309. fundur Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar

Home/Fræðsluráð/309. fundur Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

309. fundur Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar
Fundurinn var haldinn miðvikudaginn 13.september 2017, kl.16.15
í Grunnskólanum í Sandgerði.

Fundinn sátu: Elín Björg Gissurardóttir formaður (D) Guðbjörg Eva Guðjónsdóttir ritari(S) Jóna María Viktorsdóttir(B) Hjördís Ýr Hjartardóttir(B), Andrea Bára Andreasdóttir (H) áheyrnarfulltrúi, Hildur Sigfúsdóttir fyrir hönd kennara, Hulda Björk Stefánsdóttir leikskólastjóri, Halldór Lárusson tónlistarskólastjóri, Elín Yngvadóttir aðstoðarskólastjóri og Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri og einnig starfsmenn nefndar.

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gerði grein fyrir dagskrá fundarins.

Dagskrá:
1. Skólastarið– Leikskólinn.
Hulda Björk leikskólastjóri fyrir yfir komandi skólastarf fyrir veturinn 2017-2018 á leikskólanum Sólborg.

2. Breyting á skóladagatali – Leikskólinn.
Hulda Björk óskar eftir eftirfarandi breytingu á skóladagatali; Þrír dagar á vorönn verða færðir á þrjá daga milli jóla og nýárs sem skólinn hefði annars verið opinn. Nýting skólans þessa daga hefur ekki verið góð undanfarin ár. Fræðsluráð samþykkir þessa tillögu og telur breytinguna vera fjölskylduvæna.

3. Dröf að fjárhagsáætlun og starfáætlun 2018 – Tónlistarskólinn.
Halldór tónlistarskólastjóri fór yfir fjárhagsáætlun 2018. Fræðsluráð þakkar fyrir greinagóða kynningu.

4. Kennaramál – Tónlistarskólinn.
Aron Örn Óskarsson í ársleyfi vegna náms og Sigurgeir Sigmundsson hefur verið ráðinn tímabundið í hans stöðu.

5. Yfirlit yfir hvað er að gerast í skólanum– Tónlistarskólinn.
Halldór fór yfir skólastarfið veturinn 2017-2018 sem hefur farið vel af stað.

6. Tölulegar upplýsingar – Tónlistarskólinn. 

7. Farið yfir upphaf skólaárrsins – Grunnskólinn.
a) Ráðningar – nýtt starfsfólk
Tólf nýjir starfsmenn á þessu skólaári. – Undanþágur – engin með kennsluréttindi af þeim sem ráðnir voru. Verið er að sækja um undanþágur. – Pólskukennsla – Izabella Winiarzka kemur einu sinni í viku að kenna pólsku.
Nemendafjöldi – greining á stöðu nemenda – 245 nemendur í dag.
Helstu áherslur vetrarins. -Flokkun, endurvinnsla og matarsóun. – Styrkur frá sprotasjóði. -Byrjendalæsi.
Samstarf með Grindavík
Eykur fjölbreytni í lestrarkennslu
Hugtak yfir aðferðir sem sýna árangur í lestrarkennslu.

8. Lesferill – Þátttaka í ár – Grunnskólinn.
Skólastjórnendur fóru yfir lesferil sem tekið verður þátt í ár.

9. ÍSAT – handbók -– Grunnskólinn.
Skólastjórnendur fóru yfir Handbók sem gefin var út núna í ár, fyrsta sinnar tegundar á landinu. Heildrænn stuðningur við nemendur í íslensku sem öðru tungumáli í grunnskólum Reykjanesbæjar, Sandgerðis og Sveitafélagsins Garði.

10. Sjálfsmatskýrsla – Grunnskólinn.
Hólmfríður kynnti skýrlsuna sem enn er í vinnslu.

11. Önnur mál.
Skólastjórnendur fóru yfir skýrslu frá heilbrigðiseftirlitinu. Ýmsir þætti gagnrýndir sem þarf að bregðast við með úrbótum. Kynning á sí – og endurmenntun Sandgerðisbæjar.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 19.15
Fundargerð lesin og samþykkt:
Elín Björg Gissurardóttir sign
Jóna María Viktorsdóttir sign
Andrea Bára Andreasdóttir sign
Hjördís Ýr Hjartardóttir sign
Guðbjörg Eva Guðjónsdóttir sign