18. fundur Atvinnu-, ferða- og menningarráðs

Home/Atvinnu-, ferða- og menningarráð/18. fundur Atvinnu-, ferða- og menningarráðs
 • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

Atvinnu-, ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar, 
  haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3, 
18. apríl 2018 og hófst hann kl. 18:00 

 

 

Fundinn sátu:  Rakel Ósk Eckard formaður, Svavar Grétarsson, Gísli Jónatan Pálsson, Jónas Ingason, Eydís Eiríksdóttir og Guðjón Þ. Kristjánsson ritari.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Þ. Kristjánsson.

 

 1. 17. júní 2018 – 1804016
  Fyrir fundinum liggur minnisblað fræðslu- og menningarfulltrúa og frístunda og forvarnafulltrúa Sandgerðisbæjar.
  Afgreiðsla: 
  Atvinnu- ferða- og menningarráð Felur Fræðslu- og menningarfulltrúa á samt frístunda- og forvarnarfulltrúa að ræða við fulltrúa Kvenfélagsins Hvatar og Knattspyrnufélagsins Reynis um hvernig skuli staðiöð að hátíðarhöldum á 17. júní í ár.

 2. Sandgerðisdagar 2018 – 1804017
  Fyrir fundinum ligur samningur við Guðnýju K. Snæbjörnsdóttur fyrir hönd Myndbergs ehf. um verkefnastjórn fyrir Sandgerðisdaga 2018.  Einnig minnisblað frá fyrsta fundi frakvæmdanefnda Sandgerðisdaga 2018.
  Fræðslu- og menningarfulltrúi gerði grein fyrir undirbúningi sem þegar er hafinn.
  Afgreiðsla: 
  Lagt fram til kynningar.  Atvinnu- ferða- og menningarráð fagnar því að samningar hafi náðst við Guðnýju K. Snæbjörnsdóttur um verkefnastjórn fyrir
  Sandgerðisdaga 2018.  Atvinnu- ferða- og menningarráð leggur til við bæjarstjórn að litaskiptingu bæjarins verði hætt, en fólk hvatt til að skreyta hjá sér í
  öllum regnbogans litum. Lita- og
   ljósagleði verði einkennisorð Sandgerðisdaga 2018.

 3. Kvenfélagið Hvöt: samstarfssamningur 2018 – 1804018
  Fyrir fundinum liggja drög að samningi milli Sandgerðisbæjar og Kvenfélagsins Hvatar í Sandgerði.
  Afgreiðsla: 
  Lagt fram til kynningar.  Atvinnu- ferða- og menningarráð fagnar því að drög að samningi við Kvenfélagið Hvöt liggi fyrir og hvetur til þess að gengið
  verði frá honum hið fyrsta.
 4. Listatorg: samstarfssamningur 2018 – 1804019
  Fyrir fundinum liggja drög að samningi milli Sandgerðisbæjar og Listatorgs í Sandgerði.
  Afgreiðsla: 
  Lagt fram til kynningar.  Atvinnu- ferða- og menningarráð fagnar því að drög að samningi við Listatorg liggi fyrir og hvetur til þess að gengið verði frá
  honum hið fyrsta.
 5. Saga Sandgerðis: Framhaldsmál frá 2008 – 1801008
  Fyrir fundinum liggja upplýsingar um útgáfu á Sögu Sandgerðis frá 1907 til 2007.  Fræðslu- og menningarfulltrúi fór yfir málið.
  Afgreiðsla: 
  Lagt fram til kynningar.  Atvinnu- ferða- og menningarráð fagnar því að nú líður að útgáfu Sögu Sandgerðis 1907 til 2007.

   

 6. Björgunarbáturinn Þorsteinn – 1801009
  Sótt var í uppbyggingarsjóð Suðurnesja um styrk til að meta og móta leiðir til varðveislu björgunarbátsins Þorsteins. Umsóknin var unnin í samráði við Björgunarsveitina Sigurvon. Verkefnið hlaut styrk að upphæð kr. 1.000.000,-.
  Afgreiðsla: 
  Lagt fram til kynningar.  Atvinnu- ferða- og menningarráð fagnar því að styrkur haf fengist til að hefja þetta mikilvæga verkefni sem varðveisla elsta
  björgunarskips landsins er.

   

 7. Málþing vegna 100 ára afmælis lýðveldisins Íslands – 1801010
  Fræðslu- og menningarfulltrúi sandgerðisbæjar sótti fyrir hönd menningarfulltrúa á Suðurnesjum um styrk í Uppbyggingarsjóð Suðurnesja til að halda málþing
  á Suðurnesjum í tilefni af 100 ára fullveldi Íslands. Málþingið er fyrirhugað á haustdögum 2018.
  Afgreiðsla: 
  Lagt fram til kynningar.
 8. Safnahelgi á Suðurnesjum 2018 – 1804020
  Fyrir fundinum liggu minnisblað fræðslu- og menningarfulltrúa um Safnahelgi á Suðurnesjum 2018. Þar kemur fram yfirit yfir þátttöku síðustu þriggja ára.
  Afgreiðsla: 
  Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:20 

Rakel Ósk Eckard sign
Gísli Jónatan Pálsson sign
Jónas Ingason sign
Eydís Eiríksdóttir sign
Svavar Grétarsson sign