298. fundur Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar

Home/Fræðsluráð/298. fundur Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar
  • Varðan, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði

298. fundur Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar,
haldinn í Grunnskólanum í Sandgerði,
mánudaginn 26.janúar 2016 kl.16.00

Fundinn sátu: Elín Björg Gissurardóttir formaður (D) Ástrós Jónsdóttir ritari (S) Sverri r Rúts Sverrisson (S) Jóna María Viktorsdóttir (B) Hjörtur Fjeldsted (B) Jóna Kristín Sigurjónsdóttir (H) áheyrnarfulltrúi, Hildur Sigfúsdóttir fyrir hönd kennara, Hulda Björk Stefánsdóttir leikskólastjóri og Fanney Dóróthe Halldórsdóttir skólastjóri og einnig starfsmaður nefndar.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og gerði grein fyrir dagskrá fundarins.
Dagskrá:
1. Starfsmannamál – leikskólinn
Leikskólastjóri fór yfir starfsmannamál leikskólans. Öll lögbundin gögn verða aðgengileg á bæjarskrifstofunni.
2. Kynning á dagsskipulagi Leikskólans .
Leikskólastjóri fór yfir dagsskipulag kjarna. Hver kjarni hefur sitt eigið dagsskipulag.
3. Nemakynning – leikskólinn.
Níu starfsmenn eru í námi og fjórir starfsmenn eru lærðir leikskólaliðar. Fræðsluráð fagnar því hversu margir starfsmenn eru í námi og að verið sé að efla fagmenntun innan skólans.
4. Nýtt námsmat.
Skólastjórnendur fóru yfir nýtt námsmatskerfi byggt á nýrri útgáfu aðalnámskrár og kröfum menntamálaráðuneytis um breytingar á námsmati út frá henni. Með útgáfu nýrrar Aðalnámskrár grunnskóla frá árinu 2011 var kveðið á um nýtt verklag við mat á námi nemenda. Það verklag samræmist nýrri nálgun þar sem horft er til hæfni nemenda í þeim námsgreinum sem þeir stunda auk lykilhæfni sem stefnt er á að meta þvert á námsgreinar. Lykilhæfni flokkast í Tjáningu og miðlun, Skapandi og gagnrýna hugsun, Sjálfstæði og samvinnu, Nýtingu miðla og upplýsinga og Ábyrgð og mat á eigin námi. Vorið 2016 er stefnt á að skila mati á lykilhæfni til nemenda auk hefðbundinna einkunna og einkunna í bókstöfum til nemenda í 10. bekk, eins og lög um grunnskóla gera ráð fyrir.
Nemendur fengu nýtt miðannarmat í hendur í upphafi vorannar. Matið er leiðbeinandi mat á þeim hæfniviðmiðum sem stefnt var að á haustönn 2015. Hæfniviðmið aðalnámskrár fyrir hverja námsgrein eru talin upp og mat kennara á árangri nemanda lagt fram. Þannig er stefnt að því að nemendur fái ítarlegar upplýsingar um námslega stöðu sína við annarskipti. Breytingin á námsmatinu er sú að einkunnir eru nú gefnar í bókstöfum (A, B+, B, C+ og D) og bak við hvern bókstaf er lýsing á hæfni nemenda á hverju greinasviði, í stað þess að tölulegar einkunnir gátu áður vísað í mismunandi námsefni milli skóla. Markmiðið er þannig að samræma betur einkunnagjöf milli skóla og bæta upplýsingagildi einkunna hvað varðar hæfni nemenda. Sjónarhorn færist frá einstökum viðfangsefnum eða námsmarkmiðum yfir á almennari mælikvarða á hæfni og getu nemenda. Námskráin skilgreinir almenn hæfnistig og tengir þau síðan helstu námsgreinum. Í framhaldinu færist áherslan fremur á það hvaða hæfnistigi nemandi nær, fremur en hvort hann hafi náð tökum á tilteknum námsatriðum. Breyttar áherslur kalla á breytt vinnubrögð kennara og skilvirkari framsetningu til nemenda og foreldra.
5. Skil á sjálfsmatsskýrslu .
Skólastjóri fór yfir lokaútgáfu skýrslunnar. Fundarmenn samþykktu skýrsluna.
6. LOGOS og talnalykils niðurstöður 3. og 6.bekkjar.
Skólastjóri fór yfir niðurstöður LOGOS greiningar og talnalykils skimun í 6. Bekk. Niðurstöðurnar gefa góðar vísbendingar um stöðu nemenda og gengi á samræmdum prófum. Unnið er markvisst með nemendum út frá þessum niðurstöðum.
7. Skóladagatal 2016 – 2017.
Skólastjóri lagði skóladagatgal 2016-2017 fram til kynningar.
8. Markþjálfun og umsókn í sprotasjóð.
Skólastjóri sagði frá umsókn í Sprotasjóð, endurmenntunarsjóð kennara og tilboð frá EVOLVIA markþjálfun. Hugmynd um að sækja um ásamt fleiri skólum af Suðurnesjum. Markmiðið er að kennarar fái þjálfun í aðferðafræði markþjálfunar til að efla færni í kennslu og skilvirkari samskipti við nemendur. Að efla samskiptafærni við foreldra og samstarfsmenn og auka vellíðan og árangur í lífi og starfi. Námið er alþjóðlega vottað ACSTH.
9. Ný heimasíða.
Skólastjóri kynnti nýja heimasíðu skólans http://sandgerdisskoli.is/
10. Önnur má
A) Skólastjóri lagði fram niðurstöður úr tilraunaverkefni, Markþjálfun í 8-10 bekk á Suðurnesjum.
B) Skólastjóri lagði til kynningar bréf þar sem að mennta og menningarmálaráðuneytið þakkar fyrir upplýsingarnar um eftirfylgni og telur að sveitarfélagið hafi gert fyllilega grein fyrir umbótum í kjölfar úttektar ráðuneytisins.
C) Stóra upplestrarkeppnin á Suðurnesjum verður haldin í Grunnskólanum í Sandgerði í ár, 2.mars.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl.18.40
Fundargerð lesin og samþykkt:
Elín Björg Gissurardóttir sign.
Sverrir Rúts Sverrisson sign.
Ástrós Jónsdóttir sign.
Jóna María Viktorsdóttir sign.
Hjörtur Fjeldsted sign.
Jóna Kristín Sigurjónsdóttir sign.