302. fundur Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar

Home/Fræðsluráð/302. fundur Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar
  • Varðan, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði

 302 . fundur Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar
Fundurinn var haldinn þriðjudaginn 14.júní 2016, kl.16.15
í Grunnskólanum í Sandgerði .

Fundinn sátu: Elín Björg Gissurardóttir formaður (D) Guðbjörg Eva Guðjónsdóttir ritari (S)  Sverrir Rúts Sverrisson (S) Jóna María Viktorsdótt ir (B) Hjörtur Fjeldsted (B) , Jóna Kristín Sigurjónsdóttir (H) áheyrnarfulltrúi, Hildur Sigfúsdóttir fyrir hönd kennara, Elín Yngvadóttir aðstoðarskólastjóri og Fanney Dóróthe Halldórsdóttir skólastjóri og starfsmenn nefndar.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og gerði grein fyrir dagskrá fundarins.
Dagskrá:
1. Starfsmannamál
a)
Anna Kristjana Egilsdóttir, Thelma Björk Jóhannsdóttir og Marta Eiríksdóttir grunnskólakennarar hafa sagt starfi sínu lausu frá og með næsta skólaári.
Konný Hrund Gunnarsdóttir stuðningsfulltrúi og Íris Rut Jónsdóttir leiðbeinandi hafa óskað eftir að vera í fæðingarorlofi á næsta skólaári. Kristbjörg G. Ólafsdóttir leiðbeinandi mun ekki starfa áfram við skólann.
Halla Júlíusdóttir stuðningsfulltrúi lætur af störfum vegna aldurs nú í vor.
Fræðsluráð þakkar þeim fyrir störf sín við skólann.
b) Auglýst hefur verið eftir grunnskólakennurum fyrir næsta skólaár.
Umsækjendur voru: Gísli B. Gunnarsson grunnskólakennari Hulda Hlín Magnúsdóttir B.ed (dró til baka) Jolanta Krawczyk B.ed Kolbrún Vídalín Grétarsdóttir Ólafur Þór Ólafson BA, MPA og kennsluréttindi
María Rós Valgeirsdóttir B.ed Ragnhildur Guðrún Ragnarsdóttir Sveinbjörn K. Dýrmundson grunnskólakennari Vilborg Rós Eckard, BA í bókmenntum Halla Karen Guðjónsdóttir B.A. Félagsráðgjöf, grunnskólakennari
Skólastjórnendur mæla með ráðningu: Maríu Rósar í myndmenntakennslu á yngra stigi og umsjón í 1. bekk Ólafs Þórs Ólafssonar í samfélagsfærði og umsjón í 7. bekk Ragnhildar G. Ragnarsdóttur í myndmenntakennslu á eldra stigi og umsjón í 5. bekk Vilborgar Rósar Eckard í íslenskukennslu á unglingastigi. Höllu Karenar Guðjónsdóttur í hlutastarf í leiklistarkennslu Nína Ósk Kristinsdóttir snýr aftur til starfa eftir fæðingarorlof og mun taka að sér umsjónarkennslu. Fræðsluráð styður tillögur skólastjórnenda varðandi ráðningar.
2. Næsta skólaár
Nemendum skólans fjölgar um 20 – 30 á næsta skólaári þar sem fámennur bekkur útskrifaðist nú í vor (12) og fjölmennur hópur (30) mun hefja grunnskólagöngu. Auk þess sem nú þegar hafa þó nokkrir nemendur verið skráðir inn fyrir næsta ár í hinar ýmsu bekkjadeildir. Á liðnu skólaári voru 12 bekkjadeildir við skólann en á því næsta munu þær vera 15 þar sem fjölmennum bekkjum mun nú vera skipt upp í tvo umsjónarbekki. Þetta kemur ekki til með að kalla á aukningu stöðugilda. Einnig verður kennari sem sinnir íslenskukennslu nýbúa. Áður var það á höndum nokkurra kennara. Hugmyndin er að bæta móttöku nýbúa og tvítyngdra nemenda og auka vægi íslenskukennslu þeirra, styrkja þá enn frekar í móðurmáli sínu og íslensku. Skólastjóri óskar eftir að staða námsráðgjafa mun aukast um 10%, úr 40% í 50% vegna aukinna umsvifa og verkefnisins „ Flugið“ gegn brotthvarfi úr námi og vinnu eftir að grunnskólanámi lýkur. Skólastjóri fór yfir skipulag næsta skólaárs. Fræðsluráð mælir með aukningu starfshlutfalls námsráðgjafa um 10%.
3. Framtíðarsýn 2016- 2020
Gefin var út framtíðarsýn fyrir grunnskólann fyrir árin 2012-2016. Markmið þeirrar framtíðarsýnar náðist með ágætum eins og fram kom í sjálfsmatsskýrslu árið 2015. Unnið er að nýrri framtíðarsýn fyrir árin 20162020, drögin kynnt og lögð fyrir fræðsluráð. Áætluninni er skipt í sex undirkafla; Heilbrigði-hamingja-heilsa, Læsi, Námsárangur, Fagmennska í starfi, Skólasamfélagið og Annað.
Önnur mál
a) Gerð hefur verið öryggisrannsókn samkvæmt leiðbeiningum Vinnueftirlitsins. Öryggistrúnaðarmaður og Öryggisvörður, Örn Ævar og Egill stóðu að framkvæmd eftirlitsins. Matið kom vel út en alltaf eru einhverjir þættir sem betur mega fara. Framkvæmd úrbóta er nú í höndum húsvarðar sem vinnur að viðhaldi í samvinnu við byggingarfulltrúa.
b) Stór hópur starfsfólks fór í náms- og kynnisferð til Toronto í byrjun júní. Ferðin gekk afar vel í alla staði og styrkist enn sess hugmyndafræði Uppbyggingar innan skólans.
c) Unnið er að aðgerðaráætlun fyrir Sandgerðisbæ gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og annarri ótilhlýðilegri hegðun. Aðstoðarskólastjóri situr nefnd um málaflokkinn, vinna gengur vel og verða drög lögð fyrir bæjaryfirvöld á næstu dögum. Unnið er að umferðaöryggisáætlun fyrir Sandgerðisbæ, skólastjóri situr í nefndinni og vinnan gengur vel. Unnið er að fjölmenningarstefnu. Skólastjóri sat í nefndinni. Stefnan er langt á veg komin. Samvinna er á milli allra deilda innan bæjarins.
d) Fanney Dóróthe Halldórsdóttir fráfarandi skólastjóri þakkar kærlega fyrir samstarfið á liðunum árum og óskar skólanum gæfu og gengis í framtíðinni.
e) Fræðsluráð þakkar Fanneyju Dóróthe Halldórsdóttur fyrir samstarfið og vel unnin störf í þágu skólans og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.
Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 17:40.
Fundargerð lesin og samþykkt:
Elín Björg Gissurardóttir sign.
Guðbjörg Eva Guðjónsdóttir sign.
Sverrir Rúts Sverrisson sign.
Jóna María Viktorsdóttir sign.
Hjörtur Fjeldsted sign.
Jóna Kristín Sigurjónsdóttir sign.