðurnesjum.
Sjá 4. mál í þessari fundargerð.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:40

Ólafur Þór Ólafsson sign.

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign.

Sigursveinn B. Jónsson sign.

Fríða Stefánsdóttir sign.

Daði Bergþórsson sign.

Eyjólfur Ólafsson sign.

Svavar Grétarsson sign.

Sigrún Árnadóttir sign.