308. fundur Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar

Home/Fræðsluráð/308. fundur Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

308. fundur Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar
Fundurinn var haldinn miðvikudaginn 17.maí 2017, kl.16.15
í Grunnskólanum í Sandgerði.

Fundinn sátu: Elín Björg Gissurardóttir formaður (D) Guðbjörg Eva Guðjónsdóttir og varamaður hennar Þjóðbjörg Gunnarsdóttir boðuðu forföll(S) Sverrir Rúts Sverrisson(S) Jóna María Viktorsdóttir(B) Hjördís Ýr Hjartardóttir(B), Jóna Kristín Sigurjónsdóttir (H) áheyrnarfulltrúi, Hildur Sigfúsdóttir fyrir hönd kennara, Hulda Björk Stefánsdóttir leikskólastjóri, Halldór Lárusson tónlistarskólastjóri, Elín Yngvadóttir aðstoðarskólastjóri og Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri og einnig starfsmenn nefndar.

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gerði grein fyrir dagskrá fundarins.

Dagskrá:
1. Skólastarfið– Tónlistarskólinn.
Halldór Lárusson tónlistarskólastjóri fór yfir smávægilegar breytingar á skóladagatali tónlistarskólans 2017-2018. Halldór sagði frá því að tveir nýjir kennarar væru komnir til starfa hjá tónlistaskólanum, fiðlukennsla hefur tekið vel við sér og mun Willma Young kenna á fiðlu í tónlinstaskólanum, Birna Kristín Ásbjörnsdóttir mun kenna rithmik píanó kennslu þar sem að 3 nemendur við tónlistaskólann þurfa á rithmik píanó kennslu að halda, með þessari breytingu losnar pláss í almenna píanókennslu. Breyting verður á kennslu í tónfræði þar sem að ný kennari mun taka við þeirri kennslu.

2. Skólastarfið – Leikskólinn. Hulda Björk Stefánsdóttir fór yfir útskriftarferð skólahóps sem var farin í vatnaskóg 9.maí sl. Og gekk sú ferð ótrúlega vel og voru börnin til fyrirmyndar. Útskrift fer fram miðvikudaginn 24.maí nk. Og fer sú hátíð fram í sal Grunnskólans.

3. Ráðningar og starfsmannamál næsta skólaárs – Grunnskólinn.
Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri ræddi um að auglýst var eftir smíðakennara, umsjónakennslu yngstastigs, skólaliðum, stuðningsfulltrúum og verkefnastjóra læsis. Margrét Sigurvinsdóttir lætur af störfum sem hefur verið verkefnistjóri læsis. Oddný Bergþóra Guðjónsdóttir lætur af störfum sem skólaliði. Hafliði Ásgeirsson lætur af störfum, Hafliði Ásgeirsson hefur séð um hackit kennslu fyrir 6.- 10.bekk upplýsinga og tæknimennt. Þóra Rut Jónsdóttir lætur af störfum og Marínó Björnsson lætur af störfum sem smíðakennari. Nokkar umsóknir hafa borist og standa nú yfir viðtöl og ráðningar.

4. Sjálfsmatskýrsla 2015-2017 – Grunnskólinn.
Elín Yngvadóttir aðstoðarskólastjóri afhennti fundarmönnum Sjálfsmatskýrslu grunnskólans í Sandgerðis 2015-2016, ásamt framkvæmdaáætlun fyrir 2017 og hugmyndum að viðhaldi og úrbótum. Elín Yngvadóttir kynnti skýrsluna fyrir fundarmönnum.

5. Byrjendalæsi næsta skólaárs– Grunnskólinn.
Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri fræddi fundarmenn um að byrjað verður með byrjendalæsi á næsta skólaári í samstarfi með grunnskólanum í Grindavík. Elín Yngvadóttir og Hólmfríður Árnadóttir fóru yfir það hvernig verkefnið verðu uppbyggt. Áætlað er að 8 kennara frá grunnskóklanum í Sandgerði sækja námskeið í byrjendalæsi í haust.

6. Umhverfisstefna – Grunnskólinn.
Elín Yngvadóttir og Hólmfríður Árnadóttir fóru yfir hugmynd þeirra á umhverfisstefnu grunnskóla Sandgerðis. Áætlað er að byrja í haust í verkefninu og er áætlað að byrja að flokka rusl. Umhverfisstefnan er hugsuð sem þróunar verkefni sem mun taka breytingum með tímanum og voandi hefur hún góð áhrif á bæjarbúa.

7. Styrkur úr sprotasjóði – Grunnskólinn.
Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri fór yfir styrk umsókn til sprotasjóðs vegna verkefnisins: Móðurmál í starfrænum heimi – eitt eða annað mál. Grunnskólinn í Sandgerði fékk 1.500.000 kr í styrk frá sjóðnum fyrir verkefnið.

8. Önnur mál.
Elín Yngvadóttir fór yfir með fundarmönnum að verið er að vinna í bókun 1 sem er áætlun um samtal milli kennara og sveitastjórna um vinnumat og starfsumhverfi. Skýrsla vinnuhóps er væntanleg á vordögum.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 18:00

Fundargerð lesin og samþykkt:
Elín Björg Gissurardóttir sign
Jóna María Viktorsdóttir sign
Jóna Kristín Sigurjónsdóttir sign
Sverrir Rúts Sverrisson sign
Hjördís Ýr Hjartardóttir sign