304. fundur Fræðsluráð Sandgerðisbæjar

Home/Fræðsluráð/304. fundur Fræðsluráð Sandgerðisbæjar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

304. fundur Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar
Fundurinn var haldinn fimmtudaginn 6.október 2016,
kl.16.15 í Grunnskólanum í Sandgerði.

Fundinn sátu: Elín Björg Gissurardóttir formaður (D) Þjóðbjörg Gunnarsdóttir í forföllum Guðbjargar Evu Guðjónsdóttur ritari(S) Sverrir Rúts Sverrisson(S) Jóna María Viktorsdóttir(B) Hjördís Ýr Hjartardóttir(B), Andrea Bára Andreasdóttir í forföllum Jónu Kristínar Sigurjónsdóttur (H) áheyrnarfulltrúi, Hildur Sigfúsdóttir fyrir hönd kennara, Hulda Björk Stefánsdóttir leikskólastjóri, Halldór Lárusson tónlistarskólastjóri, Elín Yngvadóttir aðstoðarskólastjóri og Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri og starfsmenn nefndar.

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gerði grein fyrir dagskrá fundarins.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun Leikskólans.
Hulda Björk Stefánsdóttir leikskólastjóri fór yfir viðbót við samninginn við Hjallastefnuna vegna sérþarfa nemenda, þar sem reynt er að bregðast við þörfum þeirra sem fá greiningu með ýmsar sérþarfir, móðurmálskennslu nýbúa og málörvun.

2. Fjárhagsáætlun – Tónlistarskóli.
Halldór Lárusson tónlistarskólastjóri fór yfir fjárhagsáætlun tónlistarskólans fyrir árið 2017 og útskýrði einstaka liði áætlunarinnar.

3. Fjárhagsáætlun – Grunnskóli.
Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri og Elín Yngvadóttir aðstoðarskólastjóri fóru yfir drög að fjárhagsáætlun grunnskólans fyrir árið 2017 og útskýrðu einstaka liði. Einnig fór Hólmfríður yfir drög að fjárhafsáætlun skóla- og almenningsbókasafns og skólasels fyrir árið 2017 og útskýrði einstaka liði.

4. Önnur mál.
Fræðsluráð fagnar því að allir nemendur skólans fái námsgögn og ritföng þeim að kostnaðarlausu.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 18:15

Fundargerð lesin og samþykkt:

Elín Björg Gissurardóttir sign
Þjóðbjörg Gunnarsdóttir sign.
Jóna María Viktorsdóttir sign.
Hjördís Ýr Hjartardóttir sign.
Sverrir Rúts Sverrisson sign.
Andrea Bára Andreasdóttir sign.