301. fundur Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar

Home/Fræðsluráð/301. fundur Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar
  • Varðan, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði

301 . fundur Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar
var haldinn þriðjudaginn 31.maí 2016, í Vörðunni, Miðnestorgi 3 og hófst hann kl.16.15

Fundinn sátu:
Elín Björg Gissurardóttir formaður (D) Ástrós Jónsdóttir ritari(S) Sverrir Rúts Sverrisson(S) Jóna María Viktorsdóttir(B) Hjörtu r Fjeldsted(B) boðaði forföll, Jóna Kristín Sigurjónsdóttir (H) áheyrnarfulltrúi, Guðjón Þ. Kristjánsson Fræðslufulltrúi og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gerði grein fyrir dagskrá fundarins.

Dagskrá:

1. Skólastjóri Grunnskólans
Lagt var fram bréf dagsett 1.maí 2016 frá Fanneyju Dóróthe Halldórsdóttur skólastjóra þar sem hún segir starfi sínu lausu frá og með 1.ágúst n.k. Fræðsluráð þakkar Fanneyju fyrir framlag hennar til skólamála í Sandgerði og fyrir farsælt starf sem kennari og skólastjóri við Grunnkskólann í Sandgerði. Fræðsluráð þakkar Fanneyju gott samstarf og óskar henni velfarnar á nýjum á vettvangi.

2. Ráðning Skólastjóra Grunnskólans í Sandgerði
Gerð var grein fyrir ráðningarferli og tillögu vegna ráðningar í stöðu skólastjóra. Á 645. fundi bæjarráðs var farið var yfir umsóknir um stöðu skólastjóra við Grunnskólann í Sandgerði. Bæjarráð skipaði 3ja manna valnefnd þau Sigrúnu Árnadóttur bæjarstjóra, Helga Arnarsson fræðslustjóra Reykjanesbæjar og Guðjón Þ. Kristjánsson fræðslufulltrúa til þess að fara yfir umsóknir, ræða við þá og leggja niðurstöður fyrir fræðsluráð Sandgerðisbæjar til umsagnar og bæjarstjórn Sandgerðisbæjar til endanlegrar afgreiðslu. Valnefndin leggur til að Hólmfríður Árnadóttir verði ráðin skólastjóri Grunnskólans í Sandgerði. Hólmfríður er grunnskólakennari að mennt og með M.Ed. í menntunarfræðum. Hún hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á sviði menntamála. Hún starfar nú sem sérfræðingur á Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og kennir í kennaradeild háskólans. Fræðsluráð þakkar valnefndinni fyrir faglegt ráðningarferli og mælir einróma með ráðningur Hólmfríðar Árnadóttur í starf skólastjóra Grunnskólans í Sandgerði.

3. Önnur mál
Engin önnur mál.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 16.55
Fundargerð lesin og samþykkt

Elín Björg Gissurardóttir sign.
Ástrós Jónsdóttir sign.
Jóna María Viktorsdóttir sign.
Jóna Kristín Sigurjónsdóttir sign.
Sverrir Rúts Sverrisson sign.