34. fundur Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs Sandgerðisbæjar

Home/Frístunda-, forvarna-, jafnréttis/34. fundur Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs Sandgerðisbæjar
  • Varðan, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði

34. fundur Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
miðvikudaginn 27. apríl 2016 og hófst hann kl. 18:15

Fundinn sátu:
Andri Þór Ólafsson formaður(S), Þorgeir Karl Gunnarsson (B), Gréta Ágústsdóttir (B), Björn Ingvar Björnsson (D), Gyða B. Guðjónsdóttir (D) og Andrea Dögg Færseth, áherynafulltrúi (H).
Gyða B. Guðjónsdóttir sat fundinn í fjarveru Thelmu S. Fuglö.
Fundargerð ritaði: Rut Sigurðadóttir
Fundað sameiginlega með Atvinnu- ferða- og menningarráði um mál fyrsta mál, þar sem farið var yfir fjölskylduhátíðir í Sandgerði og niðurstöður íbúafundar um málefnið.
Dagskrá:
1. 1601013 – Menningarmál í Sandgerðisbæ: opinn fundur
Fundað var með atvinnu- ferða og menningarráði og ræddu fundarmenn niðurstöður af opins funar um menningarmál sem haldinn var í febrúar 2016. Fram kom að formaður knattspurnudeildar Reynirs hefur lýst deildina reiðubúna til samninga um undirbúning og framkvæmd Sandgerðisdaga.
Afgreiðsla: Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráð Formenn ráðanna og starfsmönnum er falið að vinna frekari tillögur að framkvæmd bæjarhátíða fyrir gerð fjárhagsáætlunar.

2. 1511037 – Golfklúbbur Sandgerðis: endurnýjun samstarfssamnings
Drög að samstarfssamningi milli Sandgerðisbæjar og Golfklúbbs Sandgerðis.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

3. 1603006 – Starfsskóli Sandgerðisbæjar: Sumar 2016
Minnisblað frístunda- og forvarnafulltrúa og umhverfis- og tæknifulltrúa Sandgerðisbæjar vegna fyrirhugaðra breytinga á starfsháttum vinnuskóla Sandgerðisbæjar sem nú mun bera nafnið Starfsskóli og standa fyrir breyttum áherslum í starfinu.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

4. 1602014 – Hjólakraftur
Minnisblað frístunda- og forvarnarfulltrúa vegna verkefnisnins “Hjólakraftur í Sandgerði”.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. FFJ lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00
Andri Þór Ólafsson sign.
Þorgeir Karl Gunnarsson sign.
Gréta Ágústsdóttir sign.
Andrea Dögg Færseth sign.
Björn Ingvar Björnsson sign.
Gyða B. Guðjónsdóttir sign.