307. fundur Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar

Home/Fræðsluráð/307. fundur Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

307. fundur Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar
Fundurinn var haldinn miðvikudaginn 22.mars 2017, kl.16.15
í Grunnskólanum í Sandgerði.

Fundinn sátu: Elín Björg Gissurardóttir formaður (D) Guðbjörg Eva Guðjónsdóttir ritari(S) Sverrir Rúts Sverrisson boðaði forföll (S) Jóna María Viktorsdóttir(B) Hjördís Ýr Hjartardóttir(B), Andrea Bára Andresdóttir í forföllum Jónu Kristínar Sigurjónsdóttur (H) áheyrnarfulltrúi, Hildur Sigfúsdóttir fyrir hönd kennara, Hulda Björk Stefánsdóttir leikskólastjóri, Halldór Lárusson tónlistarskólastjóri, Elín Yngvadóttir aðstoðarskólastjóri og Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri og einnig starfsmenn nefndar.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og gerði grein fyrir dagskrá fundarins.

Dagskrá:
1. Starfsáætlun og skóladagatal 2017-2018 – Leikskólinn.
Hulda Björk Stefánsdóttir leikskólastjóri fór yfir starfsáætlun og skóladagatal Leikskólans skólaárið 2017-2018.

2. Skóladagatal 2017-2018 – Tónlistarskólinn.
Halldór Lárusson tónlistarskólastjóri fór yfir skóladagatal Tónlistarskólans skólaárið 2017-2018. Fræðsluráð samþykkir skóladagatalið.

3. Drög að starfsáætlun 2017-2018 – Tónlistarskólinn.
Halldór Lárusson fór yfir starfsáætlun skólaársins 2017-2018.

4. Kennaramál – Tónlistarskólinn.
Halldór Lárusson fór yfir kennaramál Tónlistarskólans.

5. Skóladagatal 2017-2018 – Grunnskólinn.
Hólmfríður og Elín fóru yfir skóladagatal Grunnskólans skólaárið 2017-2018. Fræðsluráð samþykkir skóladagatalið.

6. Starfsmannamál – Grunnskólinn.
Hólmfríður og Elín fóru yfir starfsmannamál Grunnskólans. Auglýsa þarf í að minnsta kosti fimm stöður fyrir næsta skólaár. Starfsmannasamtöl standa yfir.

7. Önnur mál.
a) Þjónustusamningur við Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar – skólaþjónusta: Tillögur um mat á gildandi samningi og sýn á framtíðina. Farið var yfir bréf bæjarstjóra um tillögur um mat á gildandi samningi og sýn á framtíðina. Svar fræðsluráðs við spurningu bæjarstjóra: „Sýn fræðsluráðs á þjónustu – hvaða þjónustu/stuðning telur fræðsluráð sig þurfa til að sinna eftirlitshlutverki sínu?“ Fræðsluráð hefur ekki nýtt sér þjónustu Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar með beinum hætti og telur upplýsingaflæði varðandi skólamál og tengingu við skólastjórnendur gott nú þegar.
b) Skráning í dagbók á mentor.is og persónuvernd.
Skólastjórnendur fóru yfir skráningu í dagbók á mentor.is og ræddi um persónuvernd.
c) Skólapúlsinn
Skólastjórnendur sögðu frá því að niðurstöður úr nemenda- og foreldrakönnunum Skólapúlsins liggi nú fyrir en ekki hefur verið rýnt í þær.
Farið verður yfir helstu niðurstöður á fundi í vor.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 19:10
Fundargerð lesin og samþykkt:

Elín Björg Gissurardóttir sign
Guðbjörg Eva Guðjónsdóttir sign
Jóna María Viktorsdóttir sign
Andrea Bára Andresdóttir sign
Hjördís Ýr Hjartardóttir sign