359. fundur bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar

Home/bæjarstjórn/359. fundur bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar
359. fundur

bæjarstjórnar,

haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,

þriðjudaginn
1. september 2015
og hófst hann kl. 17:30

Fundinn sátu: Ólafur Þór Ólafsson forseti bæjarstjórnar,
Sigursveinn B. Jónsson, Fríða Stefánsdóttir, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Magnús
S. Magnússon, Daði Bergþórsson, Valgerður Guðbjörnsdóttir, Sigrún Árnadóttir
bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.

Dagskrá:

1.

1508025 – Lögreglustjórinn á Suðurnesjum: Ólafur Helgi
Kjartansson löglreglustjóri á Suðurnesjum og Skúli Jónsson aðstoðar
yfirlögregluþjónn: heimsókn

Gestir
fundarins voru Ólafur Helgi Kjartansson löglreglustjóri á Suðurnesjum, Skúli
Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Kristján Freyr Geirsson varðstjóri.

Þeir kynntu margþætta löggæslu og þjónustu lögreglunnar á Suðurnesjum fyrir
bæjarfulltrúum og svöruðu spurningum þeirra.

Löggæsla, forvarnir, öryggismál og afbrot í Sandgerðisbæ voru rædd. Fram kom
að á mörgum sviðum hefur afbrotum fækkað í bænum á þessu ári miðað við
undanfarin ár.

Hverfislögreglumaður benti á nokkur atriði sem eflt gætu umferðaröryggi barna
í Sandgerðisbæ.

Afgreiðsla:

Bæjarstjórn þakkar þeim Ólafi Helga Kjartanssyni, Skúla Jónssyni og Kristjáni
Frey Geirssyni fyrir komuna á fundinn og greinargóða yfirferð yfir öryggismál
og löggæslu í Sandgerðisbæ og á Suðurnesjum.

Fleira
ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30

Ólafur Þór Ólafsson sign.

Sigursveinn B. Jónsson
sign.

Fríða Stefánsdóttir sign.

Hólmfríður
Skarphéðinsdóttir sign.

Magnús S. Magnússon sign.

Daði Bergþórsson sign.

Valgerður Guðbjörnsdóttir
sign.

Sigrún Árnadóttir sign.