31. fundur Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs Sandgerðisbæjar

Home/Frístunda-, forvarna-, jafnréttis/31. fundur Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs Sandgerðisbæjar
  • Varðan, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði

31. fundur
Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
miðvikudaginn 7. október 2015 og hófst hann kl. 18:15

Fundinn sátu:
Andri Þór Ólafsson (S), Gréta Ágústsdóttir (B), Björn Ingvar Björnsson (D), Thelma S. Fuglö Hlöðversdóttir (D), Þorgeir Karl Gunnarsson (B) og Andrea Dögg Færseth, áheyrnarfulltrúi (H).

Fundargerð ritaði:  Rut Sigurðardóttir, frístunda- og forvarnafulltrúi.

Dagskrá:

 

1. 1510012 – Kosning varaformanns
Kosning varaformanns. Lagt var til að Björn Ingvar Björnsson taki við hlutverki varaformanns af Sigurpáli Árnasyni sem hefur sagt skilið við ráðið.

Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða.
FFJ þakkar Sigurpáli samstarfið og býður Björn velkomin til starfa.

2. 1509042 – Knattspyrnufélagið Reynir: unglingaráð: styrkbeiðni
Rætt var um styrkbeiðni unglingaráðs Reynirs og unglingaráðs Víðis. FFJ fagnar samstarfinu sem og nýju unglingaráði óskar þeim góðs gengis.

Andri Þór Ólafsson vék af fundi vegna tengsla og tók Silja Harðardóttir sæti hans. Björn Ingvar Björnsson varaformaður tók við stjórn fundarins í þessu máli.

Afgreiðsla:
Ráðið leggur til að styrkbeiðnin verði ekki samþykkt og vísar í nýgerða samninga við Knattspyrnufélagið Reynis þar sem styrkur var hækkaður frá fyrri samningum.

3. 1508019 – Jafnréttismál: landsfundur jafnréttisnefnda 8. og 9. október
Boðað er til landsfundar jafnréttisnefnda 8.-9. október 2015 í Fljótsdalshéraði. Lagt er til að Andri Þór Ólafsson verði fulltrúi Sandgerðisbæjar á fundinum.

Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða.

4. 1506166 – Opnir tímar fyrir bæjarbúa í íþróttamiðstöð
Lagt var til að halda áfram opnum tímum fyrir bæjarbúa í Íþróttamiðstöð Sandgerðis.

Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir að halda áfram opnum tímum í Íþróttamiðstöð og ætlar að skipta með sér verkum með framkvæmd tímana.

5. 1509029 – Körfuknattleiksdeild Reynis: samningur við Nesfisk: merkingar
Erindi formanns Körfuknattleiksdeildar Reynis þar sem farið er fram á að íþróttahús Íþróttamiðstöðvar Sandgerðis fái að bera heiti Nesfiskhöllin á komandi leiktíð Körfuknattleiksdeildar.

Afgreiðsla:
FFJ tekur jákvætt í erindið og leggur til að það verði samþykkt.

6. 1509052 – Heimili og skóli: gervigrasvellir
Ályktun stjórnar Heimilis og skóla um endurnýjun gervigrasvalla vegna eiturefna í dekkjakurli.

Afgreiðsla:
FFJ felur starfsmanni að afla frekari upplýsinga um ástand gervigrasvallar við Grunnskólann í Sandgerði og möguleika á úrbótum sé þess þörf.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20

Andri Þór Ólafsson sign.
Andrea Dögg Færseth sign.
Gréta Ágústsdóttir sign.
Björn Ingvar Björnsson sign.
Thelma S. Fuglö Hlöðversdóttir sign.
Þorgeir Karl Gunnarsson sign.