304. fundur Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar

Home/Fræðsluráð/304. fundur Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

304. fundur Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar
Fundurinn var haldinn miðvikudaginn 16.nóvember 2016
kl.16.15 í Grunnskólanum í Sandgerði

Fundinn sátu: Elín Björg Gissurardóttir formaður (D) Guðbjörg Eva Guðjónsdóttir ritari(S) Sverrir Rúts Sverrisson boðaði forföll(S) Jóna María Viktorsdóttir(B) Hjördís Ýr Hjartardóttir(B), Jóna Kristín Sigurjónsdóttir (H) áheyrnarfulltrúi, Valdís Fransdóttir í forföllum Hildar Sigfúsdóttur fyrir hönd kennara, Hulda Björk Stefánsdóttir leikskólastjóri, Halldór Lárusson tónlistarskólastjóri, Elín Yngvadóttir aðstoðarskólastjóri og Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri og starfsmenn nefndar.

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gerði grein fyrir dagskrá fundarins.
Dagskrá:
1. Farið yfir starf haustsins – Tónlistarskóli.
Halldór Lárusson tónlistarskólastjóri fór yfir starf haustsins í Tónlistarskólanum.

2. Jólaundirbúningur – Tónlistarskóli.
Halldór Lárusson tónlistarskólastjóri fór yfir jólaundirbúning. Jólatónleikar verða 10. Desember n.k.

3. Vorstarf – Tónlistarskóli.
Halldór Lárusson tónlistarskólastjóri fór yfir starf vorsins. Einnig fór hann yfir kjaramál tónlistarskólakennara F.T, en þeir hafa verið samningslausir í meira en eitt ár. Áskorun send á bæjarfulltrúa um að beita sér fyrir úrlausn þeirra mála. Fræðsluráð tekur undir áskorun tónlistarskólakennara.

4. Niðurstöður Hljóm-2 – Leikskóli.
Hulda Björk Stefánsdóttir leikskólastjóri fór yfir Hljóm-2 niðurstöður sem eru teknar á nemendum í skólahóp leikskólans. 70% nemenda voru yfir landsmeðaltali. Fræðsluráð þakkar Huldu Björk fyrir góða kynningu.

5. Starfsmannamál – Grunnskólinn.
Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri fór yfir starfsmannamál. María Rós Valgeirsdóttir, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Guðrún Arthúrsdóttir og Sóley Gunnarsdóttir hafa sagt upp störfum. Thelma Guðlaug tók tímabundið við starfi Maríu Rósar. Auglýsa þarf eftir grunnskólakennara. Hliðrað var til innanhús og starfshlutfall stuðningsfulltrúa aukið um 40% varðandi starf Hólmfríðar. Auglýsa þarf eftir þroskaþjálfa/sérkennara og stuðningsfulltrúa frá og með áramótum í stað Sóleyjar og Guðrúnar.

6. Hakkit – Fjölbreytt námsúrræði, nýjar leiðir.
Hólmfríður skólastjóri og Elín aðstoðarskólastjóri fóru yfir fjölbreytt námsúrræði meðal annars Hakkit smiðju. 6 nemendum hafa verið boðið á 6 vikna námskeið. Námskeiðið hefur farið vel af stað. Ýmsar leiðir farnar til að koma til móts við nemendur.

7. Þjónustusamningur – endurnýjun.
Komið er að endurnýjun þjónustusamnings við Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar. Stjórnendur í samvinnu við bæjarstjóra og sviðstjóra menningar- og fræðslusviðs hafa skoðað samninginn með mögulegar breytingar í huga.

8. Fjárhagsáætlun. Hólmfríður skólastjóri sagði frá athugasemdum sem gerðar voru við áður kynnta fjárhagsáætlun. Gerðar voru minniháttar breytingar.

9. Kjarabarátta kennara. Skólastjórnendur hafa áhyggjur af kjarabaráttu kennara og vonast til að ráðamenn í Sandgerðisbæ láti sér málið varða. Fræðsluráð tekur það og styður kennara í sinni baráttu.

10. Umsókn um ytra mat leikskólans. Samþykkt var að send yrði umsókn um ytra mat á leikskólanum Sólborg. Menntamálastofnun mun láta gera ytra mat á sex leikskólum árið 2017, sbr. Lög nr.90/2008 um leikskóla, gildandi reglugerði um mat og eftirlit til þriggja ára áætlanir í mennta- og menningarmálaráðuneytisins um úttektir á þessu skólastigi. Kostnaður vegna matsins greiðist úr ríkissjóði. Fræðsluráð mælir með að send verði inn umsókn.

11. Önnur mál. Skólastjórnendur munu boða til aðalfundar foreldrafélagsins og endurvekja foreldrafélagið í samstarfi við foreldra.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 18:30
Fundargerð lesin og samþykkt:

Elín Björg Gissurardóttit sign.
Guðbjörg Eva Guðjónsdóttir sign.
Jóna María Viktorsdóttir sign.
Jóna Kristín Sigurjónsdóttir sign
Hjördís Ýr Hjartardóttir sign.