11. fundur Hafnaráðs Sandgerðis

Home/Hafnaráð/11. fundur Hafnaráðs Sandgerðis
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

11. fundur
Hafnaráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
föstudaginn 28. október 2016 og hófst hann kl. 15:30

Fundinn sátu: Reynir Sveinsson, formaður (D), Jóhann Rúnar Kjærbo (S), Katrín Júlía Júlíusdóttir (S), Daði Bergþórsson (B), Grétar Mar Jónsson (B), Magnús S. Magnússon (H).
Auk þess sátu fundinn Grétar Sigurbjörnsson og Sigrún Árnadóttir.
Fundargerð ritaði: Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri/hafnarstjóri.

1.  1608134 – Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar: 2017 – 2020
Lögð var fram fjárhagsáætlun Sandgerðishafnar fyrir tímabilið 2017 til 2020. Rekstrarniðurstaða er áætluð jákvæð um 9 mkr. á árinu 2017 að teknu tilliti til 35 mkr. framlags A-hluta bæjarsjóðs. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld nema 39 mkr. Afborganir af höfuðstól langtímalána eru áætlaðar nema 24 mkr. Farið var yfir gjaldskrá Sandgerðishafnar. Hafnaráð styður framlagða fjárhagsáætun og leggur til að gjaldskrá hækki sem nemur verðlagsbreytingum en að aflagjald verði óbreytt. Hafnaráð leggur til að farið verði nánar yfir fjárhag og framtíð hafnarinnar og tillögur mótaðar um hvernig takast megi á við stöðuna.

2.  1608134 – Fjárfestingar Sandgerðishafnar
Greint var frá framlögum til Sandgerðishafnar eins og þau koma fram í Samgönguáætlun 2015-2018 en áætlunin var nýlega samþykkt á Alþingi. Framlög í Samgönguáætlun eru sett fram með fyrirvara um afgreiðslu fjárlaga hvers árs. Hafnaráð leggur til að 15 mkr. verði varið til endurbóta vegna Suðurbryggju árið 2017.

3.  1606028 – Hafnasambandsþing 2016: ályktanir
Kynntar voru niðurstöður og ályktanir Hafnasambandsþings sem haldið var fyrr í mánuðinum á Ísafirði. Jafnframt var greint frá því að Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri/hafnarstjóri hefði verið kosinn í stjórn Hafnasambands Íslands.

4.  1507008 – Fjárhagsáætlun 2016: rekstraryfirlit fyrstu 9 mánuði ársins
Lagt var fram til kynningar samantekt um tekjur hafnarinnar fyrstu 9 mánuði síðustu 3ja ára. Einnig var lagt fram rekstraryfirlit yfir fyrstu 9 mánuði þessa árs. Fram kom að 11.792 tonnum heðfi verið landað hér fyrstu 9 mánuði ársins í 4.409 löndunum, samanborið við 9.730 tonn á sama tíma í fyrra en þá voru landandir 3.990.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.30
Reynir Sveinsson, formaður (D), sign.
Jóhann Rúnar Kjærbo (S) , sign.
Katrín Júlía Júlíusdóttir (S), sign.
Daði Bergþórsson (B) , sign.
Grétar Mar Jónsson (B) , sign.
Magnús S. Magnússon (H) , sign.
Grétar Sigurbjörnsson, sign.
Sigrún Árnadóttir, sign.