306. fundur Fræðsluráðs

Home/Fræðsluráð/306. fundur Fræðsluráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

306. fundur Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar
Fundurinn var haldinn miðvikudaginn 25.janúar 2017, kl.16.15
í Grunnskólanum í Sandgerði.

Fundinn sátu: Elín Björg Gissurardóttir formaður (D) Guðbjörg Eva Guðjónsdóttir ritari(S) Sverrir Rúts Sverrisson(S) fjarverandi,Jóna María Viktorsdóttir(B) Hjördís Ýr Hjartardóttir(B), Jóna Kristín Sigurjónsdóttir (H) áheyrnarfulltrúi, Hulda Björk Stefánsdóttir leikskólastjóri, Halldór Lárusson tónlistarskólastjóri, Elín Yngvadóttir aðstoðarskólastjóri og Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri og einnig starfsmenn nefndar.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og gerði grein fyrir dagskrá fundarins.

Dagskrá:
1. Kennaramál – Tónlistarskóli.
Halldór Lárusson tónlistarskólastjóri fór yfir kennaramál og talaði um að fjölga kennarfundum vegna góðrar hugmyndavinnu.

2. Faglegar áherslur/breytingar 2017-2018 – Tónlistarskólinn.
Halldór Lárusson tónlistarskólastjóri fór yfir að sem er framundan fram að vori. Kaffihúsakvöld verður haldið í bókasafninu mánudaginn 30.janúar kl.19.30.

3. Beiðni – Leikskóli.
Hulda Björk Stefánsdóttir leikskólastjóri kynnti verkefnið „Leikur að læra“ sem er kennsluaðferð þar sem börn á aldrinum tveggja til tíu ára eru kennd bókleg fög í gegnum leiki, hreyfingu og skynjun á skipulagðan og árangursríkan hátt. Hulda sækist eftir fimmta starfsdeginum fyrir starfsmenn leikskólans Sólborgar skólaárið 2017-2018. Ástæður þess eru meðal annars Þjóðarsáttmáli læsis sem Sandgerði er hluti af og innleiðing nýrra leiða til læsis sem er „Leikur að læra“ í samstarfi við höfund Kristínu Einarsdóttur. Stór hluti starfsmannahópsins eða 18 starfsmenn eru á leið til Alicante í námsferð hjá Kristínu Einarsdóttur. Fræðsluráð styður tillögu um fimmta starfsdaginn. Það má benda á að leikskólar í Reykjanesbæ og Garðinum hafa tvö síðustu skólaár fengið aukadag með tilliti til auka vinnu vegna Þjóðarsáttmálans.

4. Nýtt starfsfólk – Grunnskóli.
Helena Piechnik og Ósk Matthildur Arnarsdóttir stuðningsfulltrúar. Ómar Jóhannsson almenn kennsla og sérkennsla á unglingastigi. Margrét Bjarnadóttir þroskaþjálfi yfir Ásgarði. Hafliði Ásgeirsson UTM kennsla og sérkennsla (Hakkit). Hannes Jón Jónsson nýr umsjónarmaður fasteigna.

5. Aðalfundur foreldrafélags Grunnskólans.
Skólastjórnendur stefna á að boða til aðalfundar Foreldrafélags Grunnskólans í Sandgerði. Auglýst verða venjuleg aðalfundarstörf auk erindi skólastjóra um stafræna borgarvitund.

6. Góð útkoma í Logos og talnalykili.
Hólmfríður skólastjóri sagði frá niðurstöðum Logos og talnalykli sem lagðar voru fyrir 6. bekk. Grunnskólinn í Sandgerði kom afar vel út.

7. Nýr þjónustusamningur við Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar.
Skólastjórnendur sögðu frá þjónustussamning sem var undirritaður í desember s.l. og er aðeins til eins árs og er í endurskoðun.

8. Frá skólastarfinu.
a) Lestrarátak Skólastjórnendur sögðu frá fyrirhuguðu lestrarátaki „Allir lesa“. Fræðsla frá skólastjóra um læsi fyrir starfsfólk er fyrirhugað nú á vorönn. Áhersla verður lögð á orðaforða, lesskilning og fjölbreytt vinnubrögð með samþættingu og athafnamiðun í huga. b) Sjálfsskömmtun Skólastjórnendur sögðu frá sjálfsskömmtun matar sem tekin hefur verið upp. Það gengur vel og almenn ánægja ríkir.

9. Önnur mál.
a) Skólastjórnendur sögðu frá fjölbreyttum nemendahóp í Grunnskólanum í Sandgerði. Af 257 nemendum eru 60 nemendur sem eiga foreldri/foreldra með annað móðurmál en íslensku og þar af eru 46 sem þurfa aðstoð við að auka orðaforða og læra íslensku. Þjóðarbrot/þjóðtungur eru 14 (pólska (27), grænlenska (2), rússneska (2), arabíska (4), indónesíska (1), filippeyska-takalu (2), portúgalska (2), litháíska (1), tælenska (2), enska (1), víetnamska (1), danska (2), norska (1) og þýska (2)).
b) Skólastjórnendur óska eftir auknu stöðuhlutfalli deildarstjóra úr 100% í 140% vegna fjölgunar nemenda og þungs nemendahóps. Fræðsluráð styður þessa umleitan skólastjórnenda.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 18.45
Fundargerð lesin og samþykkt:

Elín B. Gissurardóttir sign
Guðbjörg Eva Guðjónsdóttir sign
Jóna María Viktorsdóttir sign
Jóna Kristín Sigurjónsdóttir sign
Hjördís Ýr Hjartardóttir sign