35. fundur Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs

Home/Frístunda-, forvarna-, jafnréttis/35. fundur Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

35. fundur
Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
miðvikudaginn 5. október 2016 og hófst hann kl. 16:15

Fundinn sátu:
Þorgeir Karl Gunnarsson (B), Gréta Ágústsdóttir (B), Ástrós Jónsdóttir (S) og Andrea Dögg Færseth (H) áheyrnafulltrúi.
Thelma S. Fuglö Hlöðversdóttir og Björn Ingvar Björnsson boðuðu forföll sem og varamenn.
Fundargerð ritaði: Ástrós Jónsdóttir. formaður
Í upphafi fundsins er Ástrós Jónsdóttir boðin velkomin til starfa sem formaður ráðsins og Andra Þór Ólafssyni þakkað fyrir samstarfið.

Dagskrá:

1. 1507008 – Fjárhagsáætlun 2017 Frístunda- og forvarnasvið, drög
Fyrir fundinum liggja drög að fjárhags-og starfsáætlun 2017 fyrir Frístunda- og forvarnasvið. Frístunda- og forvarnafulltrúi kynnti málið. Afgreiðsla: FFJ samþykkir drögin að fjárhags- og starfsáætlunum fyrir sitt leyti.

2. 1605021 – Golfklúbbur Sandgerðis: ársreikingar 2015
Fyrir fundinum liggja ársreikningar Golfklúbbs Sandgerðis fyrir árið 2015.
Afgreiðsla: FFJ fór yfir ársreikninginn og gerir engar athugasemdir við hann.

3. 1605001 – Körfuknattleiksdeild Reynis: ársreikningur 2015-2016
Fyrir fundinum liggja ársreikningar Körfuknattleiksdeildar Reynis fyrir árið 2015.
Afgreiðsla: FFJ fór yfir ársreikninginn og gerir engar athugasemdir við hann.

4. 1506072 – Ársreikningar knattspyrnudeildar Reynis
Fyrir fundinum liggja ársreikningar Knattspyrnudeildar ksf. Reynis og fyrir árið 2015.
Afgreiðsla: FFJ fór yfir ársreikninga deildarinnar og gerir athugasemd við liðinn annar kostnaður undir annar rekstrarkostnaður þar sem stór hluti af heildarupphæðinni er óútskýrður. FFJ óskar eftir að umræddur liður sé betur sundurliðaður á ársreikningi 2016.

5. 1506072 – Íþróttafélög í Sandgerði: ársskýrslur 2015
Fyrir fundinum liggja ársskýrslur íþróttafélaga í Sandgerði þ.e. Golfklúbbs Sandgerðis, unglingaráðs Knattspyrnudeildar Reynis, Knattspyrnudeilar Reynis og Körfuknattleiksdeildar Reynis þar sem tekið er saman helstu upplýsingar um starfsemina fyrir árið 2015. Afgreiðsla: FFJ fór yfir ársskýrslurnar og lýsir yfir ánægju sinni með greinagóðar upplýsingar um starfsárið hjá íþróttafélögunum.

6. 1506072 – Knattspyrnufélagið Reynir: samstarfssamningar: viðhald grasvalla sumarið 2016
Fyrir fundinum liggur skýrsla frá Knattspyrnudeild Reynis um viðhald grasvalla sem og minnisblað um umhirðu grasvalla 2016 vegna samstarfssamnings.
Afgreiðsla: FFJ leggur til að málið verði unnið áfram í samvinnu við ksd.Reynis.

7. 1603006 – 3S Starfsskóli Sandgerðisbæjar samantekt sumarið 2016
Skýrsla um 3S Starfsskóla Sandgerðibæjar um sumarið 2016 liggur fyrir fundinum. Afgreiðsla: FFJ fór yfir skýrsluna og lýsir yfir ánægju sinni með þetta flotta starf og vonar að því verði haldið áfram næsta sumar.

8. 1511037 – Golfklúbbur Sandgerðis: endurnýjun samstarfssamnings
Minnisblað Frístunda- og forvarnafulltrúa um samstarfssamninga við Golfklúbb Sandgerðis lagt fyrir. Frístunda- og forvarnafulltrúi fór yfir málið.
Afgreiðsla: FFJ fagnar auknum áherslum í barna og unglingastarfi klúbbsins og leggur til við bæjarstjórn að við gerð samstarfssamningsins verði reynt að koma til móts við hugmyndir/óskir Golfklúbbsins.

9. 1506072 – Björgunarsveitin Sigurvon: samstarfssamningar
Gögn frá Björgunarsveitinni Sigurvon um rekstur sveitarinnar liggja fyrir, en samstarfssamningur við sveitina féll úr gildi um síðustu áramót. Frístunda- og forvarnafulltrúi fór yfir málið.
Afgreiðsla: Frístunda og forvarnarfulltrúi lagði málið fram til kynningar.

10. 1609135 – Þjóðleikur 2016-2017
Verkefnið Þjóðleikur kynnt, en Sandgerði stefnir á að taka þátt í verkefninu í ár.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30
Þorgeir Karl Gunnarsson sign.
Gréta Ágústsdóttir sign.
Andrea Dögg Færseth sign.
Ástrós Jónsdóttir sign.