33. fundur Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs Sandgerðisbæjar

Home/Frístunda-, forvarna-, jafnréttis/33. fundur Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs Sandgerðisbæjar
  • Varðan, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði

33. fundur
Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
miðvikudaginn 17. febrúar 2016 og hófst hann kl. 18:15

Fundinn sátu:
Andri Þór Ólafsson formaður (S), Thelma S. Fuglö Hlöðversdóttir (D), Þorgeir Karl Gunnarsson (B), Gréta Ágústsdóttir (B), Björn Ingvar Björnsson (D) og Andrea Dögg Færseth, áheyrnarfulltrúi (H).

Fundargerð ritaði:  Rut Sigurðardóttir

Dagskrá:

1. 1510036 – Íþróttafélagið Nes: Íslandsmót fatlaðra 2016
Farið var yfir erindi sem barst frá Íþróttafélaginu Nes.

Afgreiðsla: FFJ leggur til við bæjarstjórn að verða við þeirra beiðni þ.e. að þátttakendum mótsins verði boðið í sund Sandgerði umrædda helgi.

 
2. 1510035 – Íþróttafélagið Nes: samstarfssamningur: endurnýjun
Farið var yfir samstarfssamning milli Sandgerðisbæjar og Íþróttafélagsins Nes.

Afgreiðsla: FFJ leggur til að samstarfssamningurinn verði endurnýjaður og felur starfsmanni það verkefni.

 
3. 1512025 – Íþróttamaður ársins 2015
Rætt var um viðurkenningu ráðsins fyrir störf í þágu íþrótta og æskulýðsmála sem gjarnan eru afhent á athöfninni Íþróttamaður ársins.

Afgreiðsla: Ákveðið var að viðurkenninguna í ár hlýtur Guðmundur Einarsson.

 
4. 1601025 – Heilsuvika 2016
Farið var yfir drög að dagskrá fyrir Heilsuviku Sandgerðisbæjar.

Afgreiðsla: FFJ lýsir yfir ánægju sinni með dagskrá Heilsuviku 2016.

 

  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10

 Andri Þór Ólafsson sign.
Thelma S. F. Hlöðversdóttir sign.
Þorgeir Karl Gunnarsson sign.
Gréta Ágústsdóttir sign.
Andrea Dögg Færseth sign.
Björn Ingvar Björnsson sign.