118. fundur Fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Voga

Home/Fjölskyldu- og velferðarnefnd/118. fundur Fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Voga
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

118 . fundur Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Voga
haldinn Í fundarherbergi bæjarstjóra í Vörðunni,
fimmtudaginn 20. október 2016 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu:
Katrín Pétursdóttir Formaður, Jónína Holm Varaformaður, Jóhanna Lára Guðjónsdóttir Ritari, Margrét Bjarnadóttir Aðalmaður, Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir Aðalmaður, Svava Guðrún Hólmbergsdóttir Aðalmaður, María Jóna Jónsdóttir Varamaður, Guðrún Björg Sigurðardóttir og Thelma Guðbjörnsdóttir.

Fundargerð ritaði: Thelma Björk Guðbjörnsdóttir , Félagsráðgjafi MA
Dagskrá:

1.  1610012 – Nefndarmenn fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga
Formaður og aðrir nefndarmenn vilja þakka Valgerði Guðbjörnsdóttir sín störf fyrir nefndina og fyrir gott samstarf. Formaður bíður Maríu Jónu Jónsdóttir velkomna til starfa.

2.  1610013 – Búsetumál
Þann 14. október sl. sóttu Landssamtökin Þroskahjálp og Sandgerðisbær um stofnframlög til ríkisins vegna byggingar íbúðakjarna að Lækjamótum 61-65 í Sandgerði. Um er að ræða sértækt húsnæðissúræði fyrir fatlað fólk. Sjá nánar meðfylgjandi greinargerð og teikningar. Lagt fram til kynningar.
Búsetumál fatlaðs fólks lagt fram til kynningar.

3.  1610010 – Þjónustuvæði: málefni fatlaðs fólks á Suðurnesjum
Bæjarstjórar á Suðurnesjum hafa haldið samráðsfundi um þjónustu fyrir fatlaða fólk. Meðfylgjandi fundargerðir eru lagðar fram til kynningar.
Fundargerðir samráðsfunda vegna málefna fatlaðra á þjónustusvæði Suðurnesja lagðar fram til kynningar.

4.  1607029 – Reglur um styrk vegna lögmannsaðstoðar
Drög að reglum um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannsaðstoðar sbr. 47. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 lögð fram til afgreiðslu og staðfestingar. Fjölskyldu og velferðarnefnd fjallaði um drögin á 117. fundi nefndarinnar þann 18.08.2016. Þá komu fram athugasemdir við upphæð tímagjalds og hámarks fjölda tíma. Einnig var lagt til að við mat á styrkveitingu væri tekið mið af framfærsluviðmiðum umboðsmanns skuldara, sjá nánar meðfylgjandi skjöl. Reglur um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannsaðstoðar sbr. 47. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 staðfestar.

5.  1608030 – Fósturumsögn

6.  1510004 – Fjárhagsaðstoð

7.  1005013 – Stuðningsfjölskylda

8.  1510004 – Fjárhagsaðstoð

9.  1609034 – Fjárhagsaðstoð

10.  1610004 – Sérstakar húsaleigubætur

11.  1501017 – Sérstakar húsaleigubætur

12.  1304009 – Sérstakar húsaleigubætur

13.  1510010 – Stuðningsfjölskylda

14.  1202015 – Barnaverndarmál

15.  1609034 – Fjárhagsaðstoð
Dagskrá
Opin mál
1. Formaður og nefndarmenn þakka Valgerði Guðbjörnsdóttir störf sín fyrir nefndina og bjóða Maríu Jónu velkomna til starfa.
2. Búsetumál fatlað fólks lagt fram til kynningar
3. Fundargerð samráðsfundar málefni fatlaðra lagt fram til kynningar
4. Reglur um styrk vegna lögmannsaðstoðar lagðar fram til afgreiðslu og staðfestingar.

Lokuð mál
Fjárhagsaðstoð (3)
Sérstakar húsaleigubætur (3)
Stuðningsfjölskylda (2)
Barnavernd (1)
Fósturumsókn (1)
Skipting mála
Sandgerði (6)
Garður (3)
Vogar (1)
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30

Katrín Pétursdóttir (sign)
Jónína Holm (sign)
Jóhanna Lára Guðjónsdóttir (sign)
Margrét Bjarnadóttir (sign)
Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir (sign)
Svava Guðrún Hólmbergsdóttir (sign)
María Jóna Jónsdóttir (sign)
Guðrún Björg Sigurðardóttir (sign)
Thelma Guðbjörnsdóttir (sign)