14. fundur Atvinnu-, ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar

Home/Atvinnu-, ferða- og menningarráð/14. fundur Atvinnu-, ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

14. fundur
Atvinnu-, ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 15. nóvember 2016 og hófst hann kl. 18:00

Fundinn sátu:
Andri Þór Ólafsson formaður S- lista, Rakel Ósk Eckard S- lista, Sigurpáll Árnason D- lista, Svavar Grétarsson H- lista, Gísli Jónatan Pálsson D- lista, og Guðjón Þ. Kristjánsson starfsmaður ráðsins.
Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.

Dagskrá:
1. 1506161 – Skipan í embætti, nefndir, ráð og stjórnir
Frá 370 fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 6. September 2016, 1. mál. S- listi tilkynnir um breytingu á skipan í nefndir og ráð. Lúðvík Júlíusson víkur sæti sem formaður atvinnu- ferða- og menningarráðs vegna brottflutnings úr sveitarfélaginu. Sæti hans tekur Andri Þór Ólafsson og verður hann formaður ráðsins.

2. 1608134 – Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar: 2017 – 2020
Farið var yfir tillögur og áætlanir varðandi ferða- og menningarmál í fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2017-2020.
Afgreiðsla: Atvinnu- ferða- og menningarráð gerir ekki athugasemdir varðandi fyrirliggjandi áætlun.

3. 1601012 – Sandgerðisdagar 2016
Fyrir fundinum liggur skýrsla Guðnýjar Snæbjörnsdóttur um undirbúning og framkvæmd Sandgerðisdaga 2016. Afgreiðsla: Atvinnu-, ferða- og menningarráð þakkar Guðnýju K. Snæbjörnsdóttur fyrir got starf við undirbúning og framkvæmd Sandgerðisdaga 2016. Ráðið þakkar Guðnýju jafnframt fyrir vandaða og vel unna skýrslu um hátíðina.
Atvinnu-, ferða- og menningarráð leggur til að gengið verið til samninga um undirbúning og framkvæmd Sandgerðisdaga 2017 hið allra fyrsta og áhugi Guðnýjar K. Snæbjörnsdóttur á verkefninu kannaður.

4. 1611028 – Jól og áramót 2016
Fyrir fundinum liggur minnisblað fræðslu- og menningarfulltrúa um framkvæmd hátíðarhalda um jól og áramót.
Afgreiðsla: Atvinnu- ferða- og menningarráð samþykkir áætlun fræðslu- og menningarfulltrúa um hátíðarhöld um jól og áramót.

5. 1601031 – Reykjanes Jarðvangur: fundargerðir 2016
Fundargerð 30. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs ses., Fundurinn fór fram 10. október 2016. Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar. Fundargerð 31. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. Fundurinn fór fram 21. október 2016.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

6. 1506046 – Menn og minningar úr Miðneshreppi
Fyrir fundinum liggur lokaskýrsla fræðslu- og menningarfulltrúa Sandgerðisbæjar til menningarsjóðs Suðurnesja. Skýrslunni var skilað í maí 2016.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Atvinnu- ferða- og menningarráð óskar eftir greinargerð Péturs Brynjarssonar um málið.

7. 1506101 – Merkingar í Sandgerðisbæ
Fyrir fundinum liggur minnisblað fræðslu- og menningarfulltrúa um merkingar í Sandgerðisbæ. Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Atvinnu- ferða- og menningarráð vísar minnisblaðinu til sviðsstjóra umhverfis- skipulags- og byggingasviðs.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:20

Andrí Þór Ólafsson sign.
Rakel Ósk Eckard sign.
Sigurpáll Árnason sign.
Svavar Grétarsson sign.
Gísli J. Pálsson sign.
Guðjón Þ. Kristjánsson sign.