121. fundur Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Voga

Home/Fjölskyldu- og velferðarnefnd/121. fundur Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Voga
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

121. fundur Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Voga
haldinn  Í fundarherbergi bæjarstjóra í Vörðunni,
fimmtudaginn 15. desember 2016 og hófst hann kl. 18:30

Fundinn sátu: Katrín Pétursdóttir Formaður, Jónína Holm Varaformaður, Jóhanna Lára Guðjónsdóttir Ritari, Margrét Bjarnadóttir Aðalmaður, Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir Aðalmaður, Guðrún Björg Sigurðardóttir og Svava Guðrún Hólmbergsdóttir. María Jóna Jónsdóttir, aðalmaður frá Sandgerði, boðaði forföll. Varamaður var ekki boðaður í hennar stað.

Fundargerð ritaði:  Thelma Björk Guðbjörnsdóttir , Félagsráðgjafi MA

Dagskrá:

 

1. 1306014 – Sérstakar húsaleigubætur – uppfærsla og breytingar.
Samantekt vegna laga um húsnæðisbætur, nr. 75/2016 lögð fyrir 120. fund fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga til kynningar.

Þann 1. janúar næstkomandi taka gildi lög um húsnæðisbætur, nr. 75/2016, sem samþykktar voru á Alþingi hinn 16. júní sl. Þar er m.a. kveðið á um breytingar á 45. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 þannig að sveitarfélögum verði skylt að veita sérstakan húsnæðisstuðning, sem komi í stað sérstakra húsaleigubóta, og að ráðherra skuli, að höfðu samráði við Samband Íslenskra sveitarfélaga, gefið út leiðbeinandi reglur til sveitarstjórnar um framkvæmd stuðnings ásamt viðmiðunarfjárhæðum. Stefnt er að því að leiðbeiningar liggi fyrir við gildistöku laganna. Sjá nánar meðfylgjandi greinargerð og fylgiskjöl.

Samantekt vegna laga um húsnæðisbætur nr. 75/2016 lögð fram til kynningar.
 
2. 1611003 – Mælitæki:vinna málastjóra í barnavernd
Samantekt um vinnuálag í barnavernd lögð fyrir 120. fund fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga þann 15. desember 2016. Barnaverndarstofa sendi fyrr á þessu ári öllum barnaverndarnefndum á landinu mælitæki sem ætlað er til að mæla vinnu málastjóra í barnavernd. Barnaverndarstofa þýddi og staðfærði mælitækið í samvinnu við nokkrar barnaverndarnefndir en mælitækið var þróað í Gautaborg. Þann 13. október sl. óskaði Barnaverndarstofa eftir þátttöku barnaverndarnefnda í rannsókn sem stofan stendur að í samstarfi við meistaranema í félagráðgjöf. Markmið rannsóknarinnar er að mæla vinnu málastjóra í barnavernd og varpa ljósi á upplifun þeirra á vinnuálagi. Starfsmenn fjölskyld- og velferðarnefndar urðu við þessari beiðni og sendu niðurstöður til Barnaverndarstofu í október sl. Sjá nánar meðfylgjandi greinargerð og fylgigögn.
Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga lýsir yfir fullu trausti og ánægju með faglegt og gott starf starfsmanna nefndarinnar. Miðað við það álag sem fram kemur samkvæmt matstæki Barnaverndarstofu, sem metur vinnuálag í barnavernd, hefur nefndin verulegar áhyggjur af álagi á starfsfólk og áhrifum þess á velferð starfsmanna og velferð íbúa í sveitarfélögunum.
Samkvæmt fyrrgreindum mælikvarða sinna allir starfsmenn barnaverndar SGV málavinnslu umfram eitt stöðugildi hver. Einn starfsmaður er með 376 álagstig sem jafna má við 2,98 stöðugildi, annar starfsmaður er með 302 álagsstig sem jafna má við 2,4 stöðugildi og þriðji starfsmaðurinn er með 237 álagsstig sem jafna má við 1,88 stöðugildi.
Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga leggur mikla áherslu á að sveitarfélögin bregðist við þessari alvarlegu stöðu sem allra fyrst.
 
3. 1612020 – Gráu svæðin
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út yfirlit um gráu svæðin í velferðarþjónustunni. Í yfirlitinu er leitast við að svara spurningum varðandi grá svæði út frá sjónarhorni þjónustukerfanna annars vegar og notandans hins vegar.
Skýrsla lögð fram til kynningar.
Yfirlit um gráu svæðin sem Samband íslenskra sveitarfélaga gaf út var lagt fram til kynningar.
 
4. 1612029 – Félagsþjónusta: verklagsreglur
Á 376. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar þann 6. desember sl. samþykkti bæjarstjórn verklagsreglur fyrir sameiginlega félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garða og Sveitarfélagsins Voga með fyrirvara um samþykki samstarfssveitarfélaganna. Verklagsreglurnar eru settar fram til að skýra ábyrgð í málaflokki 02 Félagsþjónusta, verkþáttum, ferli mála og til að auka samræmingu í félagsþjónustu bæjarfélaganna þriggja.
Verklagsreglur lagðar fram til kynningar.
Verklagsreglur fyrir sameiginlega félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garða og Sveitarfélagsins Voga lögð fram til kynningar. Nefndin lýsir ánægju sinni yfir samræmingu reglna milli sveitarfélaganna og áréttar mikilvægi þess.
 
5. 1612021 – Málefni fatlaðs fólks
Til sveitarstjórna og stjórnenda þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Meðfylgjandi er umsögn sem sambandið hefur látið velferðarráðuneytinu í té um erindi er varða lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða.

Umsögn lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
 
6. 1309008 – Barnaverndarmál
7. 1609022 – Barnaverndarmál
8. 1308014 – Félagsleg heimaþjónusta
9. 1609038 – Fjárhagsaðstoð
10. 1406011 – Sérstakar Húsaleigubætur
11. 1609028 – Barnaverndarmál

Dagskrá:

5 opið mál.

Samantekt vegna laga um húsnæðisbætur – lagt til kynningar.

Mælitæki vinnu málastjóra í barnavernd. Nefndin bókaði.

Gráu svæðin -lög fram til kynningar.

Félagsþjónusta verklagsreglur – lagðar fram til kynningar.

Málefni fatlað fólks – lagt til kynningar.

Lokuð mál

Fjárhagsaðstoð (1)

Sérstakar húsaleigubætur (1)

Barnavernd (3)

Félagsleg heimaþjónusta (1)

 

 

Skipting mála

Sandgerði (2)

Garður (0)

Vogar (3)

Velferðarráðuneytið (1)

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   20:10

Katrín Pétursdóttir (sign)
Jóhanna Holm (sign)
Margrét Bjarnadóttir (sign)
Jóhanna L Guðjónsdóttir (sign)
Svava G Hólmgeirsdóttir (sign)
Drífa Birgitta Önnudóttir (sign)
Guðrún Björg Sigurðardóttir (sign)