299. fundur bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar

Home/bæjarstjórn/299. fundur bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar
  • Varðan, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði

299. fundur Bæjarstjórnar,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
miðvikudaginn 3. nóvember 2010 og hófst hann kl. 17:30

Fundinn sátu:
Ólafur Þór Ólafsson, Sigrún Árnadóttir, Sigursveinn B. Jónsson, Guðrún Arthúrsdóttir, Þjóðbjörg Gunnarsdóttir, Guðmundur Skúlason, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Magnús Sigfús Magnússon,

Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson,

Fundargerðin var skráð á bls. 55 í fundargerðarbók Bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar.

Dagskrá:

1.1009083 – Endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2010.

Bæjarstjóri lagði fram útkomuspá fyrir árið 2010 og fór yfir hana.
Fram kom í máli hennar að samkvæmt mati endurskoðanda er hér um endurskoðaða áætlun ársins að ræða.

Til máls tóku: ÓÞÓ, SÁ, HS.

Afgreiðsla:
Forseti bar endurskoðaða áætlun upp til atkvæða og var hún samþykkt samhljóða.

2.1010050 – Uppgreiðsla lána

Fyrir fundinum lá tillaga frá 511. fundi bæjarráðs.

“Samkvæmt tillögu bæjarstjóra er gert ráð fyrir niðurgreiðslu eftirtalinna lána:
Lán 802058 – kr. 252.360.545,-
Lán 651108 – kr. 30.702.180,-
Lán V030109 – kr. 10.416.484,-
Lán 322001006b og 3095 – Samtals tæplega kr. 170.000.000,-
Samtals um kr. 463.479.209,-

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga bæjarstjóra um uppgreiðslu lána verði samþykkt.
Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að farið verði að 5. gr. samþykktar fyrir Velferðarsjóð Sandgerðisbæjar og 21. gr. II. kafla Samþykktar um stjórn og fundarsköp Sandgerðisbæjar þar sem gert er ráð fyrir að bæjarstjórn geti ráðstafað fé úr sjóðnum að undangengnum tveimur umræðum.
Þannig verði eftir kr. 1.000.000.000,- í Velferðarsjóði.”

Til máls tóku: ÓÞÓ, SÁ, HS, GS.

Afgreiðsla:
Forseti bar tillögu bæjarráðs upp til atkvæða og var hún samþykkt samhljóða.

3.1010073 – Tillaga þess efnis að bæjarstjóra verði heimilt að ráðstafa úr velferðarsjóði – Fyrri umræða

Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu:

Í framhaldi af afgreiðslu 2. máls í þessari fundargerð og í samræmi við 5. gr. samþykktar fyrir Velferðarsjóð Sandgerðisbæjar og 21. gr. II. kafla Samþykktar um stjórn og fundarsköp Sandgerðisbæjar samþykkir bæjarstjórn heimild fyrir bæjarstjóra til að ráðstafa fjármunum úr Velferðarsjóði Sandgerðisbæjar til uppgreiðslu lána samkvæmt tillögu þess efnis á 299. fundi bæjarstjórnar. Þó skal þess gætt að inneign sjóðsins fari ekki undir einn milljarð króna ( kr. 1.000.000.000,- ).

Til máls tók: ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Tillögunni er vísað til annarrar umræðu í bæjarstjórn. Jafnframt verði málið á dagskrá bæjarráðs á milli funda bæjarstjórnar.

4.1010056 – Flutningur félagsmiðstöðvarinnar Skýjaborgar.

Bæjarráð leggur til á 511. fundi sínum að flutningur Félagsmiðstöðvarinnar Skýjaborgar frá Víkurbraut 11 í Grunnskólann í Sandgerði verði staðfestur í samræmi við samþykkt Frístunda- forvarna- og jafnréttisráðs frá 19.10.2010 og í samræmi við minnisblað frá skólastjóra og deildarstjóra Grunnskólans í Sandgerði og starfsmanni Skýjaborgar.

Til máls tók: ÓÞÓ.

Afgreiðsla
Bæjarstjórn staðfestir tillögu bæjarráðs.

5.1005101 – Kv.félagið Hvöt, ósk um húsnæðisaðstöðu, beiðni um niðurfellingu stefgjalda ofl.

Eftirfarandi bókunn var gerð á 511. fundi bæjarráðs:
“Bæjarráð telur rétt að eignarhlutur Sandgerðisbæjar í húsnæði Björgunarsveitarinnar Sigurvonar verði nýttur til að tryggja Kvenfélaginu Hvöt húsnæði þar undir félagsstarf sitt. Bæjarstjóra er falið að ræða við fulltrúa Hvatar og Sigurvonar um málið.
Þá leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að skuld Kvenfélagsins Hvatar við Sandgerðisbæ vegna STEF-gjalda í Samkomuhúsi á árinu 2009 að upphæð 23.964,- verði felld niður.”

Til máls tók: ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um niðurfellingu stefgjalda að upphæð kr. 23.964,- .

6.1010052 – Opnunartími bæjarskrifstofu

Bæjarráð leggur til á 511. fundi sínum við bæjarstjórn að tillaga bæjarstjóra um breyttan opnunartíma bæjarskrifstofu verði samþykkt og taki gildi mánudaginn 15.11.2010. Í tillögunni felst að skrifstofan verði opin á virkum dögum frá kl. 09:30 til kl. 15:00.

Til máls tók: ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn staðfestir tillögu bæjarráðs samhljóða.

7.1010057 – Flutningur málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.

Á 511. fundi bæjarráðs var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða:

“Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að Suðurnes verði eitt þjónustusvæði við fatlað fólk með vísan í tillögu verkefnisstjórnar og kynningarfundar sem fór fram í Saltfisksetrinu í Grindavík 12.10.2010.
Þá er lagt til við bæjarstjórn að hún samþykki að samstarfið byggi á dreifðri þjónustu í samræmi við fyrirliggjandi samningsdrög um Sameiginlegt þjónustusvæði Suðurnesja um þjónustu við fatlaða, byggt á sama grunni og þjónustusvæði á Suðurlandi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóra verði falið að vinna málið áfram í samráði við fulltrúa Sandgerðisbæjar í verkefnisstjórn og í samstarfi við hin sveitarfélögin á Suðurnesjum og að undirrita samninginn með fyrirvara um endanlegt samþykki bæjarstjórnar.”

Til máls tók: ÓÞÓ.

Forseti óskaði heimildar til að bera tillöguna upp í heild sinni og var það samþykkt.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs i heild sinni samhljóða.

8.1010074 – Jólin – úr 72. fundargerð ferða og menningarráðs

Fyrir fundinu liggur tillaga Ferða- og menningarráðs frá 72. fundi ráðsins 27.10.2010,
2. mál: “Jólin, tendrun jólaljósa, áramótabrenna og fl.
Rætt var um tendrun jólaljósa. Lagt er til að tendrun ljósanna fari fram á afmælisdegi bæjarins föstudaginn 3. desember og verði með hefðbundnum hætti.
Einnig er lagt til að áramótabrennan verði með sama sniði og undanfarin ár.”

Til máls tóku: ÓÞÓ, HS.

Afgreiðsla:
Tillaga ferða- og menningarráðs er samþykkt samhljóða.

9.1010034 – Upplýsingagjöf vegna mengunaróhappa / Sýnishorn af skýrslu.

Umhverfisstofnun hefur endurútgefið “Eyðublað um upplýsingagjöf vegna mengunaróhappa”. Óskað er eftir að hafnarvörðum verði kynnt eyðublaðið.

Til máls tók: ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Lagt fram. Vísað til atvinnu og hafnarráðs, umhverfisráðs, deildarstjóra umhverfis- og skipulagsmála, slökkvistjóra og hafnarstarfsmanna.

10.1010046 – Skólabragur, málstofa um skólamál, 01.11.2010

Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir málstofu um skólamál þann 1. nóvember undir yfirskriftinni “Skólabragur”.

Til máls tók: ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.
Bæjarstjórn lýsir yfi ánægju sinni með að starfsmaður Grunnskólans í Sandgerði skuli vera einn af frummælendum málstofunnar.

11.1010037 – Umhverfisstofnun. Vegna refaveiða 01.09.2010.- 31.08.2011.

Umhverfisstofnun tilkynnir um fyrisjáanlega niðurfellingu á framlagi ríkisins til refaveiða á uppgjörstímabilinu 1. september 2010 til 31. ágúst 2011 þar sem í frumvarpi til fjárlaga 2011 er ekki gert ráð fyrir neinum fjármunum til endurgreiðslu vegna refaveiða.

Til máls tók: ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar. Vísað til umhverfisráðs.

12.1010070 – Álagningaskrá lögaðila 2010

Ríkisskattstjóri sendir álagningaskrá lögaðila 2010 til framlagningar dagana 28. október til 11. nóvember 2010 að báðum dögum meðtöldum.
Þess er óskað að skrárnar verði endursendar skattstjóra starax eftir 11. nóvember.

Til máls tók: ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.

13.1010001F – Bæjarráð – 510

Fundargerð 510. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 13. október 2010.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest.

13.1.1005062 – Samningur um matarkaup, endurskoðun á árinu 2010.

Til máls tóku: HS, ÓÞÓ.

13.2.1007009 – VMST samþykkir allt að 20 störfum vegna “Sumarátak Sandgerðisbæjar 2010”

Til máls tók: ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Tillaga bæjarráðs er staðfest.

13.3.1010018 – Pílufélag Reykjanesbæjar, styrktarbeiðni vegna Evrópumóts í Tyrklandi, 12.10.2010

Til máls tók: ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Tillaga bæjarráðs er staðfest.

13.4.1010014 – Landgræðsluverðlaun 2010, verðlaunaafhending í Gunnarsholti 11.11.2010

Til máls tók: ÓÞÓ.

Bæjarstjórn fagnar því að Sandgerðisbær hlýtur Landgræðsluverðlaunin 2010.

13.5.1010013 – Kjörstjórn Sandgerðisbæjar, fundur haldinn 08. okt. 2010

Til máls tók: ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Tillaga bæjarráðs er staðfest.

13.6.1010020 – Önnur mál A)

Til máls tók: HS.

Bæjarstjórn tekur undir þakkir bæjarráðs til Félags eldri borgara á Suðurnesjum.

14.1010004F – Bæjarráð – 511

Fundargerð 511. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 26. október 2010.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest.

14.1.1010051 – Bygging fangelsis

Til máls tóku: HS, SÁ, ÓÞÓ, MSM.

14.2.1010044 – Beiðni um fjárstuðning við Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur

Til máls tók: ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Tillaga bæjarráðs er staðfest.

14.3.1010054 – Önnur mál A)

Til máls tóku: ÓÞÓ, SÁ.

Afgreiðsla:
Tillaga bæjarráðs er staðfest.

14.4.1010064 – Önnur mál B)

Til máls tók: ÓÞÓ.

Bæjarstjórn tekur undir hvatningu bæjarráðs til aðila að sækja um styrki til Menningarráðs Suðurnesja.

15.1009004F – Húsnæðis- skipulags- og byggingarráð – 458

Fundargerð 458. fundar húsnæðis- skipulags- og byggingarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 13. október 2010.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest.

15.1.0807029 – Deiliskipulag hafnarsvæðis Sandgerðis, suðursvæði – Sjávarheimar.

Til máls tóku: ÓÞÓ, HS.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu húsnæðis- skipulags- og byggingarráðs, en tekur þó fram að í þvi felst ekki samþykki fyrir gerð nýs deiliskipulags fyrir svæðið að sinni.

15.2.1010023 – Nátthagi 19, Umsókn um lóð undir sumarhús

Til máls tóku: ÓÞÓ, HS.

16.1010048 – Frístunda- forvarna- og jafnréttisráð 2. fundur, 19.okt. 2010

Fundargerð 2. fundar frístunda- forvarna- og jafnréttisráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 19. október 2010.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest.

3. mál: Erindisbréf.
Til máls tók ÓÞÓ.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu erindisbréfs.

4. mál: Jafnréttismál.
Til máls tók: ÓÞÓ.
Bæjarstjórn tekur undir ályktun ráðsins um jafnréttismál.

17.1010071 – 73. fundur ferða- og menningarráðs

Fundargerð 73. fundar ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 27. október 2010.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest.

1. mál: Viðburðardagatal.
Til máls tóku: HS, GA, ÓÞÓ.

4. mál:
Önnur mál b) Styrkumsókn í Menningarsjóð Suðurnesja.

Til máls tók ÓÞÓ.

Bæjarstjórn tekur undir álit ráðsins varðandi styrkumsókn í Menningarsjóð Suðurnesja.

Önnur mál c) Auglýsing í Áningu.
Til máls tóku: ÓÞÓ, HS, GA, GS, MSM.
Sjá 10. mál á fundi bæjarráðs nr. 511.
Forseti bar tillögu ráðsins upp til atkvæða:
Tillaga ráðsins er samþykkt með fimm greiddum atkvæðum S- lista og H- lista, B- listi og D- listi greiddu atkvæði gegn tillögunni.

18.1010041 – Aðalskipulag Sandgerðisbæjar, 20. fundur stýrihóps, 13.10.2010

Fundargerð 20. fundar stýrihóps um Aðalskipulag Sandgerðisbæjar 2008-2024. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 13. október 2010.

Til máls tók: ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.

19.1010069 – 2. fundur starfshóps um brunavarnir hjá Sandgerðisbæ, 28.10.2010

Fundargerð 2. fundar starfshóps um brunavarnir hjá Sandgerðisbæ. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 28. október 2010.

Til máls tók: ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.

20.1010045 – 617. fundur stjórnar SSS, 13.10.2010

Fundargerð 617. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 13. október 2010.

Til máls tók: ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.

21.1010047 – 397. fundur stjórnar Sorpeyðinagrstöðvar Suðurnesja, 14.10.2010

Fundargerð 397. fundar stjórnar Sorpeypingarstöðvar Suðurnesja. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 14. október 2010.

Til máls tóku: ÓÞÓ, HS, GA.

Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.
Bæjarstjórn gerir þá athugasemd að Guðrún Arthúrsdóttir boðaði ekki forföll (eins og segir í 397. fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja) heldur sat fundinn.

22.1010049 – 220.fundur HES, 28.10.2010

Fundargerð 220. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 28. september 2010.

Til máls tók: ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.
Í fundargerðinni kemur fram að HES. veitir eftirtöldum aðilum innan Sandgerðisbæjar starfsleyfi til 12 ára:
Komuverslun, Keflavíkurflugvelli.
Inspired by Iceland Keflavíkurflugvelli
Ísverksmiðja Sandgerðis Sandgerðisbæ
Slægingaþjónusta Suðurnesja Sandgerðisbæ
Fúsi ehf. Sandgerðisbæ
Bílaleigan Berg/Sixt. Keflavíkurflugvelli

23.1010016 – Stjórnarfundur DS, 05, okt. 2010, fundargerð.

Fundargerð fundar stjórnar DS. Fundurinn fór fram þriðjudagin 5. október 2010.

Til máls tók: ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.

24.1010040 – Menningarráð Suðurnesja, fundur haldinn 07.10.2010

Fundargerð 1. fundar Menningarráðs Suðurnesja. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 7. október 2010.

Til máls tók: ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.

25.1010025 – Samvinnunefnd um Svæðisskipulag Suðurnesja, 04.10.2010, fundargerð.

Fundargerð 24. fundar Samvinnunefndar um Svæðisskipulag Suðurnesja. Fundurinn fór fram mánudaginn 4. október 2010.

Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.

Til máls tóku: ÓÞÓ, HS.
Bæjarstjórn vísar 2. máli “Sameiginlegt atvinnusvæði” til umræðu í bæjarráði.

26.1010063 – 17. fundur Skipulagsnefndar Kef.flugvallar

Fundargerð 8. fundar skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar. Fundurinn fór fram föstudaginn 22. október 2010.

Til máls tók: ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.

27.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:25

Ólafur Þór Ólafsson sign.
Sigrún Árnadóttir sign.
Sigrusveinn B. Jónsson sign.
Guðrún Arthúrsdóttir sign.
Þjóðbjörg Gunnarsdóttir sign.
Guðmundur Skúlason sign.
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign.
Magnús Sigfúns Magnússon sign.
Guðjón Þ. Kristjánsson sign.