10. fundur Hafnaráðs Sandgerðisbæjar

Home/Hafnaráð/10. fundur Hafnaráðs Sandgerðisbæjar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

10. fundur Hafnaráðs
haldinn á skrifstofu Sandgerðishafnar,

fimmtudaginn 8. september 2016 kl. 16

 

Fundinn sátu:
Reynir Sveinsson (D), formaður, Jóhann Rúnar Kjærbo (S), Katrín Júlía Júlíusdóttir (S), Grétar Mar Jónsson (B), Daði Bergþórsson (B) og Magnús S. Magnússon (H), áheyrnarfulltrúi.
Auk þess sátu fundinn Grétar Sigurbjörnsson verkefnastjóri hafnarinnar og Sigrún Árnadóttir hafnarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.
Í upphafi fundar var nýr formaður hafnaráðs Reynir Sveinsson boðinn velkominn. Jafnframt var frárfarandi formanni Ólafi Oddgeiri Einarssyni þökkuð störf í ráðinu.
1. 1507008 – Fjárhagsátælun 2016: 7 mánaða rekstraryfirlit.
Lagt var fram rekstraryfirlit fyrir fyrstu sjö mánuði ársins. Samkvæmt því má búast við að tekjur verði um 9% undir áætlun eða 8 mkr. og skýrist það m.a. af lækkuðu fiskverði og tilfærslu á strandveiðikvóta. Aukning er á þessu ári á lönduðum afla miðað við sama tíma í fyrra. Áætluð rekstrarniðurstaða er 4 mkr. lakari en áætlun gerir ráð fyrir.
Ljóst er að gera þarf viðauka við fjárhagsáætlun í ljósi stöðunnar.

2. 1601022 – Sandgerðishöfn 2016: rekstrarhorfur
Á fundi hafnaráðs í mars var lögð fram samantekt um rekstrarhorfur. Hafnaráð lagði til að leitað yrði leiða til þess að styrkja stöðu hafnarinnar. Hafarstjóri lagði fram samantekt þar sem fram koma hugmyndir um aukna samvinnu við Fiskmarkað Surðurnesja og að koma á landtengingakerfi við rafmagn. Hafnaráð samþykkir að farið verði fram á undanþágu frá reglugerð nr. 224 um skráningu og vigtun sjávarafla fyrir Sandgerðishöfn. Hafnaráð leggur jafnframt til að landtengingakerfi við rafmagn verði sett á fjárhagsáætlun fyrir árið 2017.

3. 1606028 – Boð á Hafnasambandsþing/drög að stefnu Hafnasambands Íslands.
Lagt var fram fundarboð vegna hafnasambandsþings 2016 sem haldið verður á Ísafirði 13. og 14. október ásamt drögum að stefnu Hafnasambandsins sem verður til umræðu og afgreiðslu á þinginu.
Sandgerðishöfn á tvo fulltrúa á þinginu og verða það Reynir Sveinsson og Grétar Mar Jónsson. Auk þess sækja þingið hafnarstjóri og verkefnastjóri hafnarinnar.

4. 1603015 – Sandgerðishöfn: móttaka úrgangs og farmleifa: eftirlit 2016.
Lögð var fram eftirlitsskýrsla Umhverfisstofnunar um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum við Sandgerðishöfn. Öll þau atriði sem könnuð voru stóðust skoðun en fram kom ábending um að gjaldskrá vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar og förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum væri ábótavant. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er almennt þörf á frekari umræðu og samráði um gjaldskrá áður en hún verður ákveðin.

5. 1605013 – Samtök sjávarútvegssveitarfélaga: ársreikningur 2015.
Lagt fram til kynningar.

6. 1511038 – Hafnasamband Íslands: fundargerðir 383, 384, 385, 386.
Lagt fram til kynningar.

7. 1601016 – Samtök sjávarútvegssveitarfélaga: fundargerðir 27 og 28.
Lagt fram til kynningar.

8. Önnur mál:
Rætt var um umhverfi hafnarinnar, viðhald hennar og tíðni funda ráðsins.

Fundi slitið kl. 17.50.

Reynir Sveinsson, sign
Jóhann Rúnar Kjærbo, sign
Katrín Júlía Júlíusdóttir, sign
Grétar Mar Jónsson, sign
Daði Bergþórsson, sign
Magnús S. Magnússon, sign
Grétar Sigurbjörnsson, sign
Sigrún Árnadóttir, sign