13. fundur Atvinnu-, ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar

Home/Atvinnu-, ferða- og menningarráð/13. fundur Atvinnu-, ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

13. fundur Atvinnu-, ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 5. júlí 2016 og hófst hann kl. 18:00

Fundinn sátu:
Lúðvík Júlíusson formaður (S) , Rakel Ósk Eckard (S), Sigurpáll Árnason (D), Svavar Grétarsson (H) einnig sátu fundinn Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri og Guðný Kristín Snæbjörnsdóttir verkefnastjóri Sandgerðsdaga. Gísli Jónatan Pálsson (B) boðaði forföll.

Fundargerð ritaði: Sigrún Árnadóttir
Dagskrá:

1. 1601012 – Sandgerðisdagar 2016
Fyrstu drög að dagskrá og fyrirkomulagi Sandgerðisdaga lögð fram. Guðný Kristín Snæbjörnsdóttir verkefnastjóri Sandgerðisdaga kynnti drögin. Góðar umræður voru um dagskrá og annað sem viðvíkur hátíðinni. Afgreiðsla: Ákveðið var að Sandgerðisdagar í ár verði dagana 22. til 28. ágúst. Ákveðnar voru meginlínur í dagskrá daganna og að hátíðarsvæðið yrði við Grunnskólann í ár og næsta ár við höfnina. Ráðið lýsti vilja til að leggja verkefnisstjóranum lið eftir því sem tök eru á.

2.   1508010 – Menning: viðurkenning fyrir framlag til menningarmála 2016
Fram fóru umræður um veitingu viðurkenningar á Sandgerðisdögum fyrir framlag til atvinnu-, ferða- og menningarmála í Sandgerði. Afgreiðsla: Ráðið var sammála um veita viðurkenningu fyrir framlag til menningarmála í ár og var samstaða um hver skyldi hljóta viðurkenninguna.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20.10

Lúðvík Júlíusson sign.
Rakel Ósk Ecard sign.
Sigurpáll Árnason sign.
Svavar Grétarsson sign.
Sigrún Árnadóttir sign.