311. fundur Fræðsluráðs

Home/Fræðsluráð/311. fundur Fræðsluráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

311. fundur Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar
Fundurinn var haldinn mánudaginn 19.febrúar 2018,
kl.17.30 í Grunnskólanum í Sandgerði.

Fundinn sátu: Elín Björg Gissurardóttir formaður (D) Guðbjörg Eva Guðjónsdóttir ritari(S) Þjóðbjörg Gunnarsdóttir(S) Jóna María Viktorsdóttir(B) Lóa Björg Gestsdóttir(B), Svavar Grétarsson (H) áheyrnarfulltrúi, Hildur Sigfúsdóttir og Valdís Fransdóttir fyrir hönd kennara boðuðu báðar forföll, Hulda Björk Stefánsdóttir
leikskólastjóri, Halldór Lárusson tónlistarskólastjóri og Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri og einnig starfsmaður nefndar.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og gerði grein fyrir dagskrá fundarins.

Dagskrá:
1. Kynning á Hljóm 2 – Leikskólinn.
Hulda Björk leikskólastjóri kynnti niðurstöðu hljóm 2 barna fædd árið 2012 sem komu  vel út.

2. Skólaárið 2017-2018 – Leikskólinn.
Hulda Björk fór yfir þau námskeið sem starfsfólk hefur sótt veturinn 2017.

3. Starfsmannamál – Tónlistarskólinn.
Sigurbjörg Hjálmarsdóttir mun fara í fæðingarorlof, auglýsa þarf í þarf í 100% stöðu í  gítarkennslu.

4. Sameining sveitarfélaga og skóla – Tónlistarskólinn.
Tónlistarskólastjórar munu hittast í vikunni. Sameiginlegur fundur með öllu starfsfólki beggja skóla. Mótun starfsemi framtíðar.

5. Ný persónuverndarlög – Tónlistarskólinn.
Samvinna skólanna í Sandgerði og Garði við gerð vinnsluskrár með aðstoð Skjalastjórnunar.

6. Fagleg störf – Tónlistarskólinn.
Skólastjóri fór yfir störf innan skólans. Tónfundur, dagur tónlistarskólanna, samspil o.fl.

7. Prófvika – Tónlistarskólinn.
Prófavika í apríl. Nemendatónleikar aftur í mars.

8. Skóladagatal – Grunnskólinn.
Hólmfríður Árnadóttir bar upp drög að skóladagatali næsta árs.

9. Starfsmannamál –
Skólastjóri fór yfir stöðu starfsmannamála. Verið er að fara auglýsa í fjórar stöður. Stöðu aðstoðarskólastjóra, kennara í hönnun og smíði, almenn kennsla og bókasafns- og upplýsingafræðing.

10. Önnur mál.
Skólastjóri fór yfir innleiðingu í kjölfar álits Persónuverndar í Mentor máli og nýjum  persónuverndarlögum. Skólastjóri fór yfir stofnun menntabúða í upplýsingatækni.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 19:00
Fundargerð lesin og samþykkt.

Elín Björg Gissurardóttirn sign
Jóna María Viktorsdóttir sing
Guðbjörg Eva Guðjónsdóttir sign
Þjóðbjörg Gunnarsdóttir sign
Lóa Björg Gestsdóttir sign
Svavar Grétarsson sign