14. fundur Hafnarráðs

Home/Hafnaráð/14. fundur Hafnarráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

14. fundur Hafnarráð haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
3. janúar 2018 og hefst kl. 16:15

Fundinn sátu: Reynir Sveinsson, formaður (D-listi), Katrín Júlía Júlíusdóttir og Jóhann Rúnar Kjærbo (S-lista), Daði Bergþórsson (B-lista), Magnús S. Magnússon (H-lista) og Sigrún Árnadóttir sem jafnframt ritaði fundargerð. Grétar Mar Jónsson var fjarverandi.

1. 1702023 – Yfirlit yfir starfsemi hafnarinnar
Hafnarstjóri greindi frá því helsta í starfsemi hafnarinnar. Landað hefur verið 10 þúsund tonnum á árinu 2017 en það er um 3000 tonnum minna en á síasta ári. Einnig var gerð grein fyrir tekjum ársins, framkvæmdum og ráðningu nýs starfsmanns.

2. 1707006 – Fjárhagsáætlun Sandgerðishafnar 2018
Lögð var fram til kynningar endanleg fjárhagsáætlun ársins 2018 og gjaldskrá. Fjárhagsáætlun var til umræðu og afgreiðslu á síðasta fundi hafnaráðs.

3. 1706065 – Afskriftir: tillögur
Lögð var fram tillaga og greinargerð sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs um afskriftir á hafnargjöldum. Um er að ræða afskriftir gjalda hjá 8 aðilum. Innheimta hefur verið reynd til þrautar.
Hafnaráð samþykkir framlagaða tillögu um afskriftir.

4. 1709006 – Byggðakvóti fiskveiðiársins 2017/2018
Kynnt var bréf dags 21. nóvember sl. frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis um úthlutun 251 þorskígildistonna til Sandgerðisbæjar fyrir fiskveiðiárið 2017/2018. Á fundi bæjarstjórnar 2.1.2018 var umfjöllun um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta Sandgerðis fyrir fiskveiðiárið 2017/2018 til hafnaráðs til umsagnar.
Magnús S. Magnússon lagði til að ekki yrði leitað eftir því við ráðuneytið að settar verði sérreglur um úthlutun kvótans nema að því leiti að aflanum verði landað í Sandgerði. Tillagan hlaut ekki brautargengi.
Formaður leggur til að lagt verið til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði fyrir úthlutun aflamarks í Sandgerði fyrir fiskveiðiárið 2017/2018 og að þau verði svohljóðandi:
“1. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verði: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra
fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun
byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr.,
eftir því sem við á, og skal skipt þannig að 30% byggðakvótans skiptist jafnt milli skipa þó
ekki meira í þorskígildum talið en viðkomandi bátur landaði í þorskígildum í Sandgerði á
fiskveiðiárinu 2016/2017 og 70% skipt hlutfallslega til sömu skipa af því aflamarki sem
fallið hefur til Sandgerðis, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa
þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, á tímabilinu 1. september 2016 til 31. ágúst 2017.
2. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verði: Fiskiskipum er skylt að
landa í Sandgerði þeim afla sem telja á til byggðakvóta Sandgerðis og til vinnslu innan
Sandgerðisbæjar á tímabilinu frá 1. september 2017 til 31. ágúst 2018.
Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum. Daði Bergþórsson sat hjá við afgreiðslu
málsins. Magnús S. Magnússon gerði athugasemdir við framkvæmd atkvæðagreiðslunnar.

5. 1706115 – Hafnasamband Íslands: 399. fundur
Fundargerð var lögð fram til kynningar ásamt bréfi frá Samgöngustofu og Hafnasambandi
Íslands um öryggismál í höfnum en í því eru hafnir hvattar til að huga sérstaklega að
öryggismálum í höfnum.
Hafnaráð leggur til að hugað verði sérstaklega að öryggismálum í Sandgerðishöfn og
öryggi tryggt eins og frekast er unnt.

6. 1702042 – Samtök sjávarútvegssveitarfélaga: fundargerðir 31. og 32. fundar.
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið kl. 19:00.
Reynir Sveinsson sign
Katrín Júlía Júlíusdóttir sign
Jóhann Rúnar Kjærbo sign
Daði Bergþórsson sign
Magnús S. Magnússon sign
Sigrún Árnadóttir sign