36. fundur Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs

Home/Frístunda-, forvarna-, jafnréttis/36. fundur Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

36. fundur
Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
miðvikudaginn 30. nóvember 2016 og hófst hann kl. 18:00

Fundinn sátu:
Thelma S. Fuglö Hlöðversdóttir, Þorgeir Karl Gunnarsson, Gréta Ágústsdóttir, Andrea Dögg Færseth, Björn Ingvar Björnsson, Andrea Dögg Færseth áheyrnarfulltrúi, Ástrós Jónsdóttir formaður og Rut Sigurðardóttir, starfsmaður.
Fundargerð ritaði: Ástrós Jónsdóttir. formaður

Dagskrá:

1. 1611103 – Fundadagatal Frístunda- forvarna og jafnréttisráðs
Lögð eru fram drög að fundadagatali nefndarinnar 2017.
Afgreiðsla: Samþykkt samhljóða.

2. 1611028 – Jól og áramót 2016
Lagt fram til kynningar minnisblað fræðslu- og menningarfulltrúa um skipulag jóla- og áramóta í Sandgerði.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar

3. 1611094 – Heilsuvika 2017
Tillaga um breytingu á tímasetningu á heilsuviku 2017 lögð fram.
Afgreiðsla: FFJ tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

4. 1611095 – Íþróttamaður ársins 2016 – endurskoðun á reglum um kjör
Tillaga um breytingu á reglum á kjöri um íþróttamanns ársins lögð fram og reglurnar endurskoðaðar í heild.
Afgreiðsla: FFJ leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði endurskoðuð á næsta ári með það að markmiði að vera búin að tryggja það að nýr viðburður verði haldinn þann 5.mars ár hvert til að halda uppi minningu Magnús Þórðarsonar stofnanda knattspyrnufélagsins Reynis. FFJ leggur til að kjör á íþróttamanni ársins 2016 verði óbreytt.

5. 1608181 – Íþrótta- og afrekssjóður Sandgerðis: umsóknir 2016
Frístunda- og forvarnafulltrúi fór yfir styrkúthlutanir úr Íþrótta- og afrekssjóð Sandgerðis 2016.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

6. 1611104 – Staðreyndir í stuttu máli R&G, minnisblað
Minnisblað unnið af Frístunda- og forvarnafulltrúa um nýjustu niðurstöður Rannsóknar og greiningar um líðan og heilsu ungmenna í 8-10 bekk. Þar koma m.a. fram nýjar upplýsingar um mikla aukningu á rafrettunotkun á Suðurnesjum sem og aukin vandamál tengd miklum tíma sem unglingar verja á samfélagsmiðlum. Ræddar voru ýmsar leiðir í forvarnarskyni og hvernig best sé að ná til barna og foreldra þeirra. Afgreiðsla: FFj mun vinna áfram með hugmyndir sem ræddar voru á fundinum og leggur til að minnisblaðið verði lagt fyrir í Fræðsluráði og Bæjarstjórn og óskar ráðið eftir öllum hugmyndum til að bregðast við þessari stöðu sem upp er komin.

7. 1611075 – Heilsuefling starfsmanna Sandgerðisbæjar
Samantekt um heilsueflingu og niðurstöður könnunar vegna heilsueflingar starfsmanna Sandgerðisbæjar.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. FFJ lýsir ánægju sinni með aukna áherslu á heilsueflingu starfsmanna Sandgerðisbæjar.

8. 1611107 – Forvarnarnefndin Sunna: fundagerðir 2016
Fundargerðir ársins 2016 hjá forvarnanefndinni Sunnu lagðar fram til kynningar.
Afgreiðsla: Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

9. 1611099 – Samsuð- fundagerðir 2016
Fundargerðir ársins 2016 hjá Samsuð, samtökum félagsmiðstöðva á Suðurnesjum.
Afgreiðsla: Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20.00

Ástrós Jónsdóttir sign.
Thelma s. Fuglö Hlöðversdóttir sign.
Þorgeir Karl Gunnarsson sign.
Gréta Ágústsdóttir sign.
Andrea Dögg Færseth sign.
Björn I. Björnsson sign.