310. fundur Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar

Home/Fræðsluráð/310. fundur Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

310. fundur Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar
Fundurinn var haldinn mánudaginn 13.nóvember 2017,
kl.17.00 í Grunnskólanum í Sandgerði.

Fundinn sátu: Elín Björg Gissurardóttir formaður (D) Guðbjörg Eva Guðjónsdóttir ritari(S)
Þjóðbjörg Gunnarsdóttir(S) Jóna María Viktorsdóttir(B) Lóa Björg Gestsdóttir(B), Svavar
Grétarsson (H) áheyrnarfulltrúi, Hildur Sigfúsdóttir fyrir hönd kennara, Elín Yngvadóttir
aðstoðarskólastjóri og Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri og einnig starfsmenn nefndar.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og bauð einnig nýja aðalmenn velkomna í ráðið, þau Þjóðbjörgu Gunnarsdóttur sem kemur inn sem aðalfulltrúi í stað Sverris Rúts Sverrissonar, Lóu Björg Gestsdóttur sem kemur í stað Hjördísar Ý Hjartardóttur og Svavar Grétarsson sem kemur í stað Jónu Kristínar Sigurjónsdóttur. Formaður þakkar í leiðinni fráfarandi fulltrúum fyrir sín störf í ráðinu.
Formaður gerði grein fyrir dagskrá fundarins.

Dagskrá:

1. Fjárhags- og framkvæmdaráætlun Grunnskólans 2018.
Hólmfríður skólastjóri fór yfir fjárhags- og framkvæmdaráætlun Grunnskólans fyrir árið 2018.
Óskað var eftir einni iðjuþjálfunarstöðu og tveimur verkefnastjóra stöðum. Önnur verkefnastjórastaðan er fastráðning þar sem starfsmaðurinn var áður með tímabunda ráðningu verkefnastjóra. Hin verkefnastjóra staðan felur aðeins í sér aukningu uppá stöðuhækkun uppá 20%. Fræðsluráð mælir með ráðningu í ofangreindar stöður.

2. Nýráðningar og starfsmannamál.
Thelma Guðlaug fer í fæðingarorlof um áramótin, til stendur að ráða inn uppeldis og menntunafræðinginn í hennar stað. Óskað eftir að ráðin verði inn starfsmaður á kaffistofu starfsmanna í 50% stöðu og fræðsluráð mælir með þeirri ráðningu.

3. Skólasel – fjárhagsáætlun og starfsáætlun 2018.
Skólastjórnendur fóru yfir fjárhags-og starfáætlun skólasels fyrir árið 2018. Gerð var krafa um að húsnæði Skólasels verði lagað, fræðsluráð tekur undir þá kröfu. Skólastjórnendur óskuðu eftir að kaupa fleiri bækur fyrir Skólasel á ýmsum tungumálum.

4. Skólasafn – fjárhags- og starfsáætlun 2018.
Skólastjórnendur fóru yfir fjárhags- og starfsáætlun skólabókasafn Grunnskólans fyrir árið 2018.
Óskað er eftir starfsmanni í viðbótarstöðu á almennings- og skólabókasafn, fræðsluráð tekur undir þá ráðningu.

5. Niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7.bekk
Samrænd próf komu vel út hjá 4. og 7. Bekk.

6. #sudmennt.
Skólastjórnendur kynntu menntabúðirnar #sudmennt.

7. Byrjendalæsi og #bókafjör
Byrjendalæsi fór af stað í haust og hefur gengið vel.

8. Ályktun frá samráðsfundi Félags stjórnenda leikskóla
Lagt fram til kynningar.

9. Önnur mál.
Skólastjórnendur fóru yfir reglur um kynningar, auglýsingar og gjafir til barna Grunnskólans í Sandgerði. Fræðsluráð samþykkir reglurnar og vísar til afgreiðslu í bæjarráði.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 19.05
Fundargerð lesin og samþykkt.

Elín Björg Gissurardóttir sign
Guðbjörg Eva Guðjónsdóttir sign
Þjóðbjörg Gunnarsdóttir sign
Jóna María Viktorsdóttir sign
Lóa Björg Gestsdóttir sign
Svavar Grétarsson sign