17. fundur Atvinnu-, ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar

Home/Atvinnu-, ferða- og menningarráð/17. fundur Atvinnu-, ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

17. fundur
Atvinnu-, ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
27. september 2017 og hófst hann kl. 18:15

Fundinn sátu:
Andri Þór Ólafsson formaður S- lista, Rakel Ósk Eckard S- lista, Svavar Grétarsson H- lista, Gísli Jónatan Pálsson B- lista, Eydís Eiríksdóttir varamaður D- lista og Guðjón Þ. Kristjánsson starfsmaður ráðsins.
Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018-2021 – 1707006
Fyrir fundinum liggja tillaga að starfsáætlun ársins 2018 og tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2018. Atvinnu- ferða- og menningarráð fór yfir tillögurnar.
Afgreiðsla: Atvinnu- ferða- og menningarráð leggur áherslu á að endurbætur og viðhald á Samkomuhúsi verði hafðar ofarlega í forgangsröðun.

2. Sandgerðisdagar 2017 – 1706245
Atvinnu- ferða- og menningarráð ræddi um framkvæmd Sandgerðisdaga 2017 og hugsanlegar breytingar fyrir árið 2018.
Afgreiðsla: Atvinnu- ferða- og menningarráð þakkar framkvæmdastjóra Sandgerðisdaga 2017 fyrir mjög góða undirbúningsvinnu og framkvæmd daganna. Vegna skýrslugerðar um Sandgerðisdaga 2017 leggur ráðið til að vilji bæjarbúa verði kannaður um hvar fólk vill helst hafa staðsetningu hátíðarhalda á laugardeginum. Í sömu könnun verði leitað álits íbúa um hvort íbúar vilji breytingar á tímasetningu hátíðarinnar. Ráðið leggur til að hvefaskipting á Sandgerðisdögum verði endurskoðuð og jafnframt hvor binda á hverfin við liti.

3. Jól og áramót 2018 – 1709011
Rætt var um hefðbundna hátíð í kring um tendrun jólaljós á tré Sandgerðisbæjar 3. desember ár hvert. Rætt var um staðsetningu og framkvæmd áramótabrennu og flugeldasýningu.
Afgreiðsla: Atvinnu- ferða- og menningarráð felur fræðslu- og menningarfulltrúa að undirbúa athöfn við tendrum jólaljósa á jólatré bæjarins í samstarfi við skólastjóra Grunnskóla og Tónlistarskóla, frístunda- og forvarnarsvið, og húsnæðis- skipulags- og byggingarsvið Sandgerðisbæjar. Atvinnu- ferða- og menningarráð leggur til að kannað verði með staðsetningu áramótabrennu og flugeldasýningar á hafnarsvæði Sandgerðishafnar í samstarfi húsnæðis- skipulags- og byggingarsviðs, hafnarstjóra, brunavarna, heilbrigðiseftirlits, lögreglu og Náttúrustofu Suðvesturlands. Ráðið leggur til að tímasetning brennu og flugeldasýningar verði færð fram til kl. 17:00 og 17:30. Að öðru leyti er fræðslu- og menningarfulltrúa falið að undirbúa áramótabrennu og flugeldasýningu í samstarfi við áhaldahús og Björgunarsveitina Sigurvon.

4. Menningarfulltrúar: fundargerðir – 1709012
Fyrir fundinum liggur samantekt frá fundi menningarfulltrúa á Suðurnesjum. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 21. september 2017.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:40

Andri Þór Ólafsson sign
Rakel Ósk Eckard sign
Svavar Grétarsson sign
Gísli J. Pálsson sign
Eydís Eiríksdóttir sign
Guðjón Þ. Kristjánsson sign